Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 21
FORSÍÐUGREIN Staðaruppbætur ekki hérlendis Sendiherra fær engar bætur fyrir flutningsskylduna þrátt fyrir að hún sé í fullu gildi og óvissa ríki um það hversu lengi hann dveljist á íslandi með allri þeirri röskun sem því getur fylgt. Slíkar bætur eru hins vegar greiddar í ýmsum öðrum ríkjum, svo sem Danmörku og Finnlandi. Þegar yfir lengri tíma er litið getur upphæð staðaruppbóta þess vegna skekkt mynd af kjörum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. af símakostnaði heimila sinna. Allir starfsmenn sendiráða ís- lands ytra greiða skatta af launum sínum á Islandi! Langur Vinnutími Vinnutími sendiherra og sendiráðsfólks er bæði langur og ótakmarkaður. Það eru skyldumætingar í hin ýmsu hóf og móttökur, bæði á kvöldin og um helgar. Opnunartími sendiráðanna ytra er auglýstur vandlega en hann er þó teygjanleg- ur því starfsmenn utanríkisþjónustunnar erlendis hafa ótakmark- aða starfsskyldu og er hægt að leita til þeirra hvenær sem er, hvort heldur á kvöldin, nóttinni eða um helgar. Oft á tíðum leggst vinna einnig á maka viðkomandi starfsmanns en hann fær þó eng- in laun fyrir þá vinnu enda litið á laun og staðaruppbætur sem heildargreiðslur; eins konar fjölskyldutekjur. Framselja búsetufrelsi Sitt Samkvæmt lögum nr. 39/1971 eru starfsmenn utanríkisþjónustunnar skyldugir til að starfa sem full- trúar utanríkisþjónustunnar erlendis eða í utanríkisráðuneytinu samkvæmt ákvörðun utanríkisráðherra. Eins og tíðkast hjá utan- ríkisþjónustum flestra ríkja er þessu ákvæði beitt þannig að starfs- menn eru að jafnaði fluttir á þriggja til fimm ára fresti frá einu sendiráði til annars eða til eða frá utanríkisráðuneyti, eftir því sem þarfir utanríkisþjónustunnar segja til um hveiju sinni og án þess að einstakir starfsmenn hafi þar áhrif á. Með þessu má segja að starfsmenn hafi framselt búsetufrelsi sitt til ríkisvaldsins. Því má skjóta hér inn í að ýmsir nefha líka að þeir hafi á vissan hátt fram- selt persónufrelsi sitt. Margar ástæður eru fyrir þessari tilhögun en þess skal einungis getið hér að starfsmenn þurfa að vinna heima með vissu millibili til að halda tengslum við land og þjóð. A hinn bóginn eru þeir gæslumenn íslenska ríkisins erlendis og of langur tími á hveijum stað slævir athyglina á því sem að gagni gæti komið og tengir starfsmann auk þess of sterkum böndum í því landi sem hann dvelst of lengi í. Það er líka talið nauðsynlegt að auka og miðla þekkingu og reynslu starfsmanna með því að flytja þá til innan starfssvæðis utanríkisþjónustunnar með reglu- Sendiherrar við störf heima og erlendis Sendiherrar við störf í utanríkisráðuneytinu í Reykjavik 1 Sverrir H. Gunnlaugsson f. 42 Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins 2 Hjálmar W. Hannesson f. 46 Skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu 3 Eiður Guðnason f. 39 Skrifstofustjóri auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins 4 Benedikt Ásgeirsson f. 51 Skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins 5 Stefán H. Jóhannesson f. 59 Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins 6 Gunnar Gunnarsson f. 48 Sérstök verkefni, einkum norðurslóðamál og svæðisbundið samstarf (Norðurskautsráð, Eystrasaltsráð, Barentsráð) Sendiherrar við störf við sendiráð og fastanefndir íslands 7 Benedikt Jónsson f. 54 Fastafulltrúi íslands hjá EFTA og hjá alþjóðastofnunum í Genf 8 Gunnar S.Gunnarsson f. 53 Sendiherra íslands í Brussel og hjá Evrópusambandinu 9 Gunnar Pálsson f. 55 Fastafulltrúi íslands hjá NATO, VES og OPCW 10 Helgi Ágústsson f. 41 Sendiherra íslands í Kaupmannahöfn 11 Hörður H. Bjarnarson f. 44 Sendiherra íslands í Stokkhólmi 12 Ingimundur Sigfússon f. 38 Sendiherra íslands í Berlín 13 Jón Egill Egilsson f. 45 Sendiherra íslands í Moskvu 14 Jón Baldvin Hannibalsson f. 39 Sendiherra íslands í Washington 15 Kornelíus J. Sigmundsson f. 47 Sendiherra íslands í Helsinki 16 Kristinn Friðrik Árnason f. 54 Sendiherra íslands í Ósló 17 Ólafur Egilsson f. 36 Sendiherra íslands í Beijing 18 Sigríður Ásdís Snævarr f. 52 Sendiherra íslands í París og fastafulltrúi íslands hjá OECD, UNESCO og FAO 19 Svavar Gestsson f. 44 Aðalræðismaður íslands í Winnipeg 20 Sveinn Björnsson f. 42 Fastafulltrúi íslands hjá Evrópuráðinu 21 Þorsteinn Ingólfsson f. 44 Fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York 22 Þorsteinn Pálsson f. 47 Sendiherra islands í London 23 Þórður Æ. Óskarsson f. 54 Fastafulltrúi íslands hjá öryggis- og samvinnustofnun Evrópu í Vín Sendiherrar við sérstök störf hjá alþjóðastofnunum 24 Róbert Trausti Árnason f. 51 Forsetaritari 25 Kjartan Jóhannsson f. 39 Framkvæmdastjóri EFTA 26 Einar Benediktsson f. 31 Framkvæmdastjóri Landafundanefndar 27 Hannes Hafstein f. 38 Fulltrúi íslands hjá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA MECALUX retta- rekkar Góðir rckkar tryggja hámarksnýtingu á dýrmætu plássi. Bjóðum allskonar lager- og hillukedi. jafnt rúllurekka sem innkeyrslurekka, jafnvel færanlega rekka. Mjög gott verð! Lyftitæki og trillur færðu einnig hjá okkur. Layerlausnir eru okkar séryrein MECALUX - gæði fyrir gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN _ Straunzísn SUNDABORG 1 • SlMI 568-3300 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.