Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Page 62

Frjáls verslun - 01.03.1998, Page 62
Leikið fijrir ka«» Hlátravél í Borgarleikhúsinu Sex í sveit eftir Marc Camoletti i Borgarleikhúsinu * * * Þýðing og staðfærsla eftir enskri gerð leiksins: Gísli Rúnar Jónsson Leikstjóri: María Sigurðardóttir Leikmynd: Steinþór Sigurðsson essi sýning ber þess öll merki að vera fyrirtæki þeirra hjóna, Gísla Rúnars Jónssonar og Eddu Björgvinsdótt- ur. Einkafyrirtæki liggur mér við að segja, þó að L.R. bjóði til veislunnar: Gísli Rúnar þýðir og leikur aðalhlutverkið, Edda er í þakklátasta kvenhlutverkinu. Síðan er sýningin fengin í hendur leikstjóra sem aldrei hefur stýrt sýningu í atvinnuleik- húsi, hvorki á litlu sviði né stóru! Er það gert til að aðalleikend- urnir geti farið sínu fram, stjórnað sjálfum sér og jafnvel öðrum leikurum á bak við tjöldin? Ekki mun slíkt nú alveg dæmalaust úr leiklistarsögunni. Hefði ekki verið nær að kalla til reyndan leik- stjóra, eins og t.d. Brynju Benediktsdóttur, sem Ieikstýrði tveimur ágætum sýningum í Borgarleikhúsinu í fyrra en er ekki með nú? Það má vel vera að María Sigurðardóttír sé efhilegur leikstjóri, á því get ég enga skoðun haft, en þetta er ekki rétta tækifærið til að prófa krafta hennar. Nú er sjálfsagt fyrir leikhúsin að nýta sér jafn vinsæla og ágæta gamanleikara og þau hjón, Eddu og Gísla. En fáir leikarar geta leikstýrt sér sjálf- um og Gísli leiðist hér út í ofleik, sem fær leikstjóri hefði getað komið í veg fyrir. Gísli hefur mikla og örugga tækni, en beitir henni á of augljósan hátt. Edda fer fínna í sakirnar, en það er eins og maður hafi séð þetta allt saman til henn- ar áður. Aðrir leikendur njóta reynslu sinnar og kunnáttu. Ellert Ingimundarson og Halldóra Geirharðsdóttír bregðast hvergi, en Rósu Guðnýju Þórsdóttur skortir öryggi í einu af burðarhlutverkun- um. Fékk hún kannski ekki nægan stuðn- ing hjá leikstjóranum? Um verk Marc Camolettis er ekki ástæða til að fjölyrða. Þetta er svona hefð- bundinn flækjufarsi af því tagi sem er sjálf- sagt að leika öðru hveiju, ekki aðeins vegna kassans, heldur ekki síður þeirrar æfingar sem slíkir leikir færa leikendum - ef rétt er að verki staðið. Eg sé hins vegar ekki nauð- syn þess að staðfæra leikinn inn á Eyjafjarðar- svæðið; persónulega finnst mér ekkert fyndið við norðlenska harðmælið og sunnlenska lat- mælið ekki til slíkrar fyrirmyndar, að við hér syðra höfum efni á því að hæðast að norðanmönnum fyrir þeirra hljómmikla fram- mennin?.................................................... burð. Eg myndi taka ofan fyrir L.R., ef það þyrði að fara með þessa sýningu í leikför norður í land, óbreytta. Þá hefur vísast gleymst að segja Steinþóri Sigurðssyni, að til stæði að flytja verkið norður yfir heiðar. Var hann kannski búinn að teikna leikmyndina, þegar Gísli Rúnar ákvað að gera það? Það er ekkert sem tengir húsið á sviðinu við Norðurland, og trjágarður- inn í baksýn hefði eins getað verið kirsubetjagarður Tsjekhovs. Þó að sitthvað megi því að finna, tekst leikendum svo vel að smyija hlátravélina og halda henni gangandi, að maður hlær oft og og innilega og fólk streymir á svæðið samkvæmt síðustu fréttum. Norðlenskur söngvaseiður Söngvaseiður (The Sound of Music) hjá Leikfélagi Akureyr- ar ** 1/2 Söngtextar: Oscar Hammerstein annar Tónlist: Richard Rodgers Þýðing: Flosi Ólafsson Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir Tónlistar- og hljómsveitarstjórn: Guðmundur Óli Gunnarsson Leikstjórn: Auður Bjarnadóttir eikfélag Akureyrar ílutti aftur inn í gamla samkomuhúsið 6. mars sl. með frumsýningu á söngleik Rodgers og Hammersteins The Sound of Music. Salurinn er orðinn glæsilegur, það vantar ekki, og hefur engu glatað af hlýleik sínum og nálægð, sem mér hefur alltaf fundist gera hann að sér- stakri gersemi meðal leikhússala landsins. En illskiljanleg er sú ákvörðun að fækka sætum svo, að sýningar á borð við þessa geti engan veginn staðið undir sér. Maður hefði haldið, að leikfélag með fjárhag LA þyrftí fremur að fjölga áhorfendum á hveija sýningu en fækka þeim. Ugglaust munu ýmsir yppa öxlum yfir því uppá- tæki að flytja af þessu tilefni söngleik á borð við The Sound of Music, sem þekktur er af frægri kvik- mynd og var auk þess fluttur við vinsældir í Þjóð- leikhúsinu á sínum tíma. En þetta er hugljúft og fal- legt verk sem syngur kærleikanum og fegurðar- þránni barnslega einfalda lofgerð í sögunni um Maríu sem hyggst í upphafi eyða ævinni innan klausturmúra í þjónustu við Guð, en kemst síðar að raun um að köllun hennar beinir henni inn á önnur svið: I faðm íjölskyldulífsins, að starfi í þágu sönglistarinnar. Gott og illt takast á og að lokum fer allt vel eins og í ævintýrunum; Trapp- fjölskyldan kemst til Bandaríkjanna, þar sem bíða hennar gull, grænir skógar og endalaus söngur. Engin furða þó að Amen'kanar hafi fall- ið fyrir þessu. L.A. hefði naumast ráðist í að ílytja þennan leik nema í traustí þess að eiga verðugan kraft í hlutverk Maríu. Þóra Einarsdóttír hefur fengið mikið lof fyrir ffammistöðu sína í hlut- verki Maríu og á það allt fyllilega skilið. Annars er frammistaða leikenda misjöfn og viða með allmiklum viðvanings- brag, enda margir kvaddir til vegna hæfileika í söng fremur en leik. Samt hefði útsjónarsamur leikstjóri átt að geta sniðið af fleiri gvasemhjáUikfélagiAkureyrar- S np Þóra Einarsdottir. 62

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.