Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 Hvers vegnaá Guðmundur Ámi framtíð fyrir sér í pólitík? í fyrsta lagi trúir félagsmálaráð- herrann fyrrverandi því að skýrsla Ríkis- endurskoðunar ■ hreinsi hann af öllum ' ávirðingum. Stjórn- . málamaður sem er þeim hæfileika gæddur að halda að barsmíðar séu blíðuhót getur ekki tapað. Framtíðin blasir við slíkum manni. I öðru lagi vegna þess að Gunnlaugur bróðir segir að hann eigi sér framtíð og ætlar ’að sjá til þess að ’ vondu kallarnir haldi . sér í hæfilegri fjar- lægð í framtíðinni. Stund hefndar- innar á eftir að renna upp og þá munu Sighvatur og hinir drullusokk- arnir sem hönnuðu atburðarásina sjá eftir öllu saman. Hefndin er sæt og þess virði að bíða eftir henni. í þriðja lagi á Guðmundur Árni eftir að standa við það loforð að sið- væða íslensk stjórn- ’mál og sjá til þess ' að Óli grís og Frikki . Soph. geri hreint fyr- ir sínum dyrum. Þá hefur hann áttað sig á því að það væri ekki siðlegt af sér að hætta á þingi því þá neyddist hann til að þiggja biðlaun sem þing- maður ofan á ráðherrabiðlaunin. í fjórða lagi hefur séra Sólveig sýnt fram á að þá fyrst vinnur maður hylli safnaðarins ■ þegar hann hrasar á þröngum vegi . dyggðarinnar. Það verður því ekkert messufall á kosn- ingafundunum á Reykjanesi þegar GAS tekur Hafnarfjarðaríhaldið til bæna, Árna og þá Mathiesena alla. I fimmta lagi vegna þess að Al- bert Guðmundsson sýndi fram á að kjósendur fylkja sér um þá stjórnmála- menn, sem bolað er út úr ríkisstjórn, og að samúðinni eru engin takmörk sett. Að loknum löngum stjórnmála- ferli ætti Guðmundur Árni jafnvel séns á að eyða ævikvöldinu á Bessastöðum. Sjúkraliðar og Ríkisspítalar Saka hvorír aðra um löabrot í gær var haldinn sáttafundur á rnilli sjúkraliða og viðsemjenda þeirra á skrifstofu ríkissáttasemjara. Að sögn Kristínar Á. Guðmunds- dóttur, formanns Félags sjúkraliða, miðaðist ekkert í samkomulagsátt á fundinum og var hann árangurslaus að hennar mati. Að honum loknum hélt samninganefnd sjúkraliða til fundar meðal félagsmanna sinna og kynnti stöðu mála í kjaradeilunni. „Það er fullkomin samstaða í okkar röðum og sjúkraliðar eru gallharðir í að ná fram leiðréttingu á kjörum sínum,“ segir Kristín. „Fundurinn í dag breytti engu í stöðunni. Það var reyndar unnið aðeins í einni undir- nefnd í sambandi við menntunar- mál og við lögðum jafnframt fram kröfur í tengslum við starfslýsingar sjúkraliða á sjálfseignarstofnunum.“ Kristín segir að sér finnist vitnis- burður Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Ríkisspítalanna, í fjölmiðl- um undanfarna daga furðulegur, en hann hefur sagt að sér hafi ekki ver- ið kunnugt um að vafi væri varð- andi túlkun á undanþágulistunum. „Þetta er alrangt,“ segir Kristín. „Við vorum búnar að funda með stjórnendum Ríkisspítalanna og þar kom fram að ef ekki næðist fram sameiginlegur skilningur á listunum hefði verið samþykkt á félagsfundi hjá okkur að gengið yrði út af þeim deildum sem vafi væri um.“ Davíð segir þetta ganga þvert á þær upplýsingar sem hann hafi fengið frá samstarfsmönnum sín- um. „Á þessum fundum komu fram ákveðnar ábendingar um lagfæring- ar á undanþágulistunum og þær hafa verið framkvæmdar,“ segir hann. „Ég skil ekki um hvað ágrein- ingurinn stendur. Mér er heldur ekki kunnugt um að þessari sam- þykkt hjá Félagi sjúkraliða hafi verið komið til ábyrgra aðila.“ Davíð er að undirbúa bréf sem hann hyggst senda þeim sjúkralið- um sem gengu út af sjúkrastofnun- um í trássi við skilning forráða- manna þeirra á undanþágunum. Kristín segist líta það mjög alvarleg- um augum. „Ég tel að Davíð sé al- gjörlega að brjóta lög, sendi hann þessi bréf.