Vísir - 26.09.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 26.09.1970, Blaðsíða 16
Kappsamlega unnið við félagsheimili Seltirninga 25 milli. kr. bundnar húsi Sjálfsbjargar B A morgun verður merkja- og blaðsöludagur Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Sjálfs- björg hefur nú starfandi 12 félög úti um land, og iafnframt eru 12 ár liðin núna frá stofnun fyrstu Sjálfs bjargarfélaganna. Stærsta verkefni fé'laganna og þaö sem hæst hefur bonið er bygg- ing vinnu- og dvalarheimilis aö Hátúni 12, Reykjaví'k og voru ;um síðustu áramót komnar 25 rui'liljón- ir króna í bygginguna. Nú er þar unnið við hita- og hreinlætislagnir, múrverk og raflögn, og verður því væntanlega lokið snemma í vetur — fyrirhugað er að vinna fyrir um 16 miiiMjónir króna á þessu ári. Skipul'ag alilt og gerð hússins að Hátúni 12 er miikið unniö eftir fyrirmyndum frá Danmörku og Svíþjóð, því í þeim löndum eru slfk heimi'li fyrir mikið fatlað fólk einkar full'komin. Þegar hefur Sjál'fs'björg mikið borizt af fyrir- spurnum frá fötluðum um húsið, og V'íist er að mörgum mun koma það vel að dvelja á slíku sérihæf- ingarheimiiili í stað þess að dvelja á elliheimilum eöa sjúkrahúsum. Á A'kureyrj rekur Sjálfs'björg plastverksmiðju sem heitir Bjarg o-g í næsta mánuði verður opnuð í Bjargi endurhæfinga'rstöð fyrir fatlaða. Á morgun ve-rða merki féliaganna seld um land allt og einnig tíma- ritið Sjálfs'björg sem nú kemur út í 12. sinm. í Reykjavík fá sölubörn merki og biöð afhent í bamaskóiunum, og sami háttur er hafður á í Kópa vogi, Hafnarfirði og Garöahreppi. Verð hvers merkis er 25,00 kr. og blaðið er selt á 50.00 kr. — GG Slátursalan hafin Blóömör verður eflaust á borðum margra heimila í borg- inni næstu daga. Siátursala hófst í gær hjá Sláturfélagi Suðuriands. Um morguninn var ös af viðskiptavinum í slátur- sölunni að Skúlatúni, en dró heldur úr henni þegar Iíða tók á daginn. Búast má við því að hreyfing komist á sliátursöl'una næstu daga. Eitt slátur kostar núna 147 krónur fyrir utan mör. — SB „Þið hafíð mikinn áhuga á sósíalisma " — sagði forsætisráðherra Búlgariu á blaða- mannafundi — islenzkir blaðamenn gengu hart að honum með spurningar um Tékkó- slóvakiu og vandamál kommúnismans „Samstarf íslands og Búlg aríu er gott dæmi um sam- vinnu tveggja smáríkja með ólíkt þjóðskipulag“, sagði for sætisráðherra Búlgaríu Todor Zhivkov á blaðamannafundi í gær. „Við höfum mikinn á- huga á íslenzku þjóðinni og sögu hennar. Þið eruð harð- gerðir menn, sem hafið bar- izt fyrir sjálfstæði ykkar og berjizt sífellt við harðtýðgi nátturunnar. Þessi heimsókn ætti að efla samstarf okkar í viðskiptum og á öðrum svið- um.“ Svo mælti búlgarski forsætis ráðherrann í upphafi fundar bans m-eð xsfenzkum blaða- mönnum. Upp úr því var beint að honum einörðum spuming- um um stjórnmál. í rúma klutokustund spurðu ísfenzkir blaðamenn hann um sós'íalisma, Tékkós'lóva'kfu, Rúmeniíu, Júgó- slavíu Al'baníu o-g önnur vanda- mál heimskommúnismans. Svavar Gestsson blaðamaður Þjóðviljans spurði forsætisráð- herrann m.a. um innrásina í Tékkóslóva’kíu. Kvaðst Svavar hafa spurt utan'rí'kisráðherra Búligaríu sem hér var staddur vorið 1968, að þvií hvað væri þá að gerast í Tékkóslóvakíu. Hefði utanríkisráöherra svarað, að „það sama væri að gerast í Tékkóslóvatoíu, sem hefði þá þegar gerzt í Bú'lgarfu". Am- bassador Búlgara varð fyrir svörum í gær