Vísir - 07.07.1971, Page 9

Vísir - 07.07.1971, Page 9
 V f SIR. Miðvikudagur 7. JúM 1971 aw——wwm iiMwn—iw—wi Flugið, þetta ævintýri 20. ald arinnar, er oröið stór þáttur í öllu lífi manna. Ekki bara þeirra, sem hafa atvinnu beint eða ó- beint af flugi, heidur nálega allra manna. Samgöngur flytj- ast meir og meir á loftvegina, og það skiptir ekki orðið máli hvort flytja á fólk eða fénað, flugið er sannarlega orðið sam- göngumáti okkar tíma. Þeir fjöldamörgu, sem hafa key.pt sér farmiða með fiugvéi- iiE, hvort það er nú til Kaup- mannahafnar eða Kópaskers, gera sér fæstir grein fyrir því, að á flugvél þeirra hvílir ,,al- sjáandi auga“. A. m. k. er fyigzt náið með flugvélinni og öryggis hennar er gætt eftir fremsta megni. Líklega vita fæstir að flugið fer fram eftir ströngum umferöarreglum sem flugumferöarstjórarnir sjá urn að séu haldnar i heiðri. Uppi á 6. hæð í nýja flugturn inum á Reykjavlkurflugvelli sitja flugumferðarstjórarnir, sem stjórna umferðinni á stóru svæði við Norður-Atlanzhaf. Á ,,taflborðum‘‘ s'inum hafa þeir mynd af taflstöðunni e\ns og ún er hverju sinni. Á rekkun- um fyrir framan flUgumferöar stjórana hafa þeir skráða hverja einustu flugvél, sem þeir hafa viðskipti við. Viðskiptin fara fram á stuttbylgjum eöa ör- bylgjum. „Viðskiptin núna eru mun ópersónulegri en héma áður fyrr“, segir Arnór Hjálmarsson, yfirflugumferöarstjóri, sem lok iö hefur aldarfjóröungs þjónustu í þessu starfi, en hann og nokkr ir aðrir voru frumherjar á sín um tíma, þegar íslendingum var falið að sjá um íslenzka úthafs- flugstjórnarsvæðið. Árið 1946 voru flugvélar í förum milli landa ■ tiltölulega fáar, flugumferöarstjórarnir höfðu llka betri tíma til að ræða við hvern og einn, því flugvélar þá voru hægfleygari en nú er, og oft sköpuðust kynni með ílugumferðarstjórunum og þeim sem svifu i loftförunum í 20 þúsund feta hæð eða lægra. í dag koma þoturnar inn á eftir litssvæöið íslenzka og eru von @ „Þetta starf er líkt og að sitja að tafli — en £§! í staðinn fyrir 32 taflmenn höfum við kannski @ á annað hundrað flugvélar á 4,taflborðinu“ m okkar“. Þetta sagði Arnór Hjálmarsson, yfir- @ flugumferðarstjóri við okkur, þegar okkur ® var sýndur sá trúnaður að stíga inn í stöðvar % flugumferðarstjóranna á Reykjavíkurflug- © velli, en þar sitja þeir raunar í hálfgerðri ein- % angrun frá öllu því sem gerist utan veggja — © nema flugumferðinni á þeirra svæði. — Að © henni beinist athygli flugumferðarstjóranna © óskipt. Hér má enginn utanaðkomandi stíga © fæti inn. Aðeins söludrengur frá Vísi smaug © inn meðan við stöldruðum við, en þeir komast @ líka víðast hvar inn með vöru sína. / gær voru 25 ár libin siðan Bretar afhentu Islendingum Reykjavikurflugvöll — Þá tóku Islendingar við gæzlu flugsfjórnarsvæðisins við landið Amór Hjálmarsson, yfirflugumferðarstjóri, — „sambandið var mun persónulegra í gamla daga.. MEÐ Á ANNAÐ HUNDRAÐ bráðar horfnar inn á nýtt svæði. Starfið er ópersónulegt að méstú og öþörf oröaskipti eiga sér ekki staö. En þannig er vVst nútím- inn meö alla sína streitu, ys og þys. En í hverju er starfið fólgið? Það er fólgið I þvi að sjá um að hver flugvél hafi sína á- kveðnu hæð, — sinn eigin veg i loftinu, ög að sjá um að bilið millí vélá haldist eðlilegt'T á alla vegu. Þetta þarf nákvæmni við enda flugvélarnar mismun and; hraðfleygar. Án mikillar skipulagningar á jörðu niðri væri flugstarfsemi í nútíma formi útilokuð, og eftirlitiö með fluginu er sömuleiðis algjört nauðsynjamál, enda er geysi Valdimar Ólafsson og Hrafnkell Sveinsson, tveir I hópi reyndustu flugumferðarstjóranna em hér í