Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 24.JANÚ 1973 — 54. ARG.-19.TBL. FRAMTÍÐ HAFNAR- INNAR VELTUR Á ÞVÍ HVORT HRAUNIÐ LOKAR HENNIEÐA EKKI Þegar giftusamleg björgun Vestmannaeyinga til megin- landsins var oröin staöreynd, fóru áhyggjur manna aö beinast að framtfö Vestmannaeyja, sem verstöðvar, en eins og hvert mannsbarn veit eru Vest- mannaeyjar stærsta verstöð landsins. Langvarandi eldsumbrot á eyjunum geta orsakað það, að öll framleiðsla þessa afkasta- mikla byggðarlags getur lagzt niður um ófyrirsjáanlega fram- tið. Yrði slikt ekki aðeins stór- fellt efnahagslegt tjón fyrir Vestmannaeyinga sjálfa, heldur fyrir alla þjóðina. Veltur framtið byggðar i Vest- mannaeyjum mikið á þvi, hvort hraun nær að mynda garð framan við höfnina þar, og loka henni alveg. Slikt yrði kannski dauðadómurinn, þvi um önnur hafnarstæði er ekki að ræða. „Þetta alvarlega ástand hefur að sjálfsögðu verið rætt innan sjávarútvegsins i dag, og ég veit að sjávarútvegsráðherra er með ýmislegt i bigerð. Við vonum auðvitað allir heilshugar að ekki þurfi þarna á einu bretti að afskrifa 5000 manna fiski- bæ”, sagði Már Eliasson fiski- málastjóri i stuttu viðtali við blaðið i gær. Rikisstjórnin ræddi þetta mál á fundi sinum i gær og tók þá ákvörðun að skipa fimm manna nefnd til að rannsaka hvaða afleiðingar eldgosið getur haft á efnahagslega afkomu þjóðar- innar, og hvaða ráða megi gripa til, „Það þarf ekki að fjölyrða um það, hverjum stoðum er kippt undan efnahagsgrundvelli þjóðarbúsins, ef Vestmanna- eyjar og atvinnulif þar leggst i auðn. Er vandséð nú, með hverjum ráðum úr yrði bætt. Til þess aðeins að gera sér í hugar- lund, hve hér er um stórvægi- legan atburð að ræða, má t.d. nefna það, að flutningur fimm þúsund Vestmannaeyinga til meginlandsins mundi samsvara þvi að fimm milljónir Banda- rikjamanna þyrfti að flytja til með hliðstæðum hætti”. Þannig mælti forsætisráðherra ólafur Jóhannesson i ávarpi til þjóðar- innar i gærkvöldi. Til að sýna mikilvægi Vest- mannaeyja sem verstöðvar má nefna að árið 1971 var þar landað 17% alls þess afla sem landað var innanlands það árið. Verðmæti hinna fimm stóru frystihúsa i Vestmannaeyjum hefur árlega numið milljörðum króna. Þá hefur þar veriö mikil- vægasta verstöð fyrir loðnuskip. Var áætlað að 25—30% alls loðnuafla komandi vertiðar yrði landað i Vestmannaeyjum, og flestum er kunnugt hverjar vonir voru bundnar við komandi loðnuvertið. „Komandi vertið er okkur glötuð jafnt á loðnu sem þorski” sagði skipstjóri einn við glaða- mann Alþýðublaðsins I gær. Vist er að fleiri skipstjórnarmenn i Eyjum eru á sama máli, þvi ef eldsumbrotum linnir ekki fljót- lega verður erfitt að koma hinum stóra flota Vestmanna- eyinga, fyrir i öðrum ver- stöðvum. Og takist það, verður tjónið samt stórfellt. Af þessu má sjá, að náttúru- öflin hafa enn aukið á óvissuna um framtið islenzks efna- hagslifs. Voru vandræðin vist næg fyrir. Kæla hraunið með vatni bægja flóðinu frá byggð Alþýðublaðið sneri sér til Þor- leifs Einarssonar, jaröfræðings, i gær og spurði hann um eldgos- ið á Heimaey. Sagði hann, að nú væru stadd- ir i Vestmannaeyjum prófessor- arnir Trausti Einarsson og Þor- björn Sigurgeirsson, og Leó Kristjánsson jarðeðlisfræðing- ur. Erindi þeirra væri meðal annars að kanna aðstæður til að kæla hraunið niður, með þvi að dæla á það köldum sjó, ef rennsli þess tæki þá stefnu, sem ógnaði byggðinni i Eyjum. Reynslan hefur sýnt, að gíóandi hraun er „hrætt” við vatn. Við nálægð eða snertingu við kulda vatnsins, kólnar jaðarinn og stifnar. Myndast þannig fyrir staða fyrir lapþunnt rennslið, sem leitar framrásar þangað, sem fyrirstaða er engin eða a.m.k.. minni. Ef gosvirknin dregur sig inn að miðju sprung- unnar, eins og reynslan af sprungugosum bendir til, myndi hraunið i þessu gosi renna til austurs og valda litlu tjóni. Ef svo fer hins vegar, að rennslið leitaði til vesturs, er hætta á ferðum. Þá kæmi til greina að reyna kælingu með sjó, til að hefta það eða breyta stefnu þess. Mætti helzt hugsa sér að nota kraftmiklar dælur. Virðist vera fræðilegur möguleiki á þessari tilraun, hvernig sem hún kann að gefast. 1 dag er áformað að fara með jarðskjálftamæla út i Eyjar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.