og kivaðst hafa verið á fundinum mieð utanríkis- ráðherra vorið 1968 og hvorki heyrt þessa spurningu né s'liíkt svar, enda væri það fráleitt. Rétt er að minna á, að vorið 1968 var Duboek kominn til valda í Tékkósilóvakíu en inn- rásin í Tékkóslóvakíu gerð í ágúst eftir aö utanrikisráðherra Búlgaríu hafði verið á íslandi. Annars sagði forsætisráöherr ann, að sagan mimdi leiða 1 l'jós, hversu nauðsynleg svo- nefnd „innrás“ í Tékkóslóvakíu hefði verið. „Ef hún hefði ekki verið gerð,“ sagði hann, „þá væri ég etokí hér þá faefðu Sovét- ríkin og Vestur-Þýzkaland ekki gert með sér samníng, þá væri kalda stríöið í ailgleymingi_ þá væri engin von um öryggisráö- stefnu fyrir Evrópurfki". Forsætisráðherrann sagði, að sósfalistískrí'ki mundu „aldred“ leyfa, að ríki, sem væri sósíal- istískt gerðist toapítalisitiis'kt Hins vegar gætj hið gagnstæða gerzt, að auövaldsriki yrði só- síalistfskt rík-i. „Tékkós'Ióvatoía war sós'íali'stíiskt rítoi", sagði hann. „Dubcek er endurskoðun- arsinni. Hann ruddi braut fyriir gagn!byil'tingu.“ Forsætisráöherra bauð síðan blaðamönnum upp á ýmsar kræsiingar frá landi sínu, sem hann hafði komið með. Þótiti honum greinilega miður að blaðamannafundurinn haföi snúizt um stjórnmál. „Þið hafið mikinn áhuga á sósíalisma,“ sagði hann. Hann kvaðst mundu hafa meiri ánægju af að ræða þau mál, ef hann kæmi sem ferðamaður en gæti ekki svarað þeim, eins og hann kysi í op- inberri heimsókn. Hann mundi Ifka fagna fslenzkum blaða- mönnum í Búlgaríu. — HH í allt sumar hefur verið unnið af kappi að byggingu 2. áfanga íþrótta- og menningarmiðstöðv- ar Seltirninga — nefnilega fé- lagsheimilisins, sem byrjað var á í júní í fyrra, og ráðgert er að ljúka í febrúar eða marz næsta vor. 1. áfangi þessarar miðstöðvar var íþróttahúsið, sem tekiö var í notkun 1968 eftir aðeins 16 mán- aða byggingart'íma, en 3. áfangi verður sundlaug, sem ennþá hefur ekki verið endanlega ákveðið, hve nær byrjað verður á. Síöustu tvö árin hefur féiags- starfsemi Seltirninga, fundarhöld, spilakvöld o. fl. farið fram í and- dyri íþróttahússiris, en áður voru Seltjarnarnesbúar á hálfgerðum hrakhólum með húsnæði fyrir slíkt. Fullgerð verður fþrótta- og menningarmiðstöðin U-laga hús meö sundlaug á milli álmanna, þar sem félagsheimilið verður í eystri álmunni, búningsherbergi, baðklef- ar og gufubað í vestari álmunni og íþróttahúsið f miðjunni. Húsið sjálft verður 2000 fer- metrar að flatarmáli, og á kostn- aöaráætlun, sem gerð var 1966, þegar fyrst voru lögð drög að byggingunni, var gert ráð fyrir aö byggingarkostnaðurinn mundi nema kr. 26 milljónum. Bygging iþróttahússins kostaði um 11 millj ónir, sem var undir áætlun, en smíði félagsheimilisins er áætluð að kosti um kr. 12 milljónir. Félagsheimilið mun taka um 300 manns í sæti, og verður komið fyr ir i því fullkomnu leiksviði. Salur þess verður þannig úr garði gerð- ur, að mögulegt verður að skipta honum í smærri fundarherbergi, ef svo ber undir. Ætlunin er sú aö þar geti nemendur gagnfræðaskól ans haft inni með félagsstarfsemi sina, en þar er einnig fyrirhuguð greiðasala, þar sem Seltirningar geti hresst sig á kaffisopa á vetr- arkvöldum, en fram til þessa hef ur ekkert kaffihús verið rekið á Seltjarnamesi. — Unnið að innréttingu féiagsheim ili^fcts vestur á Seltjamamesi í gær. WífóZ\ í' 'V||l'|i»* f>WjÍi immtsm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.