Vísir - 06.11.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 06.11.1972, Blaðsíða 9
Stórleikur Vals a á réttum tfma! Sigraði Fram í síðasta leik Reykjavíkurmótsins og hlaut 11 stig eins og Víkingur Loksins sýndu Valsmenn sitt rétta andlit á Reykja- vikurmótinu gegn Fram í gærkvöldi. Þeir léku skin- andi vel — sinn langbezta leik i mótinu — og lokakafli leiksins var einkum stór- góður. Þá vann Valur upp tveggja marka forskot Fram — skoraði fimm mörk í röð — og sigraði í spennandi og skemmtileg- um leik með 12-10. Verð- skuldaður sigur og með heppni hefði sá sigur getað Lokastaðan í mótinu! Siðustu leikirnir i meist- araflokki karla á Reykjavik- urmótinu voru leiknir I gær og urðu úrslit þessi. Þróttur—tR 13-13 Víkingur—Ármann 15-13 Valur—Fram 12-10 Lokastaðan i mótinu varð þannig: Víkingur 7 4 3 0 91-77 11 Valur 7 5 1 1 86-72 11 Fram 7 5 0 2 99-76 10 KR 7 4 0 3 85-79 8 Ármann 7 2 2 3 81-76 6 Þróttur 7 1 3 3 86-92 5 ÍR 7 1 2 4 79-89 4 Fylkir 7 0 1 6 49-105 1 orðið talsvert stærri. Lánið lék ekki beint við Val í fyrri hálfleiknum og liðið átti þá 4-5 stangarskot. Þetta var bezti léikur mótsins — einkum var varnaúleikurinn og markvarzlan góð hjá báðum lið- um, Ólafur Benediktsson varði frábærlega hjá Val i lokakafla leiksins. Þrátt fyrir tapið lék Fram vel, en það háði liðinu að Axel Axels- son er ekki heill. Hann skoraði ekki mark i leiknum, enda eltur af Jóni Karlssyni þann tima, sem hann lék og Jón skilaði hlutverki sinu stórvel. Gerði Axel óvirkan, án þess að sýna nokkru sinni gróf- an leik. Axel misnotaði meira að segja vitakast i leiknum. Þetta var spennandi leikur og nú fóru landsliðsmenn Vals vel i gang, Ólafur H. Jónsson og Gunn- steinn áttu góðan leik og Ólafur Benediktsson sýndi nú loks i mót- inu hvers vegna hann er i lands- liðinu. Meira að segjz markvarzla hans skyggði á góða frammistöðu Þorsteins Björnssonar i marki Fram, þó miklu væri hún rólegri á allan hátt. En bezti maður Vals i leiknum var þó Jón Karlsson. Auk þess, sem hann gerði Axel óvirkan, skoraði hann tvö falleg mörk. Hjá Fram vakti nýliði, Sveiún Sveinsson, sem lék sinn fyrsta leik i meistaraflokki mikla at- hygli. Hann skoraði þrjú mörk — en brást svolitið skotfimin i lokin. Annars var Sigurbergur bezti maður liðsins, en Björgvin brást að nokkru aldrei þessu vant. Fram hafði lengi forustu i leiknum. Björgvin skoraði fyrsta markið, en Jón Karlsson jafnaði. Ingólfur óskarsson, eins og góð- um fyrirliða sæmir, kom Fram svo tvivegis yfir, en Stefán og Gunnsteinn jöfnuðu. Enn sigu Framarar framúr með mörkum Sveins og Sigurbergs. 5-3 eftir 13 min. Siðasta mark hálfleiksins skoraði Bergur úr viti á 15 min. og Fram hafði forustu 5-4 i hálfleik. Fá mörk, enda varnarleikur beggja liða mjög góður, og stang- irnar hjálplegar Fram. Framan af siðari hálfleiknum hafði Fram vel yfir — komst i 7-4 eftir aðeins þrjár minútur. En eftir að Bergur hafði misnotað illa vitakast hjá Val fóru Vals- menn að siga á með stórgóðum leik. Ólafur og Jón minnkuðu muninn i 7-6, en Fram komst aftur tveimur mörkum yfir með marki Sveins. Þá skoraði Torfi fyrir Val og Andrés úr viti fyrir Fram. En siðan kom glæsilegur leik- kafli Vals — sá langbezti, sem liðið hefur lengi sýnt. Valur jafnaði með mörkum Ólafs og Stefán á 14,min. og næstu 3 min. skoraði Valur enn þrjú mörk. 12-9 og sigur Vals öruggur þar sem aðeins tæpar fjórar minútur voru til leiksloka. Og Valur lék þessar lokaminútur af skynsemi — þar sagði leikreynslan vel til sin. Sigurbergur minnkaði muninn i 12-10 i lokin, en góður sigur Vals var i höfn. Mörk Vals i leiknum skoruðu Ólafur 3, Jón Torfi, Stefán og Gunnsteinn tvö hver og Bergur eitt. Fyrir Fram skoruðu Sveinn og Sigurbergur 3 hvor, Ingólfur 2, Björgvin og Andrés eitt hvor. Olafur 11. Jónsson lék skinandi vel i Valsliðinu I gærkvöldi. Hér skorar hann eitt af mörkum Vals — Björgvin Björgvinsson er aðeins áhorf- andi. Ljósmynd Bjarnleifur. Ungur piltur, Andrés Bridde, hefur vakið mikla athygli 1 liði Fram að undanförnu. Hér er hann I skotfæri, en Ólafur Benediktsson varði skot hans að þessu sinni. Lj.ósmynd Bjarnleifur. HVAÐ LEYNIST UNDIR ÁBREI0UNNI? Það nýjasta fró Skoda — SKODA 110 LSX með 63ja hestafla vél, alternator, rafmagnsrúðusprautum, vinyltoppi og ýmsum öðrum „rally“ útbúnaði. SKODA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.