Vísir - 13.04.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 13.04.1971, Blaðsíða 8
8 VISIR . Þriðjudagur 13. apríl 1971 VISIR Otgefémdi: Reykjaprent bf. ‘ Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugótu 3b. Slmar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjón: Laugavegj 178. Slmi 11660 (8 llnur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands t iausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöja Vtsis — Edda hf. __________ L-jsammmmmMmmmeammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrnmmm Bezta leiðin var valin ótti er ástæðulaus, að alþjóðlega hafréttarráð- stefnan árið 1973 muni samþykkja einhverjar regl- ur, sem hindri okkur í að taka upp fiskveiðilögsögu, er nái yfir allt landgrunnshafið. Til slíks þyrfti tvo þriðju hluta atkvæða á ráðstefnunni Og þegar er ljóst, að þau ríki, sem vilja víða fiskveiðilögsögu, verða þá orðin svo mörg, að þau geta hindrað samþykkt þröngrar lögsögu. Það er samdóma álit sérfræðinga okkar á þessum sviðum, að hafréttarráðstefnan verði okkur til styrkt- ar í landhelgismálinu, að hún muni leiða til almennr- ar viðurkenningar á þeirri staðreynd, að sum strand- ríki þurfi mjög víða fiskveiðilögsögu. Og það er aug- ljóst, að almenn viðurkenning á 50—70 mílna fisk- veiðilögsögu okkar er meira virði en einhliða útfærsla, sem aðrar þjóðir viðurkenna ekki. Við fórnum engu með því að taka tillit til sjónar- miða erlendra ríkja. Um það sagði Emil Jónsson ut- anríkisráðherra í lokaumræðu alþingis um landhelg- ismálið: „Við munum færa út fiskveiðitakmörkin, ef samkomulag næst ekki, en það er engin ástæða til þess að espa aðrar þjóðir upp á móti okkur.“ Og við sama tækifæri sagði Jóhann Hafstein forsætisráð- herra, að hann teldi tímabært að færa fiskveiðitak- mörkin út án tafar, ef ráðagerðir erlendra þjóða um stóraukna sókn á íslandsmið koma til framkvæmda. Þessi ummæli oddamanna ríkisstjórnarinnar sýna, að stjómvöld hyggjast leiða landhelgismálið til sig- urs með einurð og festu, en án þess að önnur ríki fái höggstað á framkomu okkar í málinu. Þessi leið gef- ur okkur áreiðanlega beztu og mestu fiskveiðilög- söguna. Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar, sem al- þingi samþykkti síðasta starfsdag sinn fyrir páska, miðar einmitt að því, að sem mestur árangur náist. Þar er haldið opnum nokkmm útfærslumöguleikum, því að enn er ekki fullvíst, hvaða leið er heppilegust. 50 mílna lögsagan kemur þar aðeins fram sem vara- skeifa, ef ekki tekst að fá viðurkenningu á víðari landhelgi, sem miðist við 400 metra dýptarlýnur eða nýtanleg mörk landgmnnsins. Þessi leið tekur væntanlega noldcm lengri tíma en sú leið stjómarandstæðinga, að landhelgin verði 50 mílur 1. september 1972. En hún gerir líka ráð fyrir, að strax, jafnvel á þessu ári, megi friða stór hafsvæði utan fiskveiðilögsögunnar, ef fiskifræðingar telja hættu á ofveiði. Við tökum því enga áhættu frá sjónar- miði verndunar fiskistofnanna, þótt sjálf úrfærslan frestist í nokkra mánuði fram yfir 1. september 1972. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið er óþarfi, því að allir eru sammála um markmiðið. Og alþingi hefur nú samþykkt þá tillögu, sem gefur okkur mesta mögu- leika á að halda rétt á spilunum, að velja á hverjum tíma beztu leiðirnar, og að ná sem beztum árangri. „SEZTU, EÐA ÉG LEM ÞIG í KLESSU" Richard Daley borgarstjóri i Chicago, siðastur einvalda stórborganna, sigraði með yfirburðum eftir 16 ár i embætti „Sérfræðingamir segja, að engin leið sé að stjórna stórborgunum. Hvem þremilinn vita sér fræðingar um það?“ — Þetta eru dæmigerð orð Richard Daleys borgar- stjóra og „einvalds“ milljónaborgarinnar Chi cago, sem í síðustu viku var enn kjörinn með yf- irburðum eftir 16 ár í embætti borgarstjóra. — Daley hefur verið kall- aður „síðasti einvaldur- inn í stórborg í Banda- ríkjunum", en hans líkar voru í nær öllum borg- unum fyrir nokkrum ára Aumari ræöumaður er vand- fundinn en Richard Daley, en milljónir kjósenda flykkjast undir merki hans og „vél- ina“. þessi „hefnd“ blaðamanna hati kostað Humphrey þau atkvæð' setn munaði á honum og Nixon „Ekkert netna innrás fráMars getur fengið Chicagobúa til aó kjósa annan en Daley“ Þetta sagði blaðamaður bandariska tímaritsins Newsweek fyrir borg arstjórakosningamar sfðastlið- inn þriðjudag. Blaðamaðurinn sagði um