Vísir - 08.10.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 08.10.1974, Blaðsíða 3
3 Visir. Þriðjudagur 8. október 1974. Vilja helzt í fjallaferðir Hvers konar leikfimi viljið þið? Það féll i góðan jarðveg hjá nemendum Menntaskólans við Hamrahlið að geta látið i ljós álit sitt og óskir um leikfimi, sem hefur verið i föstum skorðum i mörg ár i skólum. Efnt var til skoðanakönnunar, og er þegar farið að fara eftir henni, eftir þvi sem hægt er. Nemendur skólans standa þó ákaflega illa að vigi, þvi að fyrir meira en 800 nemendur er enginn iþróttasalur. Hilmar Björnsson, iþrótta- kennari skólans, taldi það heppi- legra að fá frá nemendum sjálfum, hvar áhuginn lægi varðandi iþróttir, og fór þvi af stað með skyndikönnun, sem segja má, að hafi verið skipt i tvennt: almenna leikfimi og svo helgarferðir eða námskeið. Gefinn var kostur á mjög mörgum greinum, svo sem fjalla- Skárust í andliti Bílstjóri og farþegi hans, báðir ungir menn, skárust talsvert i andliti, er þeir lentu i árekstri á laugardag. Óhappið var á mótum Hring- brautar og Hofsvallagötu. Ungu mennirnir voru á leið vestur Hringbraut i fólksbil sínum. Á gatnamótunum beygði bfll úr gagnstæðri átt, sem fullorðinn maður ók, i veg fyrir bil piltanna. Við áreksturinn valt bíll hans og skemmdist talsvert á hliðinni. Maðurinn meiddist ekkert. Piltarnir, sem voru ekki spenntir i bilbelti, skullu með andlitin i framrúðu bilsins. Far- þeginn i bflnum slasaðist öllu meira en bilstjórinn. —óH Stal hátalara- kerfi úr laugunum Lögreglan mætti manni á gangi á Suðurlandsbraut nú um helgina með fangið fullt af hátölurum, magnara, hljóðnema o.fl. af sliku tagi. Þegar maðurinn var spurður fyrir kurteisis sakir, hvaðan gripirnir væru ættaðir, kom i ljós, að þeir voru ekki i eigu hans. Hann hafði fengið sér einum of mikið neðan i þvi, og i ölvimunni brauzt hann inn i sundlaugarnar i Laugardal. í útsýnisturni laugarvarðarins var þetta hátalarakerfi staðsett. Maðurinn tók það allt saman niður og gekk á braut. Hann kunni hins vegar litlar skýringar að gefa á þvi, til hvers hann hefði ætlað að nota kerfið. —ÓH ferðum, knattspyrnu, borðtennis, skiðaferðum, sundi, djass-leik- fimi, trimm-leikfimi, úthalds- þjálfun, áhaldaleikfimi, lyfting- um, körfubolta, handbolta, gömlu dansa-námskeiðum, blaki badminton og frjálsum iþróttum. 200 piltar og 175 stúlkur tóku þátt i skyndikönnuninni. Fjalla- feröir urðu númer eitt hjá báðum. Piltar greiddu þeim 108 atkvæði, en stúlkurnar 121 atkvæði. Hjá piltum var knattspyrna i öðru sæti, en stúlkur greiddu henni 16 atkvæði á móti 100 atkvæðum pilta. 1 öðru sæti hjá stúlkum voru gömlu dansa-námskeið með 116 atkvæði á móti 40 atkvæðum hjá piltum. Lyftingar hlutu fæst atkvæði hjá stúlkunum eða aðeins þrjú. Trimmleikfimin var i neðsta sæti hjá piltum, hlaut.4 atkvæði. Um þrjár vikur eru siðan skyndikönnunin var framkvæmd. Þegar er farið að taka tillit til hennar, og er badminton og borð- tennis komið i fullan gang. Mjög fliótlega verður lagt i fjallgöngu, sundstaðir eru opnir fyrir alla nemendur og reynt verður að taka aðrar greinar upp fljótlega. Það er ákaflega slæmt, að svo stór skóli sem Menntaskólinn við Hamrahlið er, skuli ekki hafa iþróttasal til afnota, en þar eru — skyndikönnun meðal nemenda MH um leikfimi, og tekið tillit til hennar nú þegar sem fyrr segir yfir 800nemendur. 