Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. HAMFARIRNAR Um klukkan 2 s.l. nótt hófst eldgos i Heimaey, skammt frá kaupstaðnum i Vestmannaey.ium. Sprunga kom i jarðskorpuna á eynni austan- verðri og þegar þetta er skrifað er sprungan orðinu.þ.b. tveggja kilómetra löng og þar vellur hraun úr meira en 50 gigum, en eldsúlurnar teygja sig til himins. Ógnþrungin sjón og skelfi- leg hefur þvi mætt augum Vestmannaeyinga, þegar þeir kvöddu heimkynni sin i nótt á flótta undan eldsumbrotunum. Það gengur kraftaverki næst, að á aðeins tæp- um fimm klukkutimum skyldi vera hægt að forða nær öllum ibúum kaupstaðarins upp á land i öruggt skjól. í áætlun, sem gerð hafði ver- ið um brottflutning fólks frá Vestmannaeyjum undir svipuðum kringumstæðum,var talið, að ekki væri hægt að rýma kaupstaðinn á öllu skemmri tima en 15 stundum. Það tókst hins vegar á aðeins þriðjungi hins áætlaða tima. Til- tölulega hagstætt veðurfar á þar áreiðanlega sinn hlut að máli, en án efa eiga þó björgunar- sveitirnar og skipuleggjendur björgunarstarfs- ins þar mestan heiðurinn af. Þar er um að ræða afreksverk og er björgun fólksins frá Vest- mannaeyjum mikill sigur fyrir Almannavarn- irnar og aðra þá aðila, sem með stjórn einstakra þátta starfsins fóru. Að ógleymdum hlut Vest- mannaeyinga sjálfra, sem sýndu mikla stillingu og rólyndi þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður. öll þjóðin hefur fylgst mjög náið með atburð- unum i Eyjum og hugurinn hefur fyrst og fremst snúizt um mannslifin, sem i hættu voru. Allir ís- lendingar fögnuðu þegar fréttist, að ekkert manntjón hefði orðið i hamförunum. Mannslifin skipta mestu máli og til allrar hamingju björg- uðust allir heilir á lifi og limum. En eignatjónið hefur sjálfsagt nú þegar orðið töluvert og geysimikil verðmæti eru i hættu ef gosið stendur eitthvað lengur. Alþýðublaðið hvetur landsmenn alla til þess að styðja og styrkja Vestmannaeyinga einnig að þvi leytinu til þvi fólkið, sem neyddist til þess að flýja heim- ili sin, varð að skilja eftir bróðurpartinn af af- rakstri starfa sinna um ár og áratugi. Þessi verðmæti fólksins eru nú i hættu og svo mikið fé hafa Vestmannaeyingar lagt þjóðarbúinu til með einum eða öðrum hætti, að þeir eiga marg- faldlega skilið að eftir þeim sé munað, þegar jafn'stórkostleg áföll dynja yfir þá og orðin eru eða hætt er við að verði. ísland er eldfjallaland. 1 iðrum þess er falin griðarmikil orka, sem við bindum miklar vonir við að eigi eftir að færa þjóðinni rikulegan feng á komandi árum. En þessi orka er óhamin og hana er ekki hægt að hemja. Stundum á hún það til að sýna okkur hina hliðina á sér, — þann svip, sem engin tækni fær tamið og margt fólk á jarðriki óttast meira en flest annað. Þá rifjast það upp fyrir okkur, að ísland er land, sem þarf dug og kjark til þess að byggja, áræði og djörf- ung til þess að nýta. Þessir kostir hafa ávallt þótt einkenna Vestmannaeyinga i störfum þeirra við að nýta gæði landsins til hags og heilla fyrir þjóðina. Þeir sömu kostir prýddu Vestmannaeyinga einnig þegar landið snerist gegn þeim. lalþýðu HVER Á AH BIBIAST AFSOKUHAR? HANNES PÁLSSON SVARAR ALÞÝÐUBLAÐINU Athugasemdir við skrif Alþýðu- blaðsins um Guðmund í. Guð- mundsson Ég biðst ekki afsökunar á neinu þvi, sem ég hefi sagt i blaðavið- tali um viðbrögð Guðmundar I. Guðmundssonar ambassadors við beiðni sendinefndar íslands hjá S.