“ Hún vísar til 4. greinar laga um vinnurétt og vinnudeilur í þessu sambandi en þar segir meðal annars að atvinnurekendum, verk- stjórum og öðrum trúnaðarmönn- urn atvinnurekenda sé óheimilt að reyna að hafa áhrif á vinnudeilur. Hvort sem það er með því að segja upp starfsfólki, hótunum þar að lút- andi, fjárgreiðslum eða loforðum um hagnað eða neitun á réttmætum greiðslum. „Það er verið að ræða um hýru- drátt, uppsagnir og að draga við- komandi einstaklinga fyrir dóm- stóla,“ segir Kristín. „Þannig að það er mjög alvarlegt ef Davíð ætlar að fara að senda einstaklingum bréf með einhverju slíku. Hann getur sent félaginu slík bréf ef hann kærir sig um en ekki félagsmönnum sjálf- um.því við erum fulltrúar þeirra einstaklinga sem þarna eiga hlut að máli.“ Davíð vísar þessum fullyrð- ingum Kristínar algjörlega á bug. „Þetta er þvílíkt bull að ég skil ekki hvernig Kristínu dettur í hug að bera þetta á borð,“ segir hann. „Við erum fyrst og fremst að skrifa við- komandi sjúkraliðum bréf til að upplýsa þá um stöðu mála. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvert Kristín er að fara og mér finnst að verkalýðsfélag sem er með láglaunafólk innan sinna vébanda ætti að einbeita sér að semja um bætt kjör fyrir þann hóp en ekki eyða tíma sínum í svona vitleysu. Það hefur aldrei komið til tals að greiða ekki þeim sjúkraliðum laun sem vinna í verkfallinu og mér er ókunnugt um að starfsmanni hafi nokkurn tíma verið vikið úr starfi Plastbáturinn Faxavík á strandstað í gærmorgun. Faxavfldn strandaði Plastbáturinn Faxavík GK 007 strandaði við Hópsnes klukkan tíu á sunnudagsmorguninn. Einn maður var um borð í bátnum sem er 10 tonna og slapp hann ómeiddur frá hrakningunum. Strandstaðurinn er 20 metra frá landi og svamlaði bátsverjinn í land. Hann bar því við að vélin hefði skyndilega stöðvast með fyrr- greindum afleiðingum. Báturinn virtist óskemmdur á strandstað en sjóslysanefnd og lögreglan í Keflavík vinna að rannsókn málsins. Vegslóði var ruddur niður að strandstað en báturinn var óbrotinn. Kristín Einarsdóttir Norræn samvinna verður ekki nema nafríið ertt „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ segir Kristín Einars- dóttir. „Hún hefur legið í loftinu því hræðsluáróðurinn var svo gíf- urlegur í lokin. Þetta ætti í sjálfu sér ekki að hafa áhrif á afstöðu íslend- inga því við hljótum að taka af- stöðu út frá okkar eigin hagsmun- um og sjónarmiðum óháð því hvað aðrar þjóðir gera. Ég hugsa að þetta hafi þau áhrif að mjótt verði á mununum í Noregi þótt það líti út fyrir „nei“ núna. Ég hef löngum gert mér grein fyrir að ef öll Norð- urlöndin fara í Evrópusambandið þá hafi það gífurleg áhrif á norræna samvinnu og hún verður auðvitað ekki nema nafnið eitt eftir þetta. Jafnvel þótt einungis Finnar og Sví- ar gangi í sambandið. Þegar ég tók afstöðu um inngöngu íslands þá gerði ég það með tilliti til þess að Norðurlandaþjóðirnar færu þang- að inn. Ég tel jafn óaðgengilegt fyrir okkur að fara inn í þetta samband eftir sem áður.“ -lae Kristín Á. Guðmundsdóttir „Það er fullkomin samstaða í okkar röðum og sjúkraliðar eru gallharðir í að ná fram leiðrétt- ingu á kjörum sínum.