Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNPÓSTURINN ERLENT MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 Umasem Dietrich Þýskaland Louis Malle, sem var einn af þekktustu kvik- myndaleikstjór- um nýbylgjunnar frönsku, hyggst gera bíómynd sem hann byggir á ævi kvik- myndastjörn- unnar fagurleggj- uðu, Marlene Dietrich. I aðalhlut- verkið hefur hann fengið augastað á Uma Thurman, ungri fegurðardís sem síðast sást í mynd Quentin Tar- antino, Pulp Fiction.H Kristín Lavr- ansdóttir i bíó Norska kvikmyndastjarnan Liv Ullmann, sem forðum var eftirlæt- isleikkona Ingmars Bergman, er að ljúka við gerð kvikmyndar sem hún byggir á frægri skáldsögu Sigrid Undset um Kristínu Lavransdóttur. Ullmann ráðgerir að frumsýna myndina á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, en lengri sjónvarpsútgáfa verður tiibúin næsta haust.É Kiesiowski á eftiriaun? Krzysztof Ki- eslowski, ein- hver frábærasti kvikmyndaleik- stjóri samtímans, hefur gefið í skyn að hann hyggist setjast í helgan stein. Hann er þó ekki nema á sex- tugsaldri. Kvikmyndaáhugamenn eru að vonum hnuggnir yfir þess- um tíðindum, enda þótt lífsstarf Kieslowskis hljóti þegar að teljast ærið. Hann er höfundur kvik- myndarinnar Tvöfalt líf Veróníku og tveggja myndaflokka, annar þeirra byggir á boðorðunum tíu og hinn á litunum í franska fánanum, bláum, hvítum og rauðum. ■ Hopkins leikstýrir Leikarinn Ant- hony Hopkins sem flestir þekkja úr hlutverki Hannibals Lecter, í bíómyndinni Lömbin þagna, hefur leikstýrt sviðsverki í fyrsta skipti. Leikritið heitir August og er byggt á leikriti Tsjekovs, Vanja frænda. Hopkins fer líka með aðal- lilutverkið, en verkið er látið gerast í Wales, heimaiandi Hopkins. Sýn- ingin hefur fengið prýðilega dóma í enskum blöðum. ■ Anthony Hopkins Kieslowski Loveferá kostum Courtney Lo- ve, ekkja popp- söngvarans Kurt Cobain, er nú á hljómleikaferða- lagi með hljóm- sveit sinni sem hún kallar Hole. Love sem nú er 29 ára einstæð móð- ir leggur ekki mikið upp úr því að vera pen og spil- ar hljómsveitin rokk þar sem ýmist er öskrað hátt eða eggjandi hvíslað. Love gerir út á að líta út eins og spillt smástelpa og klæðist þröngum kjól- um sem þykja ósmekklegir, enda starfaði hún eitt sinn sem nektar- dansmær. Það þótti því í fullkomnu samræmi við ímynd hennar þegar kjóllinn hennar rifnaði á tónleikum í Hollywood um helgina og hún stóð á sviðinu með brjóstin ber.H Courtney Love Hvítir þrælasalar svifast einskis Óprúttnir dólgar gera sérneyðina íAustur-Evrópu að féþúfu, ginna stúlkurþaðan til Þýskaiands eða hreinlega ræna þeim. Þeim ersíðan gert að stunda vændi. peningaupphæð sem þykir álitleg eystra, kannski 200 til 300 þúsund krónur. Þeim er jafnvel lofað störf- um á veitingahúsum eða í verslun- um. Þegar vestur kemur tekur við napur raunveruleikinn. Þá þurfa stúlkurnar að greiða aftur upphæð- ina og að auki leigu fyrir herbergi í vændishúsi. Leigan getur numið 4000 til 6000 krónum á dag. Þær selja sig fyrir smáaura og því líður langur tími áður en skuldin við dólgana er greidd. Þegar við bætist að dólgarnir hafa í hótunum um að vinna fjölskyldum þeirra mein virkar kerfið fullkomlega. Þeir þurfa varla að hafa eftirlit með stúlkunum ólánsömu. Skipulögð viðskipti Stúlkumar koma til Þýskalands eftir ýmsum leiðum, en þó einkum um Riga og Varsjá eða Kiev og Búdapest. Menn í Riga og Kiev sjá um að útvega stúlkurnar, en í Var- sjá og Búdapest eru menn sem sjá um að falsa vegabréf eða koma þeim með ólöglegum