Vísir - 13.04.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 13.04.1971, Blaðsíða 13
VlSIR . Þriðjudagur 13. apríl 1971. Hjónabandslöggjöfin er víða til endurskoðunar nú. Á myndinni eru aðilar í skilnaðarmáli mættir fyrir rétti í Þýzkal. Fleiri gifta sig og fleiri skilja nú en — fólk giftir sig yngra — lögskilnabir k>rettán sinnum tiðari nú en fyrir 70 árum JVylega var lagt fram á alþingi frumvarp til laga um stofn un og slit hjúskapar. í athuga semdum við frumvarpið segir m.a. að lögin um stofnun og slit hjúskapar séu nákvæmlega hálfrar aldar gömul. Þá segir að margvíslegar þjóðfélagsbreytingar og um- byltingar hafi orðið síðan lög þessi hafi verið sett. Siðgæðis- leg og félagsleg viöhorf hafi um margt tekið breytingum og hafi það mjög sett mark sitt á fjöl- skyldur og fjölskyldulíf og á hjúskapinn sem samlífsform. — Þrátt fyrir það sé hjúskapurinn enn langtíðasta sambúðarform- ið. Af tölum sem teknar séu úr Hagtíðindum, janúarhefti 1971, megi ráða að 1. des. 1970 hafi vertð hér á landj alls 40.504 fjöl skyldukjarnar, þar sem um sam búð karls og konu sé að ræða. Af þeirri tölu nemi hjónabönd al'ls 38.824 en óvígð sambúð takj til 1680 tilvika. Samkvæmt þessu verði hundraðstölur: sam búð í hjúskap 95,85, en óvfgð sambúð 4,15. Niðurstaðan verði næstum hin sama, þegar um böm sé að ræða og þessi sam- búðarform borin saman. Óvígða sambúðarformið verði þó aðeins undir 4% við þær aðstæður. Þá er sagt frá því, að fjölskyldu- stærðin sé og örlítið minni að meðaltal; við óvígðu sambúðina en hina vígðu. Þess er getið, að sennilega komi ekki öll óvígð sambúð til bókfærslu í hag- skýrslum. Meðalaldur brúðguma lækkað ört og aldurs- munur brúða og brúð- guma minnkað Fleiri ganga í hjúskap hlut- fallslega en áður. Miðað við íbúafjölda, sem raunar sé ekki örugg viðmiðun hafi hjónavígsl ur numið 7,9 af þús. ibúa að meðaltalj árin 1956 — 60. en 5.9 af þús. íbúa árin 1936—40. — 1969 sé þessi tala nálega 8,5 af þús. Hafi tala hjónavígslna hækkað mjög frá stríðsbyrjun. Sé tala hjónavígslna hér á landi mjög svipuð og á hinum Norð- urlöndunum, lægst í Svíþjóö 6 en hæst í Finnlandi 8,7, í Dan- mörku 8, Noregi 7,7. Þessar tölur séu frá 1969. Þá er sagt frá þeirri mikil- vægu breytingu, aö fólk giftir sig nú miklum mun yngra en áður hafi verið. Um aldamótin var meðalaldur brúðguma rösk- lega 30 ár, en meðalaldur brúða 28 ár. Árið 1969 var tneðalald ur brúðguma 25,5 ár og brúða 23.3 ár, áður ógiftra brúðguma 24.3 ár og áður ógiftra brúða 22.3 ár. Árin 1951—55 voru 17% brúða innan 20 ára aldurs, en um 26% árið 1969, hliðstæöar tölur um brúðguma voru tæp- lega 2% og rösfclega 6%. Brúðir á aldursskeiöi 20-24 ára námu 47,5% 1951—55, en um 50% 1969, og hliðstæðar tölur um brúöguma voru 41% og um 58%. Meðalaldur brúðguma hef ur lækkað ört hin síðustu ár og aldursmunur brúða og brúðguma minnkað. mun áður Höfum kannski Norður- landamet í hjónaskiln- uðum fyrir árið 1969 En um leið og hjónavígslum hefur fjölgað hefur