Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 14.11.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1994 Bréf til blaðsins Ábendingum smekkvísi morgunpóSTURINN skuldar þeim fjölmenna hópi íslendinga sem nú ganga undir nafninu „nýbúar" bæði skýringu og afsökunarbeiðni. Ég skal skýra nánar af hverju. í efnisþættinum „Kjörkassanum" á baksíðu Morgunpóstsins er einhveni spumingu varpað til lesenda og þeir beðnir að hringja inn já eða nei svör. Niðurstaðan er svo birt í næsta tölu- blaði. Þetta er ágætis hugmynd og stundum spennandi að sjá hvað út úr þessu kemur. Kjörkassinn hlýtur þó að vera meira til gamans en til þess að birta raunverulega mynd af skoðunum fólks. Aðferðin við þessa „skoðana- könnun" útilokar einfaldlega mark- tækar niðurstöður. Ég efast meira að segja um að svörin endurspegli les- endahóp Morgunpóstsins. Kjörkass- inn er því öðru fremur leikur til afþrey- ingar fyrir lesendur og til þess að auka sölu blaðsins. En það er nauðsynlegt að hafa í huga að málefni eru misvel til þess fallin að vera notuð í svona les- endaleik. Blaðamenn verða að muna að starfi þeirra fylgir líka ábyrgð og íhuga afleiðingar þess sem þeir setja á blað. Engin málefni eru hafin yfir gagn- rýna skoðun en aðferðin við skoðun- ina og framsetningin skiptir máli. Spuming Morgunpóstsins til lesenda um það hvort nýbúar séu vandamál á íslandi er bæði vanhugsuð og ábyrgð- arlaus. Eins og að ofan greinir þá get- ur þessi aðferð við „skoðanakönnun" ekki leitt neitt í Ijós um almenn viðhorf til nýbúa. Leikur Morgunpóstsins get- ur hins vegar valdið fjölda fólks sárind- um og óþægindum. Nú hefur Morg- unpósturinn birt nýbúum það á lit- skreyttu kökuriti að meirihluti einhvers óskilgreinds hóps telur að þeir séu vandamál hérlendis. Hvað á þetta að segja fólki? Margt af þessu fólki á við nógu mikla erfiðleika, sem fylgja því að flytja til ókunns lands, að glíma þótt svona skilaboð bætist ekki ofan á. Varia er þetta innlegg í löngu tíma- bæra vitræna umræðu um ísland og innflytjendur! Eigi að taka á þeim vanda sem útlendingahatur eða for- dómar eru í íslensku samfélagi verður að gera það af réttsýni, byggja um- ræðuna á sem nákvæmustum upp- lýsingum og forðast leikaraskap sem gæti aukið á vandann. Ofan á þessa smekkleysu bætist að draga má í efa að spumingin sjáf sé rétt fram sett. Hún felur nefnilega í sér tvenns konar fordóma: Annars vegar að nýbúar séu líklegir til að vera vandamál og hins vegar að upp komi vandamál í tengslum við innflutning fólks til íslands þá sé það fólk rót vandans, ekki fordómar okkar í garð þess. Það er lykilatriði í áróðri nasista gegn innflytjendum í Evrópu að inn- flytjendumir séu rót vandans. Fómar- lömbin sjálf verða að vandamálinu, ekki hinir fordómafullu gerendur. Maður var að vona að við gætum lært eitthvað af biturri reynslu Evrópuþjóða og reynt að taka á þeim vanda, sem útlendingahatur og rasismi geta af sér leitt, af skynsemi, frekar en með slag- orðum. í Ijósi alls þessa ítreka ég þá ósk mína að ritstjórar MORGUNPÓSTSINS birti afsökunarbeiðni til þess fólks sem varð fyrir barðinu á vanhugsuðum les- endaleik blaðsins og útskýri jafnframt þá fyrirvara sem hafa verður við slíka leiki. Amar Guðmundsson Ábending þegin Það er rétt athugað hjá Amari, að „Kjörkassi" Morgunpóstsins er „meira til gamans en til þess að birta raun- verulega mynd af skoðunum