Vísir - 11.05.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 11.05.1971, Blaðsíða 8
j VÍSIR. Þriðjudagur 11. mai 1971. VISIR Otgefandi: Reykjaprenr dt. ÞramJrvæmdastjóri: Sveino R EyjóKsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjðri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Vaidimar H. Jöhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Slmar 15610 11660 Afgreiösla ■ Bröttugðtu 3b Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178 Slml 11660 (5 ilnur) Áskriftargjald kr. 195.00 ð mðnuði tnnanlands I lausasölu kr. 12.00 elntakið Prentsmiðia Vtsis — Edda hl. Höldum bákninu í skefjum þjónusta ríkisvaldsins við borgarana hefur aukizt mjög verulega á undanförnum áratug, einkum á sviði félagsmála og fræðslumála. Ef tekið er tillit til verð- bólgunnar og reiknað í raunverulegum verðmætum, hafa útgjöld til félagsmála aukizt um 360% og til fræðslu- og menningarmála um 160% á rúmum áratug. Þessar tölur eru tímanna tákn. Þær sýna, hve mikil áherzla er lögð á félagslegt öryggi og uppbyggingu þekkingar hér á landi. Enda munu víst flestir aðrir en forustumenn stjórnarandstöðunnar viðurkenna að undanfarinn áratugur hefur verið einstakt framfara- skeið á þessum sviðum. Varla er unnt að tala um, að í þessum tölum felist mikil útþensla á ríkisbákninu. Auðvitað er sífellt ver- ið að ráða fleiri kennara og launa þá betur. Og auð- vitað sjá tryggingarnar og heilsugæzlan æ betur um þarfir fólks. En í þessu felst aukin þjónusta út á við og ekki aukin skriffinnska í miðstöðvum ríkisbákns- ins. Það kemur líka í ljós af öðrum tölum, að ríkisbákn- ið hefur ekki þanizt út á kostnað annarra þátta þjóð- bi' lífsins á undanfömum áratug. Sú var hj,ns^|^’|;aúB- inááratugnum 1950—1960. Þá hækkaði hlutfali rífeis- útgjalda af þjóðarframleiðslu úr 13,2% í 18,9%. En áratuginn 1960—1970 stóð þetta hlutfall í stað, og árið 1970 var hlutfallið 19,1%. Þeirri ríkisstjórn, sem verið hefur við völd á undan- fömum áratugi, hefur því tekizt að stöðva þá út- þenslu ríkisbáknsins, sem varð svo greinilega vart á áratugnum á undan. Og þrátt fyrir þessa stöðvun hef- ur tekizt að auka þjónustu ríkisins við borgarana miklu hraðar en áður em dæmi um. Þetta þýðir raunar, að fé ríkisins hlýtnr að nýtast mun betur en áður. Vaxandi hluti af því fer beint í þjónustuna við borgarana og minnkandi hluti fer í rekstur Sjáifs r.'!:isbák^<??ns. ÞpUþ áreiðanlega eitt af því, sem núverandi ríkisstjóm mun í framtíðinni fá mest lof fyrir. í væntanlegum kosningum er mikilvægt, að allir, sem skilning hafa á þessu, noti atkvæði sitt til að tryggja, að áfram fari saman bætt þjónusta og aukið aðhald í ríkisbákninu og að ekki verði kjömir til valda menn, sem vitað er, að munu þenja ríkisbáknið út yfir öll skynsamleg takmörk, setja á fót ótal stofnanir og ráð og gera tilraun til að láta báknið hafa heildar- stjórn á öllu atvinnulífinu. í yfirlýsingu landsfundar sjálfstæðismanna segir: „Keppa ber að því að dreifa valdinu í þjóðfélaginu, en dreifing valdsins miðar að því, að borgaramir sjálfir hafi sem mest bein áhrif á þær ákvarðanir sem skipta þá máli. Því þarf að koma í veg fyrir vöxt ópersónu- legs ríkisbákns og vinna gegn ofstjórn hins opinbera. Halda þarf markvisst áfram skipulegri heildarendur- skoðun á ríkisrekstrinum með spamað og hagsýni „Gjaldeyrisviðskiptum hætt þegar í stað“, var skrifað á töfluna í Frankfurt fyrir helgL SPÁKAUPMENN ERU ORÐNIR AUÐUGRI — hver fjármálakreppan hefur elt aðra undanfarin ár | Hver kreppan hefur elt aðra í gjaldeyrismálum heimsins undanfarin fjögur ár. Kreppan, sem nú stendur, er sú fimmta í alþjóðlegum fjármálum síðan 1967. Það var árið 1967 í nóv- ember, sem Bretar felldu gengi pundsins um 14,3 prós^nt eftir langa bar- ínu óbreyttu. Þremur dögum síðar höfðu 15 önnur lönd, þeirra á með al ísland, fellt gengi gjaldmiðla sinna. Töpuðu Þjóðverjar stríðinu? Verölag á gulli rauk upp í marz 1968 vegna vantrausts manna á verðgildi peningaseðla. Þá komu fulltrúar seðlabanka margra ríkja saman til skyndi fundar í Washington til að leita úrræða. Þar var sett svokallað „tveggja þrepa kerfi“ fyrir gull ið. Sjö helztu seölabankar á Vesturlöndum skuldbundu sig til að halda sig við hið opin- bera gullverð í skiptum sín í milli en verzla ekki með gull á frjálsum markaði. Gullverðið var 35 Bandaríkiadalir á únsu. Næsta kreppan skall á í ágúst 1969, þegar Frakkar urðu að fella gengi frankans um 11,11 