Vísir - 11.05.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 11.05.1971, Blaðsíða 7
VÍSIR. Þriðjudagur 11. maí 1971. cTVIenningarniál Frumvarp til laga um Þjóðleikhús: Fámennisstjórn eða óupplýst einveldi? í nýloknu Alþingi var lagt fram frumvarp að nýjum lögum um Þjóðleikhús, samið af nefnd þriggja manna aö skipan menntamálaráðherra. 1 nefnd- inni áttu sæti þeir Birgir Thorla- cius ráöuneytisstjóri, Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri og dr. Þórður Eyjólfsson. Voru þeir skipaðir til að endurskoða löggjöf og reglugerö um Þjóð- leikhús snemma árs 1970 þegar í hönd fór tuttugu ára afmæli leikhússins og hafa ieitað um- sagnar og álita fjölmargra þeirra aöilja sem gerst eiga að þekkja til leikhúsmála hér á landi. Það mun aldrei hafa verið ætlunin að frumvarp þetta yrði að lög- um þegar á þessu þingi, enda eiga veigamikil nýmæli þess, um ráðning þjóðleikhússtjóra, ekki að taka gildi fyrr en núverandi leikhússtjóri lætur af embætti, og þá varla heldur ákvæði um nýja verk- og valdaskiptingu innan leikhússins. En ætla má að hiö nýja frumvarp láti uppi ytfirvegað álit stjórnarvalda á því hverra endurbóta sé þörf á stjórn og stefnumótun þess í nánustu framtíð. Það er þvV á- stæða til fyrir áhugamenn um leiklist og leikhúsmál að leiða hug .að frumvarpinu — áður en það kemur á ný tii kasta þings- ins. [ fljótu bragði virðast helztu nýmæli hins nýja frum- varps af þrennu tagi. I fyrsta lagi eru gerðar gagngerar breyt- ingar á æðstu stjórn leikhúss- ins, skipan leikhússtjóra og þjóðleikhúsráðs — sem allar í senn viröast miða að því aö draga úr eða afnema með öllu hið „óupplýsta einveldi“ sem oft er talið að ráðið hafi í leik- húsinu á umliðnum árum. 1 öðru lagi er í ýmsum greinum kveð- ið skýrar að orði en áður um verksvið og starfsemi leikhuss- ins, og loks er í þriðja lagi gert ráð fyrir ýmsum nýmælum sem unnið skuli að á vegum Þjóðleik hússins. Þau ákvæði frumvarpsins sem líklegt er að veki mesta at- hygli fjalla um ráðning þjóð- leikhússtjóra sem hér eftir skal ráðinn til fjögurra ára í senn og einungis heimilt að endur- ráða hann einu sinni, svo að átta ár verða hámarkstími sem samj maður getur gegnt emb- ættinu 1' senn hér eftir. ef frum- varpið verður að lögum. Á þetta atriði, takmarkaðan starfs- tíma leikhússtjóra, hefur mikil áherzla verið lögð á undanförn- um árum í ádeilum og umræð- um um Þjóðleikhúsið, en þótt kynlegt megi virðast er sömu sjónarmiðum sjaldan eða aldrei hreyft um önnur opinber emb- setti. Má þó færa rök fyrir því að einhvers konar skiptikerfi embættismanna í öllu stjórn- kerfinu gæti revnzt því þarflegt ekki siður en Þjóðleikhúsinu að sínu leyti. En svo einungis sé rætt um ri'kisstofnanir á sviöi menningarmála virðast ftest sömu rök og um embætti þjóðleikhússtjóra mæla með mannaskiptum í stöðu útvarps- stjóra eða forstöðu listasafns eða bókaútgáfu Menningarsjóðs svo einhver dæmi séu nefnd af handahófi. Hvað sem þessu liður virðist líklegt að þessi ákvæði séu rétt ráðin um starf þjóðleikhússtjór ans: miði að því að tryggja si- fellda árvekni og endurnýjun í hinni listrænu forustu leik- hússins sem mestu skiptir. En frumvarpið gerir Jiegjandi ráð fyrir því að á hverjum tíma séu a.m.k,- noklj:rir menn tiltækir sem