fólks“. Þetta hefur Morgunpósturinn reyndar ítrekað bent á, þótt löng reynsla er- lendis bendi til að „leikurinn" fari oftast glettilega nærri raunveruleikanum. Samt sem áður er það rétt ábending hjá Amari, að mál eru misjafnlega vel til þess fallin, að spurt sé um þau á vettvangi „Kjörkassans". Hafi umrædd spuming valdið ein- hverjum „sárindum og óþægindum“ er hér með beðist afsökunar á því. Það var síst af öllu ætlunin. Ritstj. Morgunpóstskönnun SjáHstæðismenn með hreinan meirihluta Fylgishnun Alþýðuflokksins sem fengi aðeins þrjá þingmenn. Aðrir flokkar missa einnig fylgi en Jóhanna færsamt þrefalt meiri stuðning en gamli flokkurinn hennar. Hlutfall óákveðinna hátt sem bendir til þess að mikið nótséá kjósendum í kjölfar síðustu atburða. Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna stórsigur ef gengið yrði til al- þingiskosninga nú en Alþýðuflokk- urinn myndi hins vegar bíða af- hroð. Þetta eru afdráttarlausar nið- urstöður skoðanakönnunar MORG- UNPÓSTSINS sem gerð var laugar- dag og sunnudag. Aðrir fiokkar og framboð missa einnig fylgi á kostn- að Sjálfstæðisflokksins. Þessi könn- un er gerð strax í kjölfar afsagnar Guðmundar Árna Stefánssonar og gera verður ráð fyrir að mikið rót sé á kjósendum vegna þess. En þó er ljóst að kjósendur refsa Alþýðu- flokknum harðlega, enda töldu nánast allir afsögn hans rétta, eins og fram kemur annars staðar. En þeir telja síður en svo ástæðu til að draga samstarfsflokkinn til ábyrgð- ar. Sjálfstæðismenn bæta miklu við sig Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig miklu fylgi en 49,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Þegar talið var upp úr kjörkössunum við síðustu alþingis- kosningar fékk flokkurinn 38,6 pró- sent atkvæða þannig að fylgisaukn- ingin nemur meira en tíu prósent- um. Hún er töluvert meiri ef miðað er við könnun MORGUNPÓSTSINS um miðjan október síðastliðinn en þá mældist fýlgið 34,7 prósent. Flokkurinn hefur nú 26 þing- menn en þeir yrðu 32 talsins ef nið- urstöður könnunarinnar gengju eft- ir. Það þýðir að sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta á Alþingi. Það er því ljóst að staða Sjálfstæðis- flokksins er afar sterk um þessar mundir og mál félagsmálaráðherr- ans hafa alls ekki skaðað flokkinn. Vaxandi fylgi við ríkisstjórnina tengist greinilega þessari fylgisaukn- ingu flokksins en Alþýðuflokkurinn á vart nokkurn þátt í henni. Alþýðuflokkurinn í sögulegu lágmarki Ekki er hægt að túlka fylgisleysi Alþýðuflokksins á annan veg en þann að flokkurinn sé rúinn trausti kjósenda, eftir allt sem á undan er gengið. 4,8 prósent þeirra, sem tóku afstöðu, sögðust ætla að kjósa flokk- inn á móts við 15,5 prósenta fylgi í kosningunum 1991. Þetta þýðir að þingmönnum flokksins myndi fækka úr tíu í þrjá og flokkurinn yrði sá minnsti á þingi. Þingmanna- fjöldinn næði ekki tíunda hluta þig- gstyrkur Að ofan sést hvernig þingsæti skiptust á milli flokkanna miðað við niðurstöðu skoðanakönnunarinnar. Innan svigans er raunveruleg tala þingmanna hvers flokks, en innst gefur að lita stuðninginn, sem að baki liggur. manna Sjálfstæðisflokksins. Fylgið við Jóhönnu er nú farið að mælast nokkuð stöðugt en er þó heldur minna en fýrir nokkrum vik- um. 13,7 prósent lýstu stuðningi við ffamboð hennar í könnuninni sem tryggir átta þingmenn. I síðustu könnun fékk Jóhanna 16,5 prósent sem hefði gefið tíu þingmenn. Al- þýðuflokkurinn er í þeirri stöðu að vera krataframboð númer tvö á eftir Jóhönnu og mikið virðist þurfa að gerast til að breyta því. Allaballar og Fram- sókn tapa talsverðu Sjálfstæðisflokkurinn virðist vinna fýlgi ffá öllum flokkum. Al- þýðubandalagið tapar töluverðu fýlgi hvort sem miðað er við síðustu könnun eða kosningarnar 1991. Það mælist nú 9,2 prósent sem myndi skila floklcnum sex þingmönnum. 