Alþýðublaðið - 19.03.1977, Síða 7

Alþýðublaðið - 19.03.1977, Síða 7
æ- Laugardagur 19. marz 1977 7 Ferkantaðir tómatar og bananar með rennilás Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi fagnaðarhróp frá einum af fjölmörgum framfarasinnuðum lesendum sínum, sem bersýni- lega hefur fylgst vel með tækni- nýjungum i landbúnaöi: „Alveg finnst mér það stór- kostlegt, að það skuli hafa tekizt að framleiða ferkantaða tóm- ata, sem ekki er eins hætt við aö kremjist i flutningum. Þeim i útlandinu hefur þegar tekist að framleiða eggjapylsur, en mér er spurn: Hefði ekki verið auð- veldara að láta hænurnar verpa eggjum með skrúfuðu loki? Svo hljóta menn að geta rækt- aö banana með rennilás og tvi- bökur með tveim efripörtum, eöa hvað? Og hvers vegna I ósköpunum eru garðyrkjubændur aö rækta agúrkur i svona óþægilegri lög- un? Þær færu betur i tösku fer- kantaðar. Og salatið, hvers vegna er það ræktað svona und- ið og krullað? Það ætti að rækt- ast i sléttum og meðfærilegum bunka, eins og spil i stokki eða umslög. Og hvers vegna þarf maöur alltaf að gráta eins og rassskelltur i hvert sinn sem maður sker lauk? Hann ætti að vera sætur. Við verðum aö horfast i augu við staðreyndirnar. Náttúran er gjörsamlega ófær um að gegna hlutverki sinu I nútima þjóðfé- lagi. Við verðum annað hvort að leggja hana niður — eða breyta henni svo aö hún sé I takti við timann. Og meöan við erum aö þessu: Hvers vegna er manneskjan aö væflast um með tvo fætur. Af hverju er hún ekki með hjól...? Teknikus F ramhaldssagan F órnar- lambið ingum. Hvers vegna heldurðu, að Eva sé svona hrifin af Morston? Vegna þess, að það borgar sig! Hvers vegna hafnaði hún mér? Vegna þess, að ég borga mig ekki! — Finnst þér það mjög leitt? — A sinum tima þótti mér það. Ég var nógu ungur til að eiga sjálfsblekkingar... eins og þú, barniö mitt. — Enþújafnaöirþig?Þúóskar þó ekki, að þú værir trúlofaður Evu en ekki mér? — Hamingjan hjálpi mér, nei! Ég vildi ekki skipta á þér og nokkurriannarri, skrýtna stelpan min! Það er eitthvaö við þig... ég veit ekki hvað.... sem lætur mig óska.... Hann áttaði sig i tima, þvi að hann hafði næstum sagt: Að ég gæti elskað þig! — Óska hvers, Sebastlan? — Að þú værir tuttugu og eins og gætir dregið mig strax aö altarinu. 13. kafli — Jæja, svo aö Sebastian ætlar aö koma i kvöld? spuröi Linda Kelling og brosti efagjörn. — Drúsilla á vist von á honum, sagði Eva. — Já! Hann sagðist koma i kvöldmatinn, sagöi Drúsilla og reyndi að sýnast alveg viss. — Þaðerekkitilneins aö búast við Sebastian fyrr en hann kem- ur, sagði Katrin, hún leit hálf veg- is vorkunnsamlega og hálfvegis fyrirlitlega á Drúsillu. — Hann ætlaði lika að koma um siöustu helgi, en sendi skeyti I staöinn. — Hann er vonlaus! Mér finnst Drúsilla afar hugrökk aö vera trúlofuö honum, sagði Linda og gaut augum til Katrinar. — Komsthann ekki? Égvildinú vita hvað, eða réttara sagt hver, aftr- aöi honum, ef ég væri unnusta hans. — Hann er aö skrifa, sagði Drúsilla I varnarskyni fyrir hann. — Þú trúir raunverulega á þess- ar skriftir hans, sagði Eva og hló við. — Það er átakanlegt, hvilikt traust Drú ber til hans. — Já, hún þekkir hann ekki jafnvel og við, sagði Linda. Drúsillu sveið i vangana, meö- an hún horföi inn i eldinn. Hún haföi heyrt nóg af sliku tali Evu og Katrinar siðustu vikurnar, og nú benti allt til, að Linda Kelling hefði slegizt i hópinn.Allt i einu þoldi hún þetta ekki lengur, en stökk á fætur. — Ætlaröu aö fara aö gera þig fallega fyrir kærast- ann? spurði Linda meö með- aumkunarrómi en stríönislegu augnaráði. Drúsilla fór án þess aö svara. Hún varð að sleppa frá „Jocelyns”, svo að hún fór i gömlu tvidkápuna sina og flýði út úrhúsinu, án þess raunverulega, að vita, hvert hún ætlaði. Hún gekk hratt fyrstu tiu mlnúturnar, meðan reiöi hennar við stúlkurn- ar varað minnka. Svo datthenni i hug aö hún skyldi ganga til móts við Sebastian og beygja inn á þjóðveginn frá London. Það yröi gottað fá að vera fáeinar minútur ein með honum. Hann var mun elskulegri, þegar þau voru tvö ein, en það leit út fyrir, að fjöl- skyldan hefði tekið saman ráð sin um að láta þau aldrei I friði. Drúsilla gekk hratt i hálftima, en þá settist hún á vegarbrúnina. Hann hefði ekiö fram hjá henni, ef hún hefði ekki þekkt bílinn hans og veifað. Nú nam hann staöar og hún hljóp til hans meö rauöa vanga og úfið hár. Sebastian haföi ætlaö sér að vera kærulaus og áhugalaus um helgina til að halda áfram þvi, sem hann var byrjaöur á, en hvernig var hægt aö heilsa Drúsillu kæruleysislega, þegar hún hafði gengið langar leiðir i i svölu kvöldloftinu og setið á veg- arbrún til aö biða hans? eítir J A\ TEMPEST JMAVWVW.'.V/ Nú er timinn til að endumýja og panta ný hjól. Getum boðið Bonneville beint frá Englandi á mjög hagstæðu verði ef pantað er strax. Stuttur afgreiðslufrestur. Við bjóðum betur. Vélhjólav. H. Ólafssonar Freyjugata 1. S. 16900. 300. WWNV óskum eftir að ráða OFFSET-UÓSMYNDARA (skeytingamann) (*» IM ad en Upplýsingar í sima 85233 • HF sIpuivilila 14. reyk.iavIk SALA VARNALIDSEIGNA TILBOÐ ÓSKAST i nokkrar fólksbifreiðar, þ.á m. REN- AULTR12 ’75 og CHEVROLET NOVA ’74. Einnig óskast tilboð i CHEVROLET BLAZER ’74 (6 cyl. beinskiptur) og VOLKSWAGEN PICK-UP ’73. Bifreiðar verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 22. marz kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstófu vorri kl. Sala varnarliðseigna. Aðalfundu Félags starfsfólksi veitingahúsum verður haldinn að Óðinsgötu 7, þriðjudaginn 22. marz 1977 kl. 20.30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Kjaramálin 4. önnur mál Stjórnin KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR B reiðholti Sinii 71200 —74201 >»* *® S P0STSENDUM TRULOFUNARHRINGA Joll.lllllfS TLciibsoii U.uiH.iUfHi 30 Ipiiili 10 200 Dunn Sfðumúla 23 /ími 64200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstoig Simai 25322 og 10322 Sprengingor Tökum að okkur fleygun, borun og sprengingar. Véltœkni hf. Sími á daginn 84911 á kvöldin 27924.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.