hætti yfir landamærin til Þýskalands. Flestar eru þær með fölsuð vegabréf. Kon- ur frá Póllandi, Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi geta reyndar fengið Harmsaga Slatka, 16 ára stúlku frá Prag, hófst á diskóteki þar sem hún fagnaði skólalokum ásamt vin- um sínum. Um miðnættið gekk hún út að fá sér frískt loft. Þá þreif einhver í hana, dró hana á eftir sér inn í bíl. Hún fann að tuska var borin að vitum sínum, svo vissi hún ekki meira af sér. Mörgurn tímum síðar rankaði hún við sér í læstu herbergi í þýskum smábæ. Hún var lengi lokuð í þessari prí- sund. Annað slagið komu karl- menn inn, börðu hana og nauðg- uðu henni. Með því vildu þeir brjóta niður ailan mótþróa sem hún gæti sýnt. Nokkrum vikum síðar var hún farin að selja sig á næturklúbbi í grennd við Bielefeld. Þar var hún í hálft ár, en þá fluttu dólgarnir hana í Ruhrhéraðið og þvinguðu hana til að starfa á hóruhúsi í Duisburg. Píslargöngu Slatka lauk loks þeg- ar lögregla réðist til inngöngu í hóruhúsið. Hún var leidd á brott og effir að hún hafði sagt sögu sína var henni komið fyrir hjá fjölskyldu í smáþorpi ekki fjarri Duisburg. Þar á að aðstoða hana við að komast í hjúkrunarnám. Foreldrar Slatka vita ekki hvar dóttir þeirra er nið- urkomin. Hún óttast að hafa sam- band við þá. Hún er full af skömm, en hún er líka hrædd um að mann- ræningjarnir sitji um hús foreldra sinna og refsi sér ef hún snúi aftur. Þýsk lögregluyfirvöid telja að slík mannrán séu ekki tilviljanakennd, heldur beri þau öll merki skipu- lagðrar glæpastarfsemi á alþjóða- mælikvarða. Keyptar með gyíliboðum Lögregla í Frankfurt áætlar að áttatíu af hundraði stúlkna sem stunda vændi í borginni komi frá útlöndum. Á áttunda áratugnum fóru að birtast í Þýskalandi skarar af vændiskonum frá Brasilíu, Kól- umbíu, Filipseyjum og Thailandi. Eftir fall Berlínarmúrsins fór þetta skyndilega að breytast og nú streyma herskarar vændiskvenna frá fyrrum kommúnistaríkjum Austur- Evrópu. Lögregla telur að tala þessara kvenna sé geysihá, allt að 20 þúsund á ári. Melludólgarnir nota ýmsar að- ferðir til að fá stúlkur til að starfa Hjónin Gabor og Ingrid Bartos keyptu stúlkur frá Rússlandi. Þau kom- ust síðan upp á kant við viðskiptamenn sína og voru myrt ásamt fjórum ungum vændiskonum. fýrir sig. Þeir komast í samband við þær á diskótekum, kaffihúsum eða í gegnum blaðaauglýsingar. Flestar koma þær frá löndum þar sem ríkir rnikil fátækt og því eru þær ginn- keyptar fyrir gylliboðum um að komast í velmegunina fyrir vestan. Dólgarnir útvega þeim vegabréfs- áritanir, farmiða og láta þær hafa ferðamannaáritun nokkuð auð- veldlega. Það er hins vegar erfiðara fyrir konurnar sem koma frá Rúss- landi. Þær þurfa að hafa sérstakt heimboð frá einhverjum í Þýska- landi til að öðlast áritun. Því fá þær fölsuð vegabréf þar sem þjóðerni þeirra er breytt. öðrum er smyglað inn í Þýska- Vændiskonur á götu í Hamborg. Stúlkurnar eru lokkaðar til Þýskalands með gylliboðum eða þeim hreinlega rænt. land, í vörubílum, rútum eða með skipi. Stundum eru þær vandlega faldar, en í öðrum tilvikum koma mútuþægir landamæraverðir dólg- unum til aðstoðar. Lögregla þekkir dæmi um að þeir hafi komið bílum fullum af stúlkum yfir landamærin án vandræða. Það eru miklir peningar í húfi. Þekkt eru dæmi um að þessum nú- tíma þrælasölum séu greiddar um 700 þúsund krónur fyrir hverja stúlku. Aðrir taka við greiðslu í stolnum bílum, BMW-bifreiðar eru sérstaklega vinsælar. Viðskiptin virðast enda vaxa með ári