1 október var það 14,2 prósent og 14,4 í kosningnum. Alþýðubandalagið yrði að sjá eftir þriðjungi þing- manna sinna en þeir eru nú níu tals- ins. Fylgistap Framsóknarflokksins er ekld ósvipað en flolckurinn nær þó aftur fýrri stöðu sem næst stærsti flolckurinn vegna fýlgistaps Jó- hönnu. Hann fengi 14,8 prósent at- kvæða, ef gengið yrði til kosninga nú en kjörfýlgið í síðustu kosning- um var 18,9 prósent. Könnun blaðs- ins í október sýndi fram á þetta fýlg- istap sem staðfestist nú en þá sögð- ust 15,6 prósent að þeir myndu kjósa flokkinn. Kvennalistinn nálægt kosningafylginu Fylgi við Kvennalistann í skoð- anakönnunum hefúr jafht og þétt verið að dala á undanförnum mán- uðum. Nú er stuðningurinn nálægt kjörfýlginu fýrir fjórum árum, eða 8,1 prósent á móti 8,3 prósentum þá. I október mældist fýlgið 10,4 pró- sent í könnun MORGUNPÓSTSINS þannig að Kvennalistinn tapar fimmtungi síns fylgis miðað við hana. Þingkonurnar yrðu jafnmarg- ar og þær eru nú, fimm talsins. Þetta eru athyglisverðar niðurstöð- ur í ljósi þess að landsþing Kvenna- listans var haldið um helgina. Tæpur fjórðungur óákveðmn Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Framkvæmdin var þannig að hringt var í slembiúrtak úr síma- skránni og var svarendum skipt jafnt á milli kynja og einnig milii landsbyggðarinnar og höfuðborgar- svæðisins. Athygli vekur hve margir eru óákveðnir, eða tæpur fjórðung- ur úrtaksins. Þar við bætist að 9,7 prósent neituðu að svara og 12,2 prósent höfðu enga skoðun. Þá segjast 4 prósent ætla að skila auðu, sem er talsvert hátt hlutfall, sem skýrist væntanlega af umræðunni um siðspillingu í íslenskum stjórn- málum. Raunar er freistandi að túlka niðurstöður könnunarinnar í heild út ffá því og þeirri staðreynd að hún er gerð strax í kjölfar afsagn- ar félagsmálaráðherrans. Það mál virðist hafa komið mildu róti á kjós- endur. -SG Ríkisstjórnin enn í minnihluta Stjómin eykur fýlgi sitl 1 skoðanakönnun MORGUN- PÓSTSINS kemur fram að 48,1 pró- sent þeirra sem afstöðu tóku eru fýlgjandi ríkisstjórninni en 51,9 prósent eru henni andvígir. I heildina sögðust 36,6 prósent vera fýlgjandi stjórninni en 39,5 pró- sent voru henni andvígir. Óálcveðnir voru 17 prósent, 4 pró- sent höfðu eklci skoðun og 2,8 pró- sent neituðu að svara. Stuðnings- mönnum ríkisstjórnarinnar held- ur því áfram að fjölga þótt enn sé meirihluti þjóðarinnar andvígur henni. Allir stuðningsmenn Alþýðu- flokksins voru fylgismenn stjórn- arsamstarfsins en hjá Sjálfstæðis- flokknum voru 77,4 prósent fýlgj- Ertufylgandi eða andvígur ríkisstjóminni? andi en 9,5 prósent andvígir. Hjá Framsóknarflokki og Alþýðu- bandalagi fannst enginn stuðn- ingsmaður stjórnarinnar. Einarð- astir í andstöðunni voru stuðn- ingsmenn Alþýðubandalagsins en þeir voru aflir andvígir stjórninni. Hjá Framsóknarflokknum voru 92,9 prósent andvígir stjórninni en afgangurinn óákveðinn. Meðal stuðningsmanna Kvennalistans voru 23,8 prósent fýlgjandi