Vísir - 06.11.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 06.11.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir. Mánudagur 6. nóvember 1972 vísir Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Hrollvekfan Talsmenn rikisstjórnarinnar hafa tiðum, henni til afsökunar, vitnað i orð þau sem Ólafur Björnsson prófessor lét á sinum tima falla um hrollvekjuna, sem i vændum væri. Orð hans hafa þó, að sjálfsögðu oft verið rangfærð mjög og mis- túlkuð, en nú upp á siðkastið er stjórnarliðið farið að hampa þeim miklu minna en áður. Reynslan hefur sannað, að fyrsta hrollvekjan var sú að flokkar þeir, sem nú standa að rikis- stjórn, skyldu ná meirihlutavaldi á Alþingi til þess að mynda hana. Eftir aðeins fimmtán mánaða valdatið hennar er efnahagsmálum þjóðarinnar svo komið, að ekki er of djúpt tekið i árinni, þótt nú sé látið svo um mælt, að hugsunin um framtiðina og þær aðgerðir stjórnvalda i efnahagsmálum, sem óhjákvæmiiega hljóta að vera i vændum, veki hjá mönnum hroll og kviða. Rikisstjórnin lætur talsmenn sina og málgögn stöðugt hamra á þvi, að það sem er, sé ,,arfur” frá viðreisnarstjórninni. Þessi fjarstæða hefur margsinnis verið rekin ofan i þá, sem halda henni fram, og ætti þvi að reynast rikisstjórninni gagnslitil til þess að afsaka ráðleysi sitt og mis- tök. Skýrslur þær, sem nú eru fyrir hendi um þróun efnahagsmálanna á áratugnum 1960-1070, sýna að það timabil varð mesta framfaraskeið i sögu þjóðarinnar á þessari öld, þrátt fyrir þau stórkostlegu áföll, sem yfir efnahagslifið dundu á siðari hluta áratugsins. Fyrri rikisstjórn tókst, með stefnufestu og vit- urlegum viðbrögðum að sigrast á þeim erfið- leikum, sem aflabrestur og gifurlegt verðfall á mikilvægustu útflutningsvörum þjóðarinnar olli. Og þegar núverandi stjórn tók við var efnahags- lifið komið á réttan kjöl aftur og það svo, að engin rikisstjórn á Islandi hefur setzt að völdum við betri aðstæður. En hvernig er nú umhorfs i islenzku atvinnu- lifi? Helztu atvinnuvegir landsmanna eru reknir með tapi: Bátaflotanum er haldið úti með styrkgreiðslum úr hans eigin varasjóði, sem átti að nota til að mæta hugsanlegum verðlækkunum siðar. Allir vita hvernig komið er fyrir frysti- húsunum. Þau fá lika styrk úr fyrrnefndum sjóði, sem engan veginn nægir þeim til frambúðar. Hjá togaraflotanum er svo ástatt, að við stöðvun hans liggur. Samningum togarasjómanna hefur verið sagt upp. Sjómenn krefjast hærri launa, en út- gerðin er svo þrautpind, að hún þolir enga út- gjaldahækkun. Vitað er að viðskiptahalli við útlönd verður á þessu ári milli fjögur og fimm þúsund milljónir króna, eða svipað og i fyrra. Enginn veit enn til fulls hvað rikisstjórnin ætlar að gera, og hún sjálf liklega ekki heldur. En þær ráðstafanir hennar, sem þegar hafa verið boðaðar, hljóta að hafa i för með sér mikla skerðingu lifskjara allra launþega i landinu, svo sem skerta visitölu og hækkun óbeinna skatta. Biðin er löng í bandalagsríki íslendinga íslendingar eru i banda- lagi viö Protúgali. Þessir bandamenn okkar í NATO lifðu i fjóra tugi ára undir einræði Salazars. Þing þeírra var brúðuleikhús. Kjör þeirra voru einhver hin aumustu. Við völdum tók maður, sem lýsti áhuga sinum á lýðfrelsi og umbót- um. Eftirmaður Salazars, Marcello Caetano, hefur verið við völd i fjögur ár. Þing Portúgala er brúðuleikhús. Kjör þeirra eru hin aumustu. Lýðfrelsi fótum troðið. Portúgalska stjórnin heyr nýlendustrið i Afriku og veitir til þess miklum hluta tekna. Fólkið i landinu sér ekki muninn á gamla einræðisherranum og eftirmanni hans. Caetano safnaði i upphafi i stjórn sina tæknimönnum, sem virtust að minnsta kosti hafa áhuga á efnahagslegum framför- um, þó ekki lýðfrelsi. En þeim hefur verið vikið úr stjórninni eða þeir látið af störfum vegna von- hrigða. Margir höfðu lifað i voninni um timann að Salazar, eins og marg- irSpánverjar binda vonir við frá- fall Francos. Eftirmaðurinn i Portúgal vildi kannski einhverju breyta, er hann tók við. Að minnsta kosti var viða komið á fót nefndum og vöngum velt yfir hugsanlegum framförum. Kannski var það allt hið rótgróna valdakerfi þjóðfélagsins, eftir fjóra áratugi og reyndar aldir, sem