fallnir og færir séu til að gegna hinu vandasama og á- byrgðarmikla starfi. Öðruv’isi verða ekkj skilin ákvæðin um átta ára hámarkstíma í starfi — en augljóslega getur leikhúsinu orðiö örðugt að sjá á bak veru- lega mikilhæfum leikhússtjóra eftir ekki lengra starf, þó svo að aftur megi ráða hann til starfa að öðrum fjórum árum liðnum. En ef og þegar að slík- lan vanda kemur má auðvitað breyta lögunum á ný! Ckrýtnustu ákvæðin í þjóð- leikhúsfrumvarpinu nýja fjalla hins vegar um skipan þjóðleikhúsráðs sem hér eftir verður tvöfalt í roðinu, annað haft til spari en hitt til hvers- dagsnota. Má vera að frum- varpið sé með þessu móti að reyna að bregðast við þeirri, gagnrýni sem á umliðnum árum hefur verið beint að hinu dug- litla þjóðleikhúsráði gildandi laga, en vilji þó í senn viðhalda ,,fínu“ ráði, þar sem þvki upp- hefð að eiga sæti, við leikhúsið. Nú bregöur samt svo við að fulltrúum leikara og annarra listamanna sem hlut eiga að leikhússtarfi er ætluð veruleg hlutdeild í ráðinu, þar eiga að sitja fjórir leikarar, og þrír full- trúar bandalags listamanna, tón- listarmaður. listdansari og rit- höfundur. Á móti þessum flokki í ráðinu koma fulltrúar þing- flokkanna, „einn fulltrúi fyrir hverja tVu þingmenn í flokknum eða brot úr þeirri tölu,“ segir í frumvarpinu. og yrðu þessir fulltrúar átta með núverandi flokkaskipun á þinginu. Loks á menntamálaráðherra að skipa einn fulltrúa í ráðið sem sjálft kýs sér formann úr sínum hópi. Vel má það vera að eðlilegt sé að í fjölskipuðu þjóðleik- húsráði eigi sæti fulltrúar al- mennings eða áhorfenda leik- hússins. En ekki er ljóst hvers vegna einmitt þingflokkunum er ætlað að útnefna slíka fulltrúa í ráðið, né heldur hvers vegna þeir endilega þurfa, ásamt full- trúa ráðherra, að hafa meiri- hluta í ráðinu, né hversvegna þingflokkamir eiga að útnefna sína fulltrúa beint, en ekki er látið heita svo að Alþingi kjósi þá eins og fulltrúa flokkanna í útvarpsráði. Allra skrýtnast er þó að frumvarpið gerir ráð fyrir að menntamálaráðuneytið megi skipa V þjóöleikhúsráð fulltrúa félaga eða bandalaga. sem láti þaö undir höfuð leggjast, svo að ráðið verði ekki gert óstarf- hæft, en slík ákvæði taka ekki til fulltrúa þingflokkanna. Hitt verður ekki séð hvort veita á þingflokkunum með þessu móti einkarétt til að gera ráð þetta „óstarfhæft" eða hvort ráðið á að teljast starfhæft þótt full- trúa eins eða fleiri þingflokka kunni að vanta þar. eða hvort það þykir öldungis útilokað, sem vel má vera sannlegast, að þingflokkur láti undir höfuð leggjast, að nefna fulltrúa í nefnd eða ráð þegar þess sé kostur. Tjað virðist glöggt af frum- varpinu að þjóðleikhúsráð hið nýja verði málamyndastofn- un eftir sem áður. Ráðið á að koma saman til reglulegs fund- ar tvisvar á ári, og er aðalverk- efni þess að samþykkja starfs- og fjárhagsáætlun leikhússins sem þjóðleikhússtjóri hefur sam- ið og áöur hefur verið fjallað um í framkvæmdaráði leikhússins sem er nýjung í frumvarpinu. En óróasamt þjóðleikhúsráð gæti sjálfsagt orðið dragbitur á daglegri starfsemi og stjórn íeikhússins, — auk þess að veita starfsáætlun leikhússins formlegt samþykki sitt, á það að fjalla um breytingar sem nauösynlegt verður að gera á slíkri áætlun, skera úr ágreiningi sem rísa