1 öldungadeild eru svo um 500 nemendur, en þeir geta ekki tekið þátt I iþróttum, þar sem þeir sækja tima eftir kl. 4 á daginn, einmitt þegar iþróttirnar eru stundaðar. -EA ÞEKKIÐ ÞIÐ, GÖMLU KVENNA- SKÓLASTÚLKURNAR? — Nú geta lesendur spreytt sig á œttfrœðinni Ættfræði er sérgrein okkar tslendinga, enda þekkir hver annan, ef svo má segja, og varla hittast tveir menn, svo að þeir eigi ekki sameiginlega kunningja eða vini. Gamlir nemendur Kvennaskólans eru að leita uppi ættfrótt fólk afkomendur eða vini nokkurra kvennaskólastúlkna frá sfðustu öld og fyrstu árum þessarar aldar. Tilgangurinn með þessu er sá að fá upplýsingar um þessar fyrrverandi skólastúlkur, en þær verða siðan prentaðar með 5000 öðrum 1 bók, sem fljótlega kemur út I tilefni aldarafmælis skólans. Enn vantar upplýsingar um nær 70 stúlknanna, og nú ættu lesendur VIsis að spreyta sig á dálitlum ættfræðileik, og reyna að finna út, hverjar þær voru. Látið slðan Björgu Einarsdóttur I sima 14156 vita. Þær upplýsingar, sem vantar,eru fæðingardagur og ár, skólaár og lokapróf, ef um það er að ræða Og hér kemur listinn: Nöfn þeirra nemenda, sem enn vantar fæðingardag og ár hjá. Sat i skóla: 1894-95 Anna Guðmundsdóttir. Anna Jónsdóttir, Árness. Anna Jónsdóttir. Guðbjörg Bjarnadóttir, Reykjavik. Guðbjörg Jónsdóttir, (til janúarloka), S.-Múlas. Guðlaug Einarsdóttir, Reykjavik Guðlaug Stefánsdóttir. Guðriður Olafsdóttir Guðriður Sveinsdóttir, Húnavatnss. Guðrún Arnadóttir, Austurkoti, Vogum (af mynd)? Guðrún Eggertsdóttir. Guðrún Einarsdóttir (1. b.) Guðrún Guðmundsdóttir, Reykjavik. Guðrún Guðmundsdóttir, i 4. bekk til febrúarloka. Guðrún Jóhannesdóttir, Bakka Geirdal. Guðrún Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir, Miðengi, Grimsnesi, Arness. Guðrún ólafsdóttir. Guðrún P. Stefánsdóttir (1. b.) _____ Guðrún Stefánsdóttir, (3. b.) Hvorug þessara var frá Fagraskógi. Guðrún frá Fagraskógi var i skólanum 1912-13. 1884-85 Halldóra Kristjánsdóttir, Reykjavik (þ.á. er stúlka með þessu nafni, 29 ára i Kristjánshúsi I Vesturgötu sbr. sóknar- mannatal i Reykjav.) 1897-98 Helga Jónsdóttir. dóttir Jóns lóðs? Helga Magnúsdóttir, Reykjavik Hólmfriður Þorvaldsdóttir, Árness. Ingibjörg Bjarnadóttir, Reykjavik. Ingibjörg Björnsdóttir. Ingibjörg Friðriksdóttir (til áramóta). Ingibjörg Jónsdóttir. Ingibjörg Sigurðardóttir, Reykjavik. Ingibjörg Vigfúsdóttir Ingibjörg Þorvaldsdóttir. Ingigerður Sigurðardóttir, Reykjavik. Ingveldur Eyjólfsdóttir. Reykjavik. Ingveldur Jónsdóttir, Holtum. Jakobina B. Magnúsdóttir, (til áramóta). Jóhanna Johannessen, Reykjavik. Jóhanna Jónsdóttir, Skaftafellss. Jónina Pálsdóttir. Kristbjörg Sigurðárdóttir, Þingeyjars. Kristin Bjarnadóttir Kristin Eyjólfsdóttir. Kristin Jakobsson Kristin Jónsdóttir (e.t.v. frá Hrisum). Kristin Jónsdóttir Kristin Þórðardóttir. Kris.tjana Gestsdóttir. Kristjana Jónsdóttir, Reykjavík. 1898-99 1916-17 1885- 86 1898-99 1890-91 1894-95 1894- 95 1896-97 1906-07 1892-93 1909- 10 1883-84 1910- 11 1905-06 1886- 87 1895- 96 1894-95 1908-09 1908-09 1890- 91 1889- 90 1899-00 1887-88 1906 1906-07 1898- 99 1891- 92 1887- 89 1899- 00 1888- 90 1892- 93 1907 1893- 94 1898- 99 1904-05 1885-86 1885-86 1891-92 1910-11 1899- 00 1901-02 1891-92 1910-12 1890- 91 1893-94 Kristrún Jónsdóttir, Reykjavik. 1905-06 Lilja Guðmundsdóttir 1911-12 Lovisa Guðmundsdóttir. 1886-87 Margrét Björnsdóttir, á sóknarmannatali I R. þ.á