Vísir - 07.07.1971, Side 5

Vísir - 07.07.1971, Side 5
* Heiðursmennirnir fimm, sem KSl heiðraði í gærkvöldi. Talið frá vinstri Jón Magnússon, Sveinn Zoéga, Björgvin Schram, Einar Björnsson og Frímann Helgason. Ljósm. BB — ► Knattspyrnusamband íslands var stofnaö 26. marz 1947 og í gær- kvöldi var þúsundasti stjórnarfundurinn hald- inn aö Hótel Sögu að við | stöddum stjórnarmönn- I> um og um fjörutíu gest- j um — sumum langt að komnum — og jafnframt heiðraði kona með nær- veru sinni í fyrsta skipti stjórnarfund hjá KSÍ. Albert Guðmundsson, formaö- ur KSÍ, setti fundinn og minnt- ist fyrst Ragnars Eárussonar, sem er nýlátinn, en Ragnar átti sæti 1 stjórn KSÍ um langt ára- STJORNARFUNDUR KSI bii, og sat í stjórn, þegar hann lézt. Þá var hann einnig formaö- ur Fram og vann knattspyrn-; unni mjög. Albert bað viöstadda að rísa úr sætum.sínum í minn- ingu Ragnars Lárussbnar. Pá bauð Albert gesti vel- komna og þá sérstaklega Björg- vin Schram, sem lengst allra hefur verið formaður KSÍ, og Jónas Friðriksson og konu hans Valgerði Gunnarsdóttur, Berm- uda, sem stödd eru hér á landi, en þau hjónin greiddu mjög götu íslenzka landsliðsins, þegar það keppti á Bermuda-eyjum. Þá var tekið fyrir fyrsta mái á dagskrá þessa þúsundasta stjórnarfundar —• verðlaunaaf- hending fyrir meistarakeppni KSÍ. Formaður knattspyrnu- deildar Fram, Hiimar Svavars- son, veitti móttöku stórum verð iaunagrip og afsteypu af honum til eignar, sem Aibert Guðmunds son afhenti honum — og jafn- framt fékk þjáífari liðsins, Juð-" ' mundur Jónsson, og síðan leik- mennirnir allir viðurkenningu —- verðlaunapening. Þá rakti Al- bert hina miklu sigurgöngu Fram undanfarið. Þá gat Albert þess að Guð- björn Jónsson, fyrrum landsliðs maður dómari og knattspyrnu- þjálfari, hefði oröið fimmtugur nýlega, en stjórn KSÍ barst ekki vitneskja um þennan merkis- dag í Iííi Guðbjörns fyrr en seint um kvöldið á afmælisdaginn — Albert Guðmundssón setur 1000. fund stjórnar KSÍ. Til vinstri er Valgerður Gunnarsdóttir frá Bermuda — fyrsta konan, sem setið hefur ástjórnarfundi hjá KSÍ. Fékk KSÍ því ekki tækifæri til að heiðra Guðbjörn þá, en hann var boðaður á þennan fund og afhent silfurmerki KSÍ. Þá bað Albert Jönas Friðriksson að taka á moti sl'ffurmerki sam- ■‘bandsThs, sem viðurkenningu tii ' þeirra hjóna fyrir frábærar mót tökur á Bermuda. Gullmerki KSÍ Þá gat Albert þess, að KSÍ hefði skipað nefnd til að endur- skoða viðurkenningar KSÍ, og komst hún að þeirri niður- stöðu, að ekki bæri að breyta þeim. KSÍ veitir silfurmerki og gullmerki, en jafnframt gull- merkinu fylgir orða, sem er æðsta heiðursmerki KSÍ, en þá orðu ber aðeins að nota við há- tíöleg tækifæri. Fimm menn voru sæmdir gullmerkinu og orðunni á fundinum, en formað- urinn gat þess, aö ölluin þeim, sem hefðu hiotið gullmerkiö yrði send orðan. Björgvin Schram hiaut fyrstur þeirra orðuna og - í ]>ví sam- bandi sagði Albert að með því að veifa honum fyrstum manna þessa orðu kæmi fram hve KSÍ mæti hann mikils og hin ómetan legu störf hans í þágu KSÍ og knattspyrnuhreyfingarinnar í landinu. Þá var Jóni Magnússyni næst afhent orðan, en 17. jantiar sl. varð hann sextugur. Jón hefur um langt árabil átt sæti í stjórn ICSÍ og sagði formaðurinn, að hann hefð; unnið þar ómetanleg störf — og enginn hefði haft meira samband við knattspyrn- una úti á landsbyggöinni en Jón Þá hlutu orðuna þrir kunn ir forustumenn úr Val.,,Einar Björnsson, sem lengst alira hef- ur verið formaður KRR, Frí- mann Helgason, sem unnið hef ur mikii störf f þágu íslenzkrar knattspyrnu sem knattspymu- maður, forustumaður og biaða- maður eins og Einar Björnsson, og Sveinn Zoéga, sem iengi var í stjóm KSÍ, formaöur KRR og Vals. öllum þessum fímm mönn um voru þökkuð ómetanle.g störí þeirra með langvinnu lófa taki viðstaddra. Þakkaði stjórn KSÍ Björgvin Schram tók næstur til máls á þessum 1000. stjórnar fundi, þakkaöi' stjórn KSÍ hið myndarlega hóf. Það væri vel Vió ..eig@»dj, ug .m^rgt merki- legt hefur gerzt á þéssum stjórn arfundum. Fáir vita það betur en Björgvin, sem setið hefur á áttunda hundrað stjórnarfundi. Þá óskaði hann núverandi stjórn KSI til hamingju með mikla grósku og velgengni i starfi, og sagði það vel til fund ' ið aö veita siíka oröu með gull- merkinu. Kvaðst Björgvin hafa fengið slíka viðurkenningu frá öllum knattspyrnusamböndum á Norðurlöndum — en sú íslenzka væri hin glæsilegasta. Þá tók Frímann Helgason j einnig ti:l máis — þakkaöi viður kenninguna — og beindi síðan oröum s'inum aðallega ti] hinna ungu meistaraflokksmanna 'Fram, sem sátu fundinn. Rakti hann nokkuð .^ypphaf knatt- sþyrnufeíils' •síns-t.'fi léttan og skemmtilegan há'ft/eiris og hon- um er lagið — lífsnautn þá, sem hann hefði hlotið í knattspyrn- unni, og þá þakkiætisskuld, sem hann stæði í viö hana. — Hann kom einnig inn á fleirí svið og hvatti hina ungu menn ti[ dáða. Að lokum tók Albert Guð- mundsson til máls, þakkaði ræður, og ræddi síðan eitt og annað í sambandi við knatt- spyrnuna. Síðan sleit hann þess- um þúsundasta stjórnarfundi KSÍ sem hafði verið hin ánægju legasta kvöldstund. — hsím. Björgvin Schram flytur þakkarræðu sína — fremst eru meist araflokksmenn Fram.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.