Ieið að engri stórborg væri jafnvel stjómað og Ohicago. Daley kemur hlutunum fram. Framkvæmdir borgarinnar eru miklar einmitt vegna hörku hans og raunverulegs áhuga á starfinu. Daley hefur ekki alið í brjósti drauma um sæti í öld ungadeild eða forsetastóli. — Ekkj einu sinni rikisstjóraemb- ætti hefur hann dreymt. Daley vildi vera maðurinn á bak við stjömumar, sá sem fær þing- menn og forseta kosna. Repáblikönum helzt illa á mönnum sfnum f Ghicago. — Flestir þeirra, sem góðu lofa veltast fyrr eða síðar inn í raö ir demókrata. Reykir ekki, drekkur lítið írinn Ricihard Daley reykir ekki og bragðar nær aldrei vín. Hann er trúmaður og „fjöl- skyldumaður'*. Hann er vinur fjármálamanna, enda setur hann þeim þá kosti sem þeir verða að hlíta. Hann er leikbróðir margra helztu verkalýðsforingja Chicago frá bamæsku. Hann er „alþýðumaður” 1 útliti, einræðis herra og meinlætamaður að inn ræti. Hann er úr þjóðemisminni hluta, Iri, sem hefur undir niðri óþökk á hinum engilsaxnesku Bandaríkjamönnum, hinni hefð- bundnu yfirstétt. Hann hefur sem slíkur samúð annarra minni hlutahópa. Svertingjar kjósa hann af ákefð. Italir, að með- töldum gangsterum styðja hann yfirleitt, svo að ekki sé minnzt á blessaða írana. „Guð blessi borgarstjórann“ Nýlátinn er einn fulltrúi i borgarstjórn, sem oft tmflaöi borgarstjórnarfundj með því að hrópa: „Guð blessi borgarstjór ann okkar. mesta borgarstjóra í heimi.“ Svo mæla þeir i Chicago. Daley borgarstjóri hefur ieitt Chicagobúa með sér i hverj- um forsetakosningunum á fætur öðrum. Til dæmis kaus meirihluti þeirra Hubert Humphrey. tugum. Stýrir risavél Demókrataflokksins Hnarreistur brunar einvaldur Chicago niöur ganginn, fjórir leynilögreglumenn og hópur að stoðarmanna keppast við að fylgja honum. „Sælir, herra borgarstjóri" segir ungur lög- reglumaður. „Daginn“, segir borgarstjórinn, en köldum blá- um augum starir hann fram og lítur hvorkj til hægri né vinstri. „Úr vegi, úr vegi“, kalla lög- regluþjónamir. Þeldökkur stjórn málamaður úr flokki borgar- stjórans stendur með fullar hend ISBIIIIIIlll M) IMÍM Umsjón: Haukur Helgason íuna í Chicago. Hann er viður- kenndur „heiðursmaður" sem ekki megi vamm sitt vita. Aumari ræðumaður er vand- fundinn er Richard Daley. Am- bögur hans I stjórnmálaræðum eru landfleygar. Ræður hans eru fluttar „hálfkerlingalega“. ur af beiðnum frá óbreytturngneyd^ar kímni. Bros má heita kjósendum. „Herra borgarstjóri. óþekkt á andiiti borgarstjórans Hér em nokkrir menn sem „Sæll,“ muldrar borgarstjórinn og hverfur inn um dymar í herb ergj sitt. í sextán ár hefur Daley trón að í ráðhúsi borgarinnar. Hann stýrir risavaxinnj og nákvæmri pólitískri „vél“ Demókrata- flokksins, eins og einu sinni gerðist í New York og öðrum borgum. Þeir tímar em liðnir þar. EÍkki f „glæpaiborginni“ Chicago, þar sem eitt morð er framiö dag hvern að meðaltali. Repúblikömnn hefur reynzt von laust meö öllu að hnekkja veldi borgarstjórans. Yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa hefur fylgt foringja sínum, kosið Kennedy og Stevenson, Humphrey og Johnson, þegar hendi var veif- að. Ambögur borgarstjóra landfleygar Þótt margir, og líklega flest ir íbúar Chicago tali um „vél- ina" hans Daleys og aö hún hafi of mikil völd, þá kemur bað aldrei fram í kosningum, að betri kostir séu. Enginn hefur borið borgarstjóranum á brýn neins konar samband við Maf- á opinberum vettvangi. Daley er íri, „írskur uppruni minn segir mér, að ég geti gert eitthvað við þig“. segir hann og steytir hnefann framan í and stæðing sinn. „Og ef til vill geri ég það áður en þessi dagur er liðinn", segir hann. „Seztu, bannsettur, eða ég lem þig í klessu", segir borgarstjórinn við repúblikana, sem honum leiö ist. „Ekkert nema innrás frá Mars getur fellt Daley“ Richard Daley er borgarstjóri 1 annarri stærstu borg Bandaríkj anna. Menn hafa ekki veitt hon- um mikla athygli erlendis. — Helzt voru það deilurnar eftir flokksþing Demókrataflokksins árið 1968 þegar lögregla barði á óðum hippum, sem beindu at- hyglinni að Daley. Fréttamenn. sem fylgdust með flokksþinginu og kjöri Hubert Humphreys sem forsetaframbjóðanda, urðu fyrir barsmíðum af lögreglu. Frétta- menn urðu reiðir við og báru Daley og vinj hans Hubert Humphrey illa söguna i kosn- ingabaráttunni. Sumir segja. að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.