ekki varð um þokað, svo að Caetano tók þann kost að sofna á umbótunum. Kannski var Caetano einungis að friða lýðinn, meðan hann kæmi betur undir sig fótum. ,,Lengi getur vont versnað". Nokkrar umbætur voru reynd- ar á stjórnarskránni i fyrra, en mjög af skornum skammti, auk þess sem rikisstjórnin stöðvaði margt af þvi með reglugerðum, sem oft voru strangari en var i tð Salazars. Til dæmis var blásið i lúðra og boðað, að prentfrelsi skyldi i lög leitt, að minnsta kosti á pappir i stjórnarráðinu. Þær vonir, sem vöknuðu við þetta, voru drepnar með tilskipan stjórnarinnar um, að ritskoða skyldi allt prentað efni um stjórn- mál, efnahagsmál og þjóðfélags mál, sem út kæmi i landinu, þar meðtaldar bækur allar. Þetta voru mun meiri einræðislög en giltu i stjórnartið Salazars, þótt útkoman sé hin sama: ekkert prentfrelsi. Stjórn Caetanos herti einnig bann við félagastofnun, sem var nær algert fyrir. Nýju lögin banna menningar- félög, lögreglan leysti upp nær öll félög stúdenta, og lamaði starf- semi verkalýðsfélaganna, sem þó höfðu aldrei verið leyfð nema sem þáttur i valdakerfi stjórnarinnar. En jafnvel forystumenn verka- lýðsfélaga, sem koma þar að áhrifum fyrir miskunn stjórnar- innar, kunna að „gleyma sér” og verða með uppsteyt, þegar harðnar. Þvi var nú gengið ein- arðlega fram i handtökum og brottrekstri þeirra trúnaðar- manna verkafólks, sem höfðu verið með eitthvert andóf. Herinn mátaði forsætisráðherrann. Caetano forsætisráðherra átti færi á að tryggja völd sin i fyrra, þegar kjörtimabil forseta lands- ins rann út, en stjórnmálakerfi einræðisins i Portúgal setur kosningar á svið reglulega eins og gerist annars staðar, svo sem austan „tjalds”. Gamalménni, Américo Thomas, hafði verið for- seti siðan 1958. Hann var hand- genginn Salazar, svo að auðvelt Eftirmaöur einræöisherrans varð þræll forsætisráðherra. .kerfisins” — Caetano Andlit látna einræðisherrans, Salazars, er á öllum hlutum. Illlllllllll llffl Umsjón: Haukur Helgason var að framfylgja þeim þætti kerfisins, að forseti skyldi að nafninu til geta valdið forsætis- ráðherra og með þvi rikisstjórn að eigin geðþótta. Forseti hefur einnig i lögum vald til að reka for- sætisráðherra að vild sinni. Þetta kúnstverk stjórnarskrárinnar, að einræðisherrann Salazar hafði undirmann sinn i forsetastóli og þvi i lagalegu tilliti „yfir sér”, fór nú að skipta máli, þvi að yrði Catano forseti, ætti honum frem- ur að takast að ýta fram einhverj- um umbótum. Margir álitu, að hann vildi i reynd umbætur en hann væri viljalaust verkfæri kerfisins, meðan kerfið gæti not- að einn sinna manna i forseta- embætti til að ógna og jafnvel reka færsætisráðherra, sem ekki dansaði eftir pipunni. Umbótamenn reyndu að fá Ceatano til að bjóða sig fram til forseta, eftir að Thomas gamla flotaforingja hefði verið ráðlagt að hvila sig. Catano lét i ljós áhuga á þessu, en fulltrúar hers- ins birtust hópum saman og sögð- ust eiga forsetaembættið, ef gamli forsetinn hætti, og skir- skotuðu til þess, sem þeir kölluðu „hefð”, að forsetinn væri fulltrúi hersins. Meðal þeirra, sem nú sóttust eftir embættinu, voru þrir yfir- menn i nýlenduher Portúgala i Afrikulöndum þeirra, Angólu, Mosambik og Gineu. Caetano kaus þvi að stuðla að þvi, að gamli flotaforinginn Thomas sæti áfram i forsetastóli. Við það voru sprengjutilræði gerð. Andstæðingum einræðis valdhafanna þótti vonir þverra. Stjórnin svaraði i sömu mynt, með ofbeldi. Lögregla og dómarar fengu aukin völd. Grunaða menn má handtaka og halda i fangelsi að vild án opinbers dóms. Þetta var einmitt venja Salazars. Caetano-stjórnin afnam full- komlega réttindi slikra fanga til að hafa aðstoð lögfræðinga. Þannig er allt samt við sig i bandalagsriki Islands Vonir lýðræðissinna, sem mikið voru bundnar þvi, að Portúgal hlýtur að „opnast” með vaxandi samstarfi við aðrar þjóðir i efna- hagsmálum, að Portúgalir hljóta að kynnast aðstæðum annars staöar i vaxandi mæli, urðu að engu. Fáfræði og fátækt al- mennings er nægileg trygging kerfisins, en hún hlýtur að ónýt- ast. Kerfið i Portúgal getur ekki staðizt til eilifðarnóns. En biðin er löng.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.