hjónaskiln- uðum einnig fjölgað. Á fyrstu árum aldarinnar komu hér 15 hjónaskilnaðir á hver 1000 hjónabönd, sem stofnað var til. Áriö 1969 hafði þessi tala hækk að í 153. Hliðstæðar tölur í Danmörku eru 70 árið 1923 og 180 árið 1967. Það er sagt frá því, að i byrjun aldarinnar hafi hjónaskilnaöir hér verið næsta fátíðir. Með tölum er rakiö að lögskilnaðir séu nú 13 sinnum tíðari nú en fyrir um það bil 70 árum. Þegar tíðni lögskilnaða er miðuð við giftar konur og gerð ur samanburður á lögskilnuðum hér og á hinum Noröurlöndun- um vekur það athygli, að skiln aðartala hér á land; 1969 er í Fjölskyldan fyrsta skipti hærri en í Svíþjóð. 1 athugasemdinni segir að svo megi fara, að skilnaðartalan ’69 verði hærri hér á landi en I nofckru öðru norrænu landi, þótt ekki verði um það fullyrt. Hins ber; að gæta, að töluverðar sveiflur séu í þessum tölum, sérstaklega hér á landi. Það er vakin athygli á þvi aö hér á landi séu fjöiskyldur jafnaðarlega mun bamfleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Verði því mun hærri hlutfalls- tala barna hjá foreldmm, sem sfcilja en sé í hinum norrænu löndunum. Og höfum metið í fjölda óskilgetinna barna Þá segir: „Fátt setur meir svip á fslenzkt fjölskyldulff f augum annarra þjóða en hin háa tala óskilgetinna barna. Er sú hundraðstala um 30% 1967 til 1969. Árið 1967 vom hundr- aðstölur óskilgetinna bama, mið að við heildartölu fæddra bama það ár þessar: Danmörk 11,1 Finnland 4,8, Noregur 5,1 og Svfþjóð 15,1. „Athygli er vafcin á því, að hundraðstala óskilgetinna bama hefur allt frá síðari hluta 19. aldar verið há hér á landi, og er þetta því ekki nýtt félagslegt fyrirbrigði. Hún var t.d. 20,2% árin 1876—1885, en lægst hef ur hún orðið 1916—1920, en þá var hún 13,1. Talan hætokaði 1936—1940 upp í 23,2% og hefur yfirleitt ávallt farið hæfcfc andi síðan, en hin síðustu ár- in hefur hún verið fast aö eða f námunda við 30%. Víðtækar félagslegar rannsóknir vantar hér á landi á þessu fyrirbrigði. Marg)- kemur hér til. Félagsleg viðhorf em sjálfsagt nokkuð á aðra lund hér en á hinum Norð- urlöndunum. Nokfcur hluti þess ara bama eru böm fólks, sem býr saman f óvígðri sambúö, en enn er allmikill hlut; böm foreldra, sem giftast sfðar, og fær bam þá réttarstöðu skilget inna barna. Hagskýrslur miða hér viö hagi foreldra á þeirri stundu, sem bam fæðist, en taka ekki í þessu sambandi til lit til hjúskapar síðar.“ Hér hafa nokkur atriði fmm- varpsins verið rakin til fróð- Ieiks og verður nánar sagt frá öðrum atriöum síðar. og heimilið Trésmiðjan YÍÐIR h.f. Kaupið nytsamar og góðar fermingargjaflr á góðu verði og með sérstaklega hagkvæmum greiðsluskilmálum. # 1000,— kr. út og 750,— kr. á mánuði. Skrifborð — Snyrtiborð — Speglakommóður — Skatt- hol — Skrifborðsstólar — o. m. fl. • Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. auglýsir: Q Nú geta allir keypt nytsamar fermingargjafir. Trésmiðjon VÍÐIR h.f. Símar 22222 og 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.