hverju. Árið 1992 komust 19 mál af þessu tagi til kasta lögreglu í Hamborg. Fyrstu átta mánuðina á þessu ári voru þau 26. I Frankfurt fjölgaði þeim úr 17 í 52, í Berlín úr 36 í 97. Helvíti er líka í Brandenburg Eitt slíkt dæmi er saga Denisu, 19 ára stúlku frá Rússlandi. I upphafi árs voru hún og vinkona hennar, hin 16 ára Mirka, komnar til Þýska- lands á vegum milligöngumanns sem kallast Milan. I næstum þrjá rnánuði voru þær látnar gera út frá húsvagni í Brandenburg, en voru síðan handteknar í lögregluatlögu. Melludólgurinn Thomas. Hótaði að myrða stúlkurnar, skera þær í búta eða brenna þær. Það þótti fágætur sigur fýrir lög- regluna þegar Denisa og þrjár vin- konur hennar fengust til að bera vitni gegn Zerbest, stórtækum melludólg, og handlangara hans, Thomas. í vitnisburði Denisu kom fram að Milan hafði lofað henni starfi á veitingahúsi í Þýskalandi. Hún hélt Nektardansskóli í Moskvu. Stúlkurnar fá svo vinnu í næturklúbbum í Þýskalandi. að hann væri að gera að gamni sínu þegar hann minntist á vændi. Hún komst ekki að því fyrr en við landa- mærin að í vegabréfinu hennar stóð rangt nafh. Þegar á vettvang kom tók við hreint helvíti. Denisa var neydd til að þéna um það bil milljón á mán- uði. Allir peningarnir voru teknir af henni. Ef stúlkurnar reyndu að stinga einhverju undan kom dólg- urinn Thomas, barði þær og hótaði að drepa þær, skera þær í búta eða brenna þær. Stúlkurnar þrjár eru nú undir sérstakri vernd lögreglu. Þær hafa fengið ný nöfn og dvalarstað þeirra er haldið leyndum. En það er sjald- gæft að stúlkur sem hafa lent í slíkri lífsreynslu vilji hafa nokkuð með lögreglu að gera. Þær eru hræddar við dólgana, þær óttast um fjöl- skyldur sínar, þær eiga í tungu- málaerfiðleikum og þær tortryggja yfirvöld. Af þeim sökum hefur ekki tekist að dærna nema fáeina þræla- sala. Á árunum 1992 og 1993 kom- ust 255 slíkir í kast við lögreglu. Af þeirn voru 34 frá Sovétríkjunum gömlu, sem þykir benda til þess að rússneska mafían sé rnjög stórtæk í þessum viðskiptum. Handbragð rússnesku mafíunn- ar þótti líka augljóst þegar Gabor Bartos og kona hans Ingrid voru myrt í Frankfurt fyrir rúmurn mán- uði. Þau ráku hóruhús og ásamt þeim voru myrtar íjórar rússneskar vændiskonur á aldrinum 18 til 28 ára. Gabor Bartos lá undir grun lögreglu fyrir að höndla með fólk; rússneskir milligöngumenn útveg- uðu honum stúlkur sem hann sótti síðan þegar þær voru komnar yfir þýsku landamærin. Einhvern veg- inn komst hann upp á kant við við- skiptamenn sína eystra og það end- aði í blóðbaði. Sérkennilegt nám Ekki lenda þó allar stúlkurnar að austan í vændi vegna þess að þær séu þvingaðar til þess. Sumar eru tilbúnar að greiða hvaða gjald sem er til að kornast úr fátækt og eymd. Og sumar búa sig meira að segja vandlega undir starfið. I Moskvu er rekinn sérstakur skóli sem kennir nektardans. Skóla- stjórinn er Alla Maximovna Kirm- usova. Nemendurnir koma úr ýmsurn áttum, sumir hafa meira að segja ágæta menntun og gegna störfum sem þykja virðingarverð. Allar dreymir þær urn að komast í gósenlandið vestra. Á þriðja tug stúlkna úr skóla Kirmusovu starfa nú í næturklúbbum í Berlín, Dres- den og Köln. Hún spyr ekki hver fjármagni „skólagöngu“ stúlkn- anna, sem kostar hátt í 40 þúsund krónur, sem er dágóð fjárhæð í Rússlandi. Hún spyr heldur ekki hvað þær geri fyrir gestina fýrir ut- an að fækka fötum. „Það er þeirra mál,“ segir hún. - byggt á þýska tímaritinu Focus.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.