Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.09.1999, Blaðsíða 54
Fréttastjóri Skjás eins, Sigursteinn Másson, tolleraður að lokinni útsendingu fyrsta fréttatím- ans. legri íslensku er kallað skemmtanaiðnaður og er heiðarleg tilraun til að þýða „show business“ á ástkæra ylhýra málið. Árið sem Árni Þór útskrifaðist úr Versl- unarskólanum settu Verslingar á fjalirnar söngleik og varð hið þekkta kassastykki Lloyd-Webbers, Cats, fyrir valinu. Árni Þór var framkvæmdastjóri sýningarinnar eða í hlutverki framleiðandans, eins og það heit- ir í dag. Söngleikurinn fór á fjalirnar í Loftkast- alanum og var sýndur lengi vel fyrir fullum sal, eða allt þar til nemendur urðu að þvo af sér sminkið og setjast við próflestur. Þá var enn rífandi aðsókn. „Þarna varð mér ljóst að þetta var geysi- lega skemmtilegt starf og eiginlega ná- kvæmlega það sem ég vildi vinna við. Þarna runnu saman kraftar hæíileikafólks og markaðsmanna og afraksturinn varð mest sótta áhugaleiksýning sem hefur ver- ið sett upp á íslandi en við fengum um 7 þúsund gesti til okkar,“ segir Árni Þór þar sem hann situr í nýinnréttuðu fundarher- bergi í Skipholti 19 þar sem sjónvarpsstöð- in þeirra, Skjár einn, er til húsa. GÓðíf kettir Velgengni Cats vakti athygli þeirra sem voru að starfa í leikhúsi og í framhaldi af því varÁrni fenginn tíl þess að vinna að markaðs- málum fyrir Stone Free, söngleik sem settur var upp í Borgarleik- húsinu. Sú sýning gekk mjög vel og þaðan lá leið Árna, nú ásamt Kristjáni félaga sínum, tíl sömu starfa fyrir Evitu, söngleik sem gekk sæmilega en var á endan- um gerður upp með tapi. „Það sem brást við Evitu var að húsnæð- ið fékkst ekki lengur en þijá mánuði. Á seinni hluta sýningartímans var aðsókn verulega góð og ljóst er að ef lengra svig- rúm hefði fengist var staðan ágæt. En þetta voru hlutír sem ekki varð við ráðið.“ En Iá ekki ljóst fyrir allan tímann að miðað við gefnar forsendur var vonlaust að Evita næði að borga sig? „Við vorum ekki með í þeim áætlunum. Við komum um borð á síðari stigum.“ Næsta verkefni þeirra félaga, og i rauninni frumraun þeirra í uppsetningu leiksýninga á eigin ábyrgð, var sviðsetning þeirra á Trainspottíng í Loftkastalanum. Hver varð svo árangurinn? „Ekki góður. Aðsóknin var ekki nógu góð. íslenskir áhorfendur voru ekki tilbúnir tíl að sjá Trainspottíng á sviði svona stuttu eftir velgengni myndar- innar þannig að við vorum ekki allt of vel stæðir þegar því ævintýri lauk,“ segir Árni. Hvað I1Ú? En nýtt ævintýri áttí eftír að reka á fjörur þeirra. Fyrir tæpum tveimur árum voru Árni Þór og Kristján að svipast um eftír vænlegum verkefnum á þessu sviði. Þá var það að Bjarni Haukur Þórsson leikari, sem hafði verið aðalframleiðandi og leikstjóri Trainspotting, sýndi þeim aug- lýsingu í amerísku blaði þar sem verið var að auglýsa sérstæða sýningu sem fullyrt var að væri mest sótta einleikssýning sem nokkru sinni hefði verið sett svið. Þetta var „Rob Becker’s Defending the Caveman”, eða Rob Becker tekur upp hanskann fyrir hellisbúann. Þessi leiksýning hefur fengið umljöllun í þekktum viðskiptatímaritum á borð við Forbes þar sem velgengni umrædds Beckers þykir eftirbreytniverð. Becker hafði lengi barist um á hæl og hnakka við að skemmta fólki með því sem er kallað uppistand (stand-up comedy) og lifað við misjafnlega þröngan kost. Eftir að hann settí saman sýninguna um Hellisbúann fór hagur hans að vænkast svo um munaði. Hann ferðast enn um Ameríku þvera og endilanga og sýnir Hellisbúann sinn í íþróttahöllum og risasölum fyrir 2-3 þús- und manns í senn. Forbes telur að fyrir árið 1997 hafi Hellisbúinn velt um 1 millj- arði íslenskra króna og þar af hafi um 500 milljónir runnið í vasa Beckers. Það eru einungis tekjur af miðasölu. Sala á þýð- ingu, sýningarréttí og ýmsum minjagrip- um er þar fyrir utan. Becker (jræðir Enn í dag er Becker á ferðinni og sýnir átta sinnum í viku í allt að 35 borgum á ári. Það er fullyrt að senn muni hagnaður Hellisbúans gera hann að einum rikasta skemmtikrafti vestanhafs. Þremenningarnir Bjarni, Árni Þór og Kristján flugu tíl Ameríku, sáu leikritið, sömdu við Becker og ákváðu að kynna Hellisbúann fyrir íslendingum. Bjarni Haukur settíst við og þýddi verkið af ensku yfir á íslensku. Síðan fengu þeir Sigurð Sig- uijónsson leikara og leikstjóra til sam- starfs og hann var ráðinn leikstjóri en Bjarni skyldi leika Hellisbúann. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.