Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 9
Iþróttir 2 HEIMAUÐIN ERU FLEST MIKLU SIGURSTRANGLEGRI í LEIKJUM YFIRSTANDANDI GETRAUNAVIKU Aöeins 9 leikir af 12 á síðasta getraunaseöli voru leiknir og komu úrslit sumra þeirra á óvart, enda var frammistaöa spámanna blaðanna vægast sagt siök. Sunday Times stóö sig bezt með 5 rétta, en næst kom Alþýðublaðiö með 4 rétta. t>á kom Visir og Suðurnesjatiöindi ásamt 5 enskum blöðum með 3 rétta. Timinn ásamt tveim enskum var með 2 rétta, en Morgunblaðið rak lestina að þessu sinni með I leik rétt- an. Það vakti athygii, að Liverpool tapaði nú fyrsta stiginu á heimavelli, þar sem liðið gerði þar jafntefli við Derby, meistarana frá i fyrra. Liverpool hefur þrátt fyrir það örugga forystu i 1. deild með 41 stig, eða tvö stig umfram Arsenal, sem vann Chelsea á Stamford Bridge. Leeds, sem sigraði Norwich á útivelli er enn i 3ja sæti meö 37 stig. Ipswich vann óvæntan sigur yfir Tottenham á White Hart Lane, er i 4. sæti mcö 35 stig. Fjögur efstu liðin eru þvf i nokkrum sérflokki, þvi I 5-6 sæti eru Derby og Newcastle með 30 stig, en Newcastle vann góðan sigur yfir Crystai Pal. á St. James Park. Man. Utd. er enn á botninum, þrátt fyrir það, að liðinu tækist að krækja sér I annað stig gegn West Ham á Old Trafford, en Crystal Pal. er með sömu stigatölu, 18 stig. Eru því bæði þessi lið i alvarlegri fallhættu. Sömu sögu má raunar segja um WBA og Birmingham, sem eru bæði með 19 stig. Sennilegt er, að eitthvert þessara fjögurra liða falli i 2. deild. Næsti seðill, sem er nr. 4 er ekki sérlega erfiður við fyrstu sýn, þótt að sjálfsögðu sé erfitt að segja fyrir um slíkt. Við skuium þá snúa okkur að spánni: ARSENAL — NEWCASTLE 1 Arsenal er enn i 2. sæti með 39 stig, eftir góðan sigur yfir Chelsea á Stamford Bridge um s.l. helgi, en Newcastle er i 5-6 sæti með 30 stig. Leikmenn Arsenal hyggja án efa á hefndir eftir tapið fyrir Newcastle á St. James Park fyrr i vetur og er spá min þvi sigur fyrir Arsenal. COVENTRY — MAN.UTD 1 Þótt Man. Utd. hafi tekizt að krækja sér i dýrmæt stig um s.l. helgi gegn West Ham, er ég efins i þvi, að liöinu takist það aftur um næstu helgi i viðureigninni við Coventry á Haighfield Road. Man.Utd. er enn á botninum með 18 stig, en Coventry er* um miðju i deildinni með 26 stig. Þetta er nokkuð erfiður leikur, en spá min er heimasigur. CRYSTAL PAL. — TOTTENHAM 1 Það er athyglisvert, að siðan C.Pal. kom i 1. deild fyrir einum þrem til fjórum árum hefur liðinu aldrei tekizt að sigra Lundúnaliði deildarkeppninni. Nú vill svo til, að þessi lið eru bæði frá London og hver veit nema C.Pal. takist að vinna þennan leik. Tottenham tapaði um s.l. helgi á heima- velli, en C.Pal. tapaði i útileik gegn Newcastle. Jafntefli eða heimasigur koma helzt til greina að þessu sinni og spá min er heimasigur. í KVÖLD LÝKUR FYRRI UMFERÐ - OG SÚ SEINNI HEFST t kvöid fara fram tveirleikiri l.deild tslandsmótsins I handknattleik. Fyrri leikurinn ermilli Vals og Hauka, og sá siðari milli Vikings og KR. Leikirnir hefjast I Laugar- dalshöllinni á venjulegum tima i kvöid, klukkan 20,15. Fyrri leikurinn er merkilegur fyrir þær sakir, að hann er síðasti leikur fyrri umferðar mótsins. Slðari leikurinn er jafnframt merkur, fyrir þær sakir að hann er fyrsti leikur siðari umferðarinnar. Ef að likum lætur, endar fyrri leikurinn með sigri Vals. Valsmenn eru til alls liklegir eftir glæsilegan sigur yfir FH á dögunum, og þeir hyggja eflaust á tvöfaldan sigur gegn Hafnarfjarðarliðunum. Seinni leikurinn gæti orðið tvisýnni, þvi þar eru á ferð- inni lið sem eiga misjafna leiki. Þó verður frekar aö reikna með sigri