Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 2SL Það er af sem áður var að Islendingar bindist tryggðarböndum við „sitta félag og haldi sér þar. Nú er altítt að frægir leikmenn skipti um félög á nokkurra ára fresti og festi þar rætur á ný. Björn Ingi Hrafnsson kannaði málið og komst að því að þeim mönnum fer fækkandi sem telja útilokað að leika með öðru liði íslensku en sínu eigin. Landráðamenn? I gamla daga var það svo á Is- landi að félagaskipti þóttu miklum tíðindum sæta. Menn spiluðu bara með sínurn félögum og gerðu það af hugsjóninni einni saman. Hér- lendis þekktist það ekki að menn fengju greitt fyrir að leika sér í fót- bolta og ef einhver lét sér þesslags um munn fara var sá sami umsvifa- laust settur í flokk landráðamanna. Svona hefur hugarfarið verið lengi hér á landi og ungmennafé- lagsandinn hefur verið allráðandi í íslensku íþróttalífi. Sem betur fer, segja sumir, en aðrir vilja meina að það hafi staðið eðlilegum framför- um fyrir þrifum. Neðri deildar lið kaupamenn Svo gerist það allt í einu að það hættir að sæta tíðindum að menn skipti um félög. „Lið úr neðri deild- unum byrjuðu á þessu,“ segir Egg- ert Magnússon, formaður KSÍ. „Þegar ég var formaður knatt- spyrnudeildar Vals fór allt í einu að bera á áhuga „litlu“ liðanna á að verða stærri. Liðin fengu til liðs við sig gamlar kempur sem fengu nú allt í einu umbun fyrir allt erfiðið. Leikreyndir menn tóku að streyma út á land að spila fótbolta og þró- unin, sem enn sér ekki fyrir endann á, var farin af stað.“ Algengara fór að verða að menn skiptu um lið í efri deildunum og stundum féllu sprengjur. Ein slík féll þegar Valsmaðurinn Atli Eð- valdsson skipti yfir í KR. Atli, sem hafði lagt sitt af mörkum fyrir Hlíð- arendaliðið, fékk kaldar glósur frá gömlu félögunum og málið var tek- ið óstinnt upp. Sama má kannski segja urn ráðningu Guðjóns Þórð- arsonar sem þjálfara Vesturbæ- inga. Margir Skagamenn áttu mjög Ferill 1979 - ÍBK 1979 - 1980 - IBK 1981 - 1982- 1982 - Cercle 1983 - ÍBK 1985-1987 - 1987 - Fram 1987- 1988- 1989 1989 1990-1993 - 1994 - ÍBK 1995 - UMFG Örar breytingar. Þessi mynd er ágætt dæmi um það hversu undurnýjunin er hröð hjá íslenskum liðum. Þetta er bikarmeistaralið Valsmanna 1992. Tökum röðina af leikmönnunum. Aftari röð Izudin Daði Dervic leikur nú með KR, Arnljótur Davíðsson hættur, Jón S. Helgason leikur með Fylki, Jón Grétar Jóns- son er ennþá í herbúðum Valsmanna, Anthony Karl Gregory er í viðræðum við KR og ÍBV, Salih Heimir porca leikur með KR, Gunnlaugur Einars- son leikur með Breiðabliki. Fremri röð: Hörður Már Magnússon er enn í Val, Sigurbjörn Hreiðarsson sömuleiðis, Sævar Þór Gylfason er hættur, Sævar Jónsson einnig, Bjarni Sigurðsson leikur með norska liðinu Brann, Einar Páll Tómasson er nýgenginn aftur í Val frá Breiðabliki, Baldur Bragason er í Leiftri, Steinar Dagur Adolfsson er kominn í KR og Ágúst Gylfason er enn í Val. Af þessu leiðir að af sextán manna hópi eru aðeins fimm leikmenn enn kenndir við Hlíðarendaliðið. Og allar þessar breytingar aðeins á tveimur árum. erfítt með að sætta sig við tíðindin og sögðu ekki sæma Skagamanni að fara til erkiféndanna. Þau mál lægðu reyndar, enda um atvinnu- mann að ræða, en þegar fréttist að viðræður væru í gangi við Sigurð Jónsson brjálaðist allt og hann hætti