kann milli þjóðleikhússtjóra og framkvæmdaráðs, og hafa auk þessa almennt „eftirlit" með stárfsemi leikhússins. Hið nýja framkvæmdaráð leikhússins, skipað tveimur fulltrúum Ieikara í þjóðleik- húsráði, formanni ráösins. fjár- málafulltrúa leikhússins og þjóðleikhússtjóra, verður hins vegar raunverulegur valdaaðili í leikhúsinu, leggur á ráð og tekur allar helztu ákvarðanir um starfsemj þess og getur aug- Ijóslega haft eigið frumkvæði um málefni leikhússins. Það tek- ur þannig við verkum sem nú- Verandi þjóðleikhúsráði hefur ekki verið ætlað eða reynzt fært um að vinna. Eftir sem áður hefur þjóðleikhússtjóri, eins og eðlilegt,er, mikil ráð um stjóm leikhússins, enda ber hann á- byrgð á rekstri þess, listrænum og fjárhagslegum. En honum til halds og trausts gerir frum- varpið ráð fyrir ráðunauturo hans i ýmsum efnum. Skrif- stofustjóri leikhússins mun hér eftir kallast „fjármálafulltrúi" þess og virðast honum ætloð meiri ráð en verið hefur um stjórn þess, enda á hann sæti í framkvæmdaráði. Þá ræður þjóöleikhússtjóri bókmennta- og leiklistarráðunaut (drama- túrgj, tónlistarráðunaut og list- dansstjóra til jafnlangs tíma og hann er sjálfur ráðinn, og verða þessir aðiljar honum til ráðu- neytis um samning starfsáætl- unar og dagiega framkvæmd hennar hver á sínu sviði. Á það má raunar benda að í núgild- andi lögum mun gert ráð fyrir bæði bókmennta- og tónlistar- ráöunautum við Þjóðleikhúsið án þess farið hafi fjarska mikl- um sögum af verkum þeirra þar — en nýmæli frumvarpsins kann að felast í því að þeim sé nú ætlað fullt starf við leikhús- ið. Ballettmeistarar, eða list- dansstjórar, hafa hins vegar starfað við leikhúsið um um- liðin ár — við misjafnan orð- stír utan húss sem innan eins og alkunnugt er. tNns og joetta yfirlit ber með ^ sér stefna ákvæði hins nýja frumvarps til þjóðleikhús- laga um stjómarháttu stofnun- arinnar að því að dreifa eftir megnj völdum og ábyrgð innan leikhússins, gerir ráð fyrir nýrri samvirkri forustu þess, fá- mennisstjórn í stað einmennings stjórnar, sem tryggð sé reglu- bundin endurnýjun. Á liinn bóginn gætir engra verulegra nýmæla V lýðræöisátt í , frum- varpinu — svo sem með auk- innj hlutdeild starfsliðs leik- hússins sjálfs um daglega stjórn og stefnumótun jæss fremur en 1 nýsettum útvarps- lögum. En burtséð frá hinnm fáfengilegu ákvæðum um hið nýja mikla þjóðleikhúsráð virð- ast þessar breytingar í heilu lagi horfa til framfara — að þvi tilskildu, sem aldrei verður á- kveðiö með lögum. að til tónnar samvirku forustu veljist raun- verulega samhentir menn, falln- ir til samvinnu, / og að slíkir menn séu á hvetjum tíma til- tækir til starfa í leikhúsinu. Minna kveður í frumvarpinu að nýmælum um daglega starf- semi leikhússins, verksviö og stefnumötun þess i framtíðkrHri en hinum ýtarlegu ákvæðum um stjórnarháttu þess. En að þeim efnum verður vikið 'i ann- arrj grein. Stúlka Reglusöm og ábyggileg stúlka óskast á veitingastað í miðborginni, nokkra tíma á dag, aldur 25—40 ár. — Uppl. að Vatnsstíg 9 milli kl. 5 og 7 e. h. Þar sem sjónvarpsþýðendur eiga í launadeilu við Sjónvarpið, eru aðrir vins«*tiij$ga beónir að taka ekki aö sér þýönigar á meðan. Félag sjónvarpsþýðenda

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.