Þ. um aðstoð i landhelgis- málinu á siðasta Allsherjarþingi, — get þvi ekki orðið við áskorun Alþýðublaðsins þar að lútandi. i staðinn legg ég hér með sönnun- argögnin á borðið. Mega svo les- endur dæma um það hverjir séu „rógberar og lygarar”, og hversu ómerkileg „kjaftasagan” sé — svo notaðar séu einkunnirnar, sem gefnar voru i ritstjórnar- grein Alþýðublaðsins sl. laugar dag. Tilefnið er viðtal sem dagbl. Timinn átti við mig hinn 13. þ.m. um störf 27. Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna. Þar er vikið að Guðmundi 1. Guðmundssyni am- bassabor á einum stað, þegar sagt er frá þvi er Haraldur Kroyer sendiherra hringdi tilhans i samráði við aðra fulltrúa i sendinefndinni, þegar menn ótt- uðust að Rússar og Bandarikja- menn ætluðu að sameinast um breytingartillögu við landhelgis- tillöguna frægu, sem við þóttumst þurfa öllu til að kosta að fengist samþykkt. Málsgreinin sem Guðmund varðar er þannig: „Var talið eðlilegt að byrja á þvi að hafa samband við sendi- herra okkar i Washington, Guð- mund t. Guðmundsson, og biðja hann að beita áhrifum sinum til að reyna að koma i veg fyrir, — i viðræðum við fulltrúa rikisstjórn- ar Bandarikjanna I Washington, að Bandarikin héidu áfram upp- teknum hætti i málinu. Guðmundur t. Guðmundsson svaraði þvi til, að hann væri þvi miður upptekinn og gæti ekki sinnt þessu máli. Hann þyrfti að fara i jarðarför og siðan ætláði hann i heimsókn til einhvers konsúis i Texas. Hann mátti ekki vera að þvi að veita okkur iið i þessu máli...” Raunar má segja að frásögnin sé staðfest efnislega i Alþýðu- blaðsfréttinni 19. þ.m. en þar er endursagt viðtal blaðsins við Harald Kroyer ambassador. — 1 þvi viðtali túlkar blaðamaðúr Alþýðúblaðsins fyrrnefndar annir Guðmundar 1. Guðmundssonar á þá lund að hann hafi neitað að verða við tilmælum sendi- nefndarinnar. Blaðamaðurinn spurði sem sagt Harald Kroyer hvort Guðmundur 1. Guðmunds- son hefði neitað að sinna störfum varðandi tillögu þessa, og svaraði Kroyer þá vitaskuld að það væri ekki rétt.Otfrá þessarar niðurst, túlkunar sinnar spinnur blaða- maðurinn siðan ásakanir sinar i minn garð um „hrakalega og til- hæfulausa árás á mætan fulltrúa Islands og um bein ósannindi”, — og ritstjóri blaðsins smiðar siðan leiðara úr sömu forsendum og kallar „rógherferð gegn utan- rikisþjónustunni”. Til þess að enginn þurfi nú að efast um að ég segi satt i fyrr- nefndu viðtali fylgir hér á eftir vitnisburður samstarfsmanna minna i sendinefndinni, þeirra Ellerts Schram, Jónasar Arna- sonar, og embættismannanna Gunnars G. Schram fasta fulltrúa hjá S.