“ vegna aðgerða í verkfalli.11 Hann bendir á að hluti sjúkralið- anna hafi fengið laun sín greidd fyr- irfram fyrir nóvember og þeim sé því skylt samkvæmt lögum að vinna fyrir þeim launum. Kristín segir hins vegar alveg ljóst að þegar greiðslurnar voru inntar af hendi hafi ekki verið búið að ná sam- komulagi um túlkun á undanþágu- listunum. „Þeir tóku einhliða ákvörðun um hverjum þeir greiddu og hverjum ekki og því vísa ég Davíð A. Gunnarsson „Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvert Kristín er að fara og mér finnst að verkalýðsfélag sem er með láglaunafólk innan sinna vé- banda ætti að einbeita sér að því að semja um bætt kjör fyrir þann hóp en ekki eyða tíma sínum í svona vitleysu." ábyrgðinni alfarið til þeirra,“ segir hún. Kristín vill ekki nafngreina þá stjórnendur sjúkrahúsa sem hún segir að hafi haft í hótunum við fé- lagsmenn sína en næsti fundur í kjaradeilunni hefur verið boðaður kl. 10 í dag. -lae Davíð Oddsson Úrslrtin hafa ekki nein áhrif á okkur „Ég hef búist við því mjög lengi að bæði Svíar og Norðmenn samþykki aðild að Evrópusambandinu," segir Davíð Oddsson forsætisráðherra um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu Svía um inngöngu í Evrópusambandið. „Munurinn í Svíþjóð er þó heldur minni en ég bjóst við. Það gæti bent til þess að Norðmenn felli samning- inn en það er ljóst að þrýstingurinn verður gífurlegur á norskan almenn- ing. Stærstu fiokkarnir munu reyna að hræða líftóruna úr fólki með þvi að segja að Norðmenn verði einir á báti og týndir norður á hjara verald- ar ef þeir fella aðild að sambandinu. Þannig að það er líklegt að Norð- menn samþykki aðild jafnvel þó kannanir hafi verið neikvæðar að undanförnu. Hvað varðar okkur á íslandi þá munu þessi úrslit ekki hafa nein áhrif í bráð. Eins og forystumenn í Sviþjóð sögðu þá verður.næsta ákvörðun um aðild að sambandinu ekki tekin fýrr en eftir um 10 ár. Við munum að sjálfsögðu skoða reynslu þessara þjóða af ESB þegar íhuga þarf aðild upp úr aldamótum. Ef Norðmenn fella samninginn þá mun meiri ró myndast hér á landi hjá þeim sem eru órólegir. Það yrði 1 jafhvel þægilegra fyrir okkur ef báðar þjóðirnar samþykkja inngöngu því þá verður auðveldara að ganga frá breytingum á samningnum um EES.“ " -HM Jón Baldvin Hannibalsson „Ég var aldrei í vafa um að Svíar mundu taka þessa afstöðu og tel þetta skynsamlega niðurstöðu,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson. „Það hefði verið erfitt að skilja eða rök- styðja ef Svíar ætluðu að einangra sig ffá þessum verðandi samtökum evr- ópskra lýðræðisþjóða. Þetta er sögu- leg staðreynd varðandi aðlögun þeirra að falli kommúnismans og endalokum kalda stríðsins. Þeir hverfa frá hinni hefðbundnu hlut- leysisstefnu sinni. Ákvörðun þeirra mun hafa veruleg áhrif í Noregi hvort sem það dugar til eða ekki. Hérna heima hefur þetta þau áhrif að þetta er nýr steinn í vörðuna. Við vitum nú þegar að Danmörk, Finn- land og Svíþjóð verða með í Evrópu- sambandinu. Hvað sem líður efa- semdum manna um Noreg eykui þetta frekar líkurnar á að Norður- löndin fjögur verði með þótt ég ætl; ekki að slá neinu föstu um það. Burt- séð ffá hver niðurstaðan verður i Noregi tel ég að Islendingar eigi aé skoða málið sjálfstætt á grundvell: eigin hagsmuna. Ef Norðmenr hafna aðild í annað sinn þá tel é§ okkur hafa sögulegt tækifæri að fylle auða stólinn og það er reyndar fram- tíðarsýn sem Norðmenn mega helst ekki hugsa til.“ Halldór Ásgrímsson Slaaurinn mun Maai harð na í Noregi „Ég hef alltaf gengið út ffá því að Svíar samþykktu aðild að Evrópu- sambandinu," segir Halldór As- grímsson. „Þessi úrslit auka líkurn- ar á að Norðmenn fari í ESB en ef að líkum lætur verður gífurlega harður slagur í Noregi það sem eftir er mán- aðarins. Það verður auðveldara fyrir okkur að semja við sambandið ef þessar ffændþjóðir okkar samþykkja báðar aðild. Hins vegar ef Norðmenn fella samninginn þá verður mjög nei- kvætt andrúmsloft í Noregi og það mun torvelda samningsgerð okkar við ESB.“ -HM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.