stjórn- inni en 76,2 prósent andvígir. Hjá stuðningsmönnum JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR voru 7,5 pró- sent fýlgjandi og 62,5 prósent and- vígir. Hlutfall óákveðinna var hæst hjá stuðningsmönnum hennar. Hjá þeim sem voru óákveðnir um hvaða flokk þeir ætla að kjósa, skila auðu eða svara ekki, voru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í miklum minnihluta. -pj ■ Jóhanna veltirfyrir sér hvar baráttusœtið hennar sé ■ Gerbreytt staða í Reykjanesi Er munur á Birni Önundarsyni og Sturlu Kristjánssyni? ■ Sigrúnfoxill út afyfirlýsingu Ingibjargar Jl ramboðsmál JóHönnu SlGURÐAR- Dóttir hafa verið nokkuð í lausu lofti að undanförnu en í næstu viku er reiknað með að hún tilkynni formlega um stofnun nýrra stjórn- málasamtaka. Menn hafa reiknað með að hún myndi leiða lista sam- takanna í Reykjavík en elcki er víst að af því verði. Sjálf hefur hún viðr- að þær hugmyndir að hún settist í baráttu- sæti listans og hefur nefnt 3. eða 4. sætið í því sambandi. Hennar helstu stuðnings- menn hafa tekið dræmt í þá hug- mynd og telja vænlegra að hún leiði listann í stærsta kjördæmi landsins... Ko osningaslagurinn í Reykjanesi gæti orðið athyglis- verður. Guðmundur árni Stefánsson hef- ur þegar tilkynnt að hann ætli í framboð og stefnir á efsta sæti listans. Fullvíst er að ÁGÚST Einarsson pró- fessor leiði lista Jó- HÖNNU SlGURÐAR- DÓTTUR í kjör- dæminu. Nýir aðilar munu leiða lista Framsóknarflokks og Kvennafista í komandi kosningum. I síðustu kosn- ingum fékk Sjálfstæðis- flokkurinn fimm þing- menn og Alþýðuflokkur þrjá en hinir flokkarnir þrír fengu einn hver. í komandi kosningum Qölgar þingmönnum um einn þar sem eitt þingsæti flyst frá Norðurlandi eystra til Reykjaness og verða því 12 þing- menn íkjördæminu. Til þess að tryggja ör- uggt þingsæti þurfti í síðustu kosningum 2268 atkvæði en Al- þýðuflokkurinn átti ellefta þing- mann kjördæmisins sem kom inn sem jöfnunarsæti með 2223 atkvæði á bak við sig. ó, 'l.AI UR RAGNAR GrImsson hefur gagn- rýnt Guðmund Árna { Stefánsson harkalega, meðal annars fýrir að fara ekki eftir áliti ríkislögmanns vegna starfsloka Biörns Önundar- sonar. Því hafa stuðningsmenn Guð- mundar Árna rifjað upp samskipti Ólafs Ragnars við ríkislögmann. Eins og menn muna var Sturla Krist- jánsson rekinn sem fræðslustjóri á Norðurlandi eystra. Hann fór í skaðabótamál og undirréttur dæmdi honum 800 þúsund króna bætur. Ríkislögmaður undi ekki niðurstöð- unni og áfrýjaði til Hæstaréttar. Árið 1988 þegar Ólafúr Ragnar fjármálaráðhcrra ákvað hann hins vegar, þvert á vilja rík- islögmanns, að taka málið úr Hæstarétti og greiða Sturlu 1,5 milljónir króna í bætur eða mun hærri upphæð en undirréttur hafði áður dæmt... Oigrún Magnúsdóttir brást ókvæða við þeirri yfirlýsingu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, borg- arstjóra, að Helga PéTURSSYNI bæri að sitja áfram í nefndum og ráðum á vegum R-listans, þrátt fyrir úrsögn úr Framsóknarflokknum. Með þessu gekk borgarstjórinn þvert á skoðun Sigrúnar, sem og Halldórs ÁsgrIms- sonar, formanns Framsóknarflokks- ins, en þar á bæ þótti mönnum sem „kvóti“ Framsóknarmanna í borgar- apparatinu hefði minnkað að ófýrir- synju. Kvað svo rammt að reiði Sig-( rúnar að hún mun hafa hellt séryfir borgarstjórann simleiðis, sem létsérþófátt um finnast...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.