Þ. Ivars Guðmundssonar ræðismanns og Haraldar Kroyer ambassadors; sem allir voru við- staddir þegar umrætt samtal fór fram: Frá Ellert Schram og Jónasi Arnasyni: Að gefnu tilefni skal það hér mcð staðfest, að eftirfarandi um- mæli, sem höfðvoru eftir Hannesi Pálssyni, i viðtali við Timann 13. jan. si. eru i samræmi við þær upplýsingar, sem fram komu á fundi islenzku scndinefndarinnar hjá S.Þ. að loknu samtali Harald- ar Kroycr sendiherra við Guð- mund I. Guðmundsson sendi- herra i Washington. Ummælin sem við er átt eru þessi: Guðmundur t. Guðmundsson svaraði þvi til að hann væri þvi miður upptekinn, og gæti ekki sinnt þessu máli. Hann þyrfti að vera i jarðarför og siðan ætiaði hann i heimsókn til einhvers konsúls i Texas. Hann mátti þvi ekki vera að þvi að veita okkur lið i þessu máli. Þetta staðfestist hér með. Reykjavik, 20. jan. 1973 Ellert B. Schram, Jónas Arnason. Frá Gunnari G. Schram og ívari Guðmundssyni: Vegna fyrirspurna skal stað fest að sendinefndinni hjá S.Þ, bárust þau svör frá sendiráðinu i Washington, við tilmælum um að- gjörðir vegna auðlindatillögu ts- lands, sem greint er frá i viðtali við Hannes Pálsson i Timanum 13. janúar sl. New York 19. jan. 1973 Gunnar G. Schram ivar Guðmundsson. (Ljósrit af skeyti) Frá Haraldi Kroyer ambassador til Hannesar Pálssonar: t simtali við mig, 17. janúar, spurði fréttamaður Alþýðublaðs- Framhald á bls. 10 FLOKKSSTARFIÐ KONUR HAFNARFIRÐI Kvenfélag Alþýðuflokksins i Hafnarfirði lteldur fund i kvöld 24. janúar, kl. 8,30 e.h. í Alþýðiihúsinu i Hafnarfirði. Fundarefni: 1. Kjartan Jóhannsson ræðir bæjarmálin. 2. Rósa Jónasdóttir, snyrtisérfræðingur, annast snyrtisýningu og fræðsiu. 3. Upplestur, myndasýning og kaffidrykkja. Stjórnin FULLTRUARÁÐ REYKJAVÍK Fundur verður haldinn i Fulltrúaráði Al- þýðuflokksfélaganna i Reykjavik n.k. fimmtu- dag, 25. janúar, i Ingólfscafé og hefst fundurinn kl. 20,30. Fundarefni: 1. Lagabreytingar. 2. Hvert stefnir stjórnin? Benedikt Gröndal, varaformaður Alþýðuflokksins, hefur framsögu. STJÖRNIN ALÞÝDUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR AUGLÝSIR VIÐTALSTIMAR ÞINGMANNA OG BORGARFULLTRÚA ALÞÝÐUFLOKKSINS Stjórn Alþýðuflokksfélags Heykjavikur hefur ákveðið að gang- ast fyrir því, að Reykvikingum gefist tækifæri á að hitta að máli þingmenn Alþýðuflokksins úr Keykjavík og borgarfulltrúa. 1 þeim tilgangi mun stjórnin auglýsa viðtalstima reglulega hvern fimmtudag á timabilinu frá kl. 5 til 7 e.h., þar sem hinir kjörnu fulltrúar Reykvikinga úr Alþýðuflokknum skiptast á um að vera til viðtals. Viðtalstimarnir verða haldnir á skrifstofu Alþýðu- flokksins, Hvcrfisgötu 8—10. Fimmtudaginn 25. janúar n.k. verður það Gyifi Þ. Gfslason, alþm. og formaður Alþýðuflokksins, sem verður til viðtals á flokksskrifstofunum. Viðtalstiminn er frá kl. 5—7 e.h. og vilji fólk frekar nota símann en koma sjálft, þá er sfmanúmerið 1-50-20. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur Gylfi Þ. Gislason Miðvikudagur 24. janúar 1973 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.