sambandi við innanlandsflugið, en til baka á myndinni em þeir Ingvar Valdimars- son og Bragi Óiafsson og ræða við erlendar vélar, sem eiga leið hjá garði. mikið fjármagn notað í þessu •TT skyhi og borgaði alþjóðaflug- málastofnunin IGAO alls 106 mil'ljónir króna tii þessarar þjón ustu á síöasta ári, en þá fóru alls 20.913 farþegaþotur um svæðið okkar. Þotur þessar voru nær 70% af þeim flugvél- um sem um svæðið fóru, skrúfu vélar voru 3.887, her-skrúfu- vélar voru 3459 og herþotur 2167 talsins. Alls eru þetta 30.426 flugvélar, hátt í hundrað á dag. Aukningin varð nær 20% á einu ári. Á veturna fellur umferðin verulega niður, en þessa dag- ana eru flugumferðarstjórarnir á kafi 1' verkefnum, — ferða- mannatlminn stendur í blóma og hver fiugvélin rekur aðra. Það er i sífellu skipzt á orö- sendingum við flugmennina, sem eru einhvers staöar úti í fjarska, því svæöi íslenzku flug umferðarstjóranna er víðáttu- mikið. Fiugvélar koma og fara. Þúsundir farþega halla sér makindalega í sætum sínum og sötra sæt vín, eða þá aö þeir snæöa dýrindis mált'iðir meðan þeir bíða þess að „hoppa“ miHi stórborga meginlandanna á milli. Einn hefur þó ljóður verið á þjónustunni á okkar svæöi í N-Atlanzhafsifluginu. Hér hef- ur enginn radar verið ti! þessa. Radarinn er orðinn algjör nauð- syn en riú er von á að úr ræt ist innan skamms. Hér er um mikið fyrirtæki að ræöa, senni lega upp á hundruð milljóna, — en öryggi farþega og flug- , véla verður aldrei of dýru verði keypt, og því er lagt út í inikinn kostnað þeirra vegna. Arnór Hjálmarsson kvaö við- skiptin við flugvélarnar yfir- leitt ganga snuröu'aust fyrir sig. Þó kemur það fyrir aö kæra berst á hendur flugumferðar- stjórnum frá flugstjórum véla. Flugstjórarnir eru marg'ir metn- aðargjarnir, vilja fá að fljúga í hæð sem kemur vel út peninga- 1 /ií i • -i 'l í iífcítto O lega fyrir flugfélagf þeirra. Mik- il eldsneytiseyðslá getur verið þvi samfara að þurfa að taka flugvélina upp í mikla hæð, eða breyta mikið um hæðir, en hæð unum úthluta flugumferðarstjór arnir eftir þvi, hvemig á stendur hverju sinni. Flugumferöarstjórar hafa líka verið vitni að hrollvekjandi ævirj týrum flugmanna sem hafa ver ið að basla við að ná landi á slöustu bensíndropunum og hafa á alla lund reynt að stappa stálinu í flugmenn, sem e. t. v. voru að gefa upp vonina. Slikt er óvenjulegt, en störf sem þessi geta oröið spennandi, enda þótt „rútínan“, þetta dagsdag- lega, sé auðvitað það sem flug- umferðarstjórar fást við. ,,May- day“, eða maídagur, alþjóðlega hjálparbeiðnin í fluginu. heyrist varla nema einu sinni á ári1 í flugtuminum okkar. Héðan ér beint samband við Prestvik í Skotlandi, Gander á Nýt'undalandi og Syðra-Straum fjörð f Grænlandi, tveir síð- ustu staöirnir með 2 Iínur, en ein við Skotana. Gegnum þessar l’inur berast ógrynnin öll af fréttum um flugvélar, sem eru að leggja upp og ná’gast stjórn svæðið hér við land. Aðkeypt þjónusta er fengin frá Lands- simanum (Gufunesi) og Veð- urstofu Islands en veðurþjón- ustan er að sjálfsögðu ákaflega mikilvæg fyrir þá sem leið eiga um loftin blá. Þá er þjónusta þeirra Gufunesmanna ekki sið ur mikilvægur hlekkur og það sem allt hvílir á. þvf öl! fjar- skipti fara um garð hjá þeim. I gær átti Reykjavíkurflug- völlur 25 ára afmæli sem (slenzk ur flugvöllur. Alls eru fjórir menn hjá Flugmá’astjórn bún- ir að • vinna þennan tima og starfa enn þeir Stsurður Jóns son í loftferðaeftirlitinu Gunn- ar Sigurðsson flugv.stióri Lár- us Þórarinsson varðstjóri og Arnór Hjálmarsson. —JBP ififl ioý

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.