Vikings. Myndin er frá leik Fram og tR á dögunum, og sýnir hvar Brynjólfur Markússon hefur naumlega misst af knettinum. En hann hefur ekki gefist upp, og þvi likjast tilburðir hans helzt sundkappa sem er að stinga sér til sunds — SS. DERBY — WBA 1 Þótt meistararnir frá i fyrra hafi endanlega tapað af möguleikanum á þvi að verja titilinn, hefur liðið staðið sig þokkalega að undanförnu og varð fyrst liða til að ná stigi af Liverpool á Anfield Road. WBA er nálægt botninum og þvi i verulegri fallhættu, en hætt er við að staða þess batni ekki um næstu helgi, þvi Derby ætti að vinna þennan leik. Spá min er sigur fyrir Derby. EVERTON — LEICESTER 1 Everton má muna sinn fifil fegri, þvi liðið er nú'i 14. sæti með 24 stig, en Leicester er enn neðar, eða i 17. sæti með 21 stig. 1 fyrri leik liðanna á Filbert Street i Leicester fór Everton með sigur af hólmi og trú min er sú, að aftur verði það Everton sem hirði bæði stigin á Goodison Park á laugardaginn. IPSWICH — SOUTIIAMTON 1 Ipswich hefur gengið vel i vetur, þvi liðið er nú i 4. sæti með 35 stig og tókst að sigra Tottenham um s.l. helgi á White Hart Lane. Southamton gerði jafntefli við Sheff. Utd. um s.l. helgi og er nú i 7. sæti með 27 stig. Þetta er að minu viti, einn af öruggum leikjum á þessum seðli og á ég þá auð- vitað við sigur fyrir Ipswich. Leeds-Stoke 1 Þá fáum við aftur leik þar sem úrslitin ættu að vera nokk uð örugg. Ég held að fáir efist um að Leeds, sem nú er i 3ja sæti með 37 stig, vinni Stoke, sem ekki hefur staðið slaklega i vetur þó sérstaklega á útivelli. Spá min er þvi sigur fyrir Leeds. Man. City-Birmingham 1 Frammistáða Man. City hefur verið lakari i vetur, en bú- ist var við, þar sem liðið er ekki nema um miðju i deildinni með 25 stig. Birmingham er sömuleiðis neðarlega á lista, eða i 19—20 sæti með 19 stig. Man. City ætti þvi ekki að verða skotaskuld úr þvi að vinna þennan leik og spá min er þvi heimasigur. Sheff. Utd.-Norwich 1 Þessi lið hafa náð mjög áþekkum árangri i vetur, þar sem Sheff . Utd. er með 22 stig, eða stigi minna, en Norwich, sem hefur orðið 23 stig. Það ætti þvi að geta orðið um jafna viðureign, þegar liðin mætast á Bramall Lane á laugardag- inn. En þar sem árangur Norwich á útivelli hefur veriö slakur i vetur, set ég traust mitt á heimaliðið og spái Sheff. Utd. sigri. West Ilam-Chelsea 1 Það má búast við jafnri viðureign, þegar nágranna liðin West Ham og Chelsea mætast á Upton Park á laugardaginn. Chelsea tapaði fyrir Arsenal á heimavelli um s.l. helgi, en West Ham gerði jafntefli við Man. Utd. á Old Trafford. Chelsea tapaði fyrir West Ham á Stamford Bridge fyrr i vetur og er þvi ekki úr vegi að ætla að West Ham vinni aftur að þessu sinni. Wolves-Liverpool X Þá fáum við erfiðan leik. Liverpool er sem kunnugt er i 1. sæti með 41 stig, en Úlfarnir eru i 8—12 sæti með 26 stig. At- hyglisvert er, að Úlfarnir hafa tapað 5 leikjum á heimavelli, en gert aðeins eitt jafntefli þar. Það má þvi búast við að Úlfarnir leggi áherzlu á varnar- leikinn að þessu sinni og þvi ekki verra, en hvað annað, að reikna með jafntefli i þessum leik. Q.P.R.-Burnley X. Þetta er án efa einn erfiðasti leikurinn á seðlinum að þessu sinni, þar sem hér eigast við þau lið, sem að margra áliti eru talin likleg til að taka sæti i 1. deild á næsta keppnistimabili. Burnley hefur örugga forystu i 2. deild og hefur ekki tapað leik á útivelli, og QPR fylgir fast á eftir með ágætan árangur á heimavelli. Allir möguleikar eru fyrir hendi i sambandi við þennan leik. En jafntefli finnst mér þó koma helzttil greina. Miðvikudagur 24. janúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.