prósent. Þetta dugði ekki til þess, að jafnvægi feng:st. Mikl- ar deilur urðu um, hvaða leið skyldi fara. Þremur mánuð- um síðan hækkuðu Vestur-Þjóð verjar gengi marksins um 9,29 prósent. Þá kom -áþreifanlega í ljós, að Þýzkaland. sem hafði „tapað stríðinu" hafði náð þeim árangri að markið var orðið einhver traustasti gjaldmiðill heimsins. Gengi dollars ekki fellt Þá eins og nú var Bandaríkja dollar illa staddur. Bandarísk stjórnvöld hafa alla tíö staðið fast á því að gengi dollarans ( miðað við gull skuli ekki fellt. Þetta gengi var ákveðið árið 1934. John Connally fjármálaráð- herra Bandaríkjanna sagði í síð- ustu viku, að bandaríska stjóm- in ætlaði heldur ekki að vfkja frá þessari reglu í þetta sinn. Efnahagsástandið hefur verið með versta móti í Bandaríkjun- um að undanförnu. Þar hefur atvinnuleysi verið tiltölulega mi'kið og verðbólga einhver hin mesta um margra ára skeiö. Jafnframt hafa Bandaríkin haft óhagstæðan jöfnuö gagn- vart útlöndum. Margir forystu- menn hafa mælt fyrir innflutn- ingshömlum. Vextir hafa veriö tiltölulégá lágir. Fjármagn hefur streymt úr landi. Núverandi fjátmálakreppa hófst á mánudag fyrir viku, eft- ir að sérfræðingar í Vestur- Þýzkalandi höfðu lagt til, að gengi marksins yrði gefið frjálst gagnvart dollara, það yrði látið ,,fljóta“, til þess að hamla á móti flóði dollara til Vestur- Þýzkalands. Þá komu spákaupmenn til sögunnar. Þeir sáu sér gróðaveg ef farið yrði að tillögum sérfræö inganna. Spákaupmennirnir tóku að kaupa vestur-þýzk mörk í ríkum mæli fyrir dollara. Ef gengi marksins yrði frjálst, sáu braskarar að það mundi haekka miðað við dollar og mörkin, sem þeir hefðu keypt, yrðu verömætari í dollurum en þau áður voru. Þegar gengi marksins hefði varanlega hækk að, gætu spákaupmenn, ef vildu, aftur skipt þeim fyrir dollara, og bá feng'uÞeir fleiri doliara en áður, væru sem sé orðnir auð- ugri. Þgtta hefur nú rætzt, Soá kaupmenn, sem höfðu skipt stór um fúlgum, eru nú auðugri menn en þeir voru fyrir viku. Þega>- spákaupmenn komu til sömmnar. varð fyrsta svar vest- ur-býzka seðlabankans að kaupa einn milljarð dollara. Með því átti að halda genginu ó*breyttu. Seðlabankinn ætlaði, eins og áður í slíkum kreppum, að kauna nægilegt magn dollara til þess að mæta sölu spákaup- manna á þeim. Þrýstingurinn var hins vegar miklu meiri en svo, að þet'ta nægði. Hætta á verðbólgu Seðlabankinn hætti þá þessu hjálparstarfi við dollarann. Þegar spákaupmenn létu ó- grynni af dollurum fyrir mörk, jókst gífurlega magn marka i umiferð. Þetta aukna magn, sem kom í umferð í Vestur-Þýzka- landi, leiðir til verðbólgu þar í landi. Stjómvöld telja sig ekki geta tekið á sig þessa verð- bólgu. Til þess að komast hjá þess- um verðbólguvandræðum stöðv- aði vestur-þýzka stjómin doll- araviðskiptin, allir gjaldeyris- markaðir lokuðu til mánudags. Þeir opnuðu aftur í gær þegar gengi marksins hafði verið gef- ið frjálst eftir nokkurt þóf við stjórnvöld annarra ri'kja Efna- hagsbandalagsins. Þannig gátu spákáúpmenn f gær farið hð hirða ‘gróða sinn, þegar markið hækkaði. Ýmsir aðrir seölabankar í Vestur-Evrópu hættu einnig dollarakaupum fyrir helgina. J Bretlandi og Frakklandi voru dollarar hins vegar keyptir áfram. Þýðir gengishækkun marks Vestur-þýzka stjórnin hélt skyndifund á föstudag til að á- kveða stefnu sína fyrir fund ráðherra EBE í Brussel á laug- ardag. Schiller efnahagsmálaráð herra mælti með því, að gengi marksins yrði látið fljóta. Þessi stefna varð ofan á í þýzku stjórninni. Vestur-þýzka stjórn- in var tilbúin að gera einhliða ráðstafanir, ef þyrfti. Fljótandi frjálst gengi á mark inu hlaut í rauninni aö þýða gengishækkun þess. Svipað varð uppi á teningnum árið 1969. Áð- ur en gengi marksins var hækk- aö í það sinn, var það látið fljóta í fjórar vikur. Á fundi EBE-manna mætti tillaga Þjóðverja andspyrnu Virtist henni í fyrstu hafa ver- ið hafnað, en svo fór á sunnu- das. að á hana var fallizt. Strax á eftir var ákveðið, að markið skyldi fljóta. Aðrir gjaldmiðlar í Vestur- Evrópu höfðu sumir hverjir bætt stöðu sína ásamt þýzka markinu. Þetta átti við um svissneskan franka, belgískan franka austurrískan schilllng, hollenzkt gyllini og ftalska líru. Því vom í gær og fyrradag gerðar samsvarandi ráðstafanir um þessa gjaldmiðla og mark:-y Gengi svissneska frankans og austurríska schillingsins var hækkað og hollenzk gyllini lát- in fljóta. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.