við og sagði að meira að segja að fjölskyldan hefði litið hann hornauga. Hálf-atvinnumennska Menn eru sammála um að ástandið sé nú sífellt meira farið að minna á svokallaða „hálf-atvinnu- mennsku“. Leikmenn hafi ýmis ffíðindi, vinna sé tíðum útveguð og húsnæðismál eru leyst. Bónus- greiðslur fyrir unna leiki fara hækk- andi og allt ber þetta að sama brunni: Á Islandi er í raun og veru komnar greiðslur fyrir að leika knattspyrnu. Það er bara eitt vandamál: Liðin eru mörg hver í miklum fjárhagserfiðleikum og standa engan veginn undir auknum skuldbindingum frá ári til árs. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þróunin sé í rén- un. Fjárhagserfiðleikar margra klúbba bentu til breytinga í haust en þá hófust skyndileg innkaup ný- liðanna Leifturs og Grindavíkur og síðan hefur fregnunum ekki linnt. Framarar og KR- ingar hafa bæst í hópinn og nú er svo komið að öll lið virðast í samningaviðræðum. Nýjar stjórnir leggja ofuráherslu á að ná hinum eftirsóttu Evrópusæt- um, sem gefa nokkrar milljónir beint í galtóma sjóðina, og til þess að þau markmið náist er oft teflt djarft. Ef það síðan mistekst er allt í voða en þá er líka algengt að skipt sé um stjórn og þeir menn sem sömdu um útgjöld fara án nokk- urra skuldbindinga og það gera líka oft þeir leikmenn sem fengnir voru til félagsins. Enn til sannir félagsmenn En auðvitað eru til sannir félags- menn. Gæti til dæmis einhver hugsað sér KR-inginn Rúnar Kristinsson í einhverju öðru liði? Eða Skagamanninn Ólaf Þórðar- son? Mér er það til efs. Þessir menn eru það rótgrónir sínu félagi að það myndi teljast til hálfgerðra land- ráða ef þeir skiptu um félag hér innanlands. Öðru máli gildir um atvinnumennsku erlendis, það verða fáir til að legga stein í götu þeirra sem vilja reyna fyrir sér á þeim vettvangi. Steinar Dagur Adolfsson Félagaskipti hans yfir í KR úr Val hafa vakið mikla athygli. Þó er greinilegt að skiptin þykja ekki jafn mikill „glæpur“ eins og þau hefðu þótt fyrir nokkrum árum. Svo eru líka til dæmi í hina átt- ina. Það er alveg hætt að vekja undrun þegar Ragnar Margeirs- son skiptir um lið. Það er ekki al- gengt og er það rakið annars staðar hér á síðunni. Sömuleiðis má segja að Atli Einarsson í FH hafi gert Atli Einarsson Hefur verið iðinn við að skipta um féiög á ferlinum. víðreist. Hann hefur leikið í t. deild með iBl, Víkingi, Fram og FH. Fyr- ir þessu hggja eflaust margar ástæð- ur. Á þær verður enginn dómur lagður hér. Dæmin eru einungis tekin til að sýna fram á að tímarnir breytast og mennirnir með.B Hvererþín skoðuná leikmanna- kaupum íslenskra knatt- spymuliða? Gylfi Orra- son, dómari „Mér finnst þetta bara vera eðlileg þróun. Tim- arnir breytast og mennirnir með og nú þegar samningar eru gerðir á milli leikmanna og liða er þetta eðlilegt. Átthagafjötrarnir eru bara lið- in tíð og ef við ætlum að ná ár- angri verður þetta að vera svona. Bestu liðin hafa alltaf bestu mennina og auk þess marga aðra leikmenn sem ekki fá tækifæri. Þeir geta þá farið annað og blómstrað þar í stað þess að hætta.“B Eggert Magnússon, formaður KSÍ „Svona hef- ur þetta verið í mörg ár og í raun ekkert við það að at- huga. Þetta er algilt erlendis og var tekið upp hér upphaflega til að vernda rétt félaganna og leikmanna. Hér á landi hefur samninga- gerð aukist mikið að undan- förnu og nú er lítið urn félög í efstu deildum sem eru án leik- mannasamninga. Það hefur einnig færst í vöxt að gera lengri samninga, til tveggja og jafnvel þriggja ára og það er nokkur ný- breytni. Ég hef í raun ekkert út á þetta að setja svo lengi sem þetta rúmast innan reglugerðar Knatt- spyrnusambandsins um þessi mál.“B Er Una Steinsdóttir hætt í boltanum? Vérð á bekknum með þeim í vetur Una Steinsdóttir, handbolta- kona úr Stjörnunni, hefur ekkert spilað með liði sínu í vetur og hafa menn velt því fyrir sér hvort hún sé hreinlega hætt í boltanum. Þessi 28 ára garnla landsliðskona á að baki glæstan feril þrátt fyrir ungan aldur og hefur leikið fjölmarga leiki með þrem félagsliðum hér á landi, ÍBK, Val og Stjörnunni. Þá á hún að baki uni 25 landsleiki og virtist á hátindi ferilsins þegar fréttist að hún yrði ekkert með í vetur. En er Una hœtt í boltanum? „Af persónulegum ástæðum ætla ég ekki að spila með í vetur. Hins vegar er ailt opið með framhaldið og ég er langt í frá búin að leggja skóna á hilluna. Það er ekkert óal- gengt að menn sleppi einu og einu tímabili úr.“ Una er Keflvíkingur f húð og hár og hóf ferilinn með IBK. Hún spilaði sinn fýrsta leik með meistaraflokki iBK fjórtán ára gömul en fluttist til Reykjavíkur 1990 eftir að hún hóf nám í Háskóla Islands. Ári seinna skipti hún yfir í Val og spilaði i þrjú ár með liðinu. Loks skipti hún yfir í Stjörnuna og hefur verið þar á bæ síðan. Ef þú byrjar aftur, œtlarðu þá að spila með Stjörnunni? „Já, engin spurning. Ég er búin að skipta tvisvar um lið og ætla ekki að skipta aftur. Ég er mjög ánægð í Stjörnunni. Þar er unnið gott starf og vel haldið um hlutina. Þetta er eins konar stór og santheldin fjöl- skylda. Ég vil taka það fram að ástæða þess að ég verð ekki með í vetur tengist félaginu ekki að neinu leyti.“ Ferðu á leiki liðsins? „Að sjálfsögðu. Ég fer á alla leiki og sit á bekknum með þeim í vetur. Ég veit að ég er alltaf velkomin aft- ur og þær sakna mín örugglega mikið.“ Hvernig finnst þér kvennahand- boltinn hafa þróast hér á landi und- anfarin ár? „Hann er náttúrlega á uppleið en við þurfum samt að vera miklu duglegri. Það þarf meiri kraft og hvatningu. Hvatningin kemur frá þjóðinni í gegnum áhorfið, og áhorfið er mjög ójafnt þar sem liðin eru ójöfn að getu. Það er töluverður munur á toppliðunum og botnlið- unum í fýrstu deild og það er eins og fólk sé ekkert spennt fyrir að koma og horfa á leiki milli ójafnra liða, sem er kannski skiljanlegt út af fyrir sig. Það vantar meira kvenfólk í boltann til að samkeppni milli lið- anna verði meiri. Éndurnýjunin þarf að vera hraðari." Efþú œttir að velja úrvalslið fyrstu deildar, hvernig yrði það skipað? „Það yrði skipað Stjörnkonunum Fanneyju í markinu, Guðnýju á línunni, Laufeyju vinstri skyttu, og Herdísi leikstjórnanda. Heiða, i hægra horninu, og Andrea, hægri skytta, báðar úr IBV, og Svava úr Víkingi í vinstra horninu.“ Hverjir verða íslandsmeistarar ífyrstu deild kvenna? „Úrslitakeppnin verður spenn- andi. Ég spái því að Fram og Stjarn- an leiki til úrslita, og Stjarnan vinni. Þá verður Stjarnan líka bikarmeist- ari.“ ■ Una Steinsdóttir, handboltakona úr Stjörnunni, „Ég er búin að skipta tvisvar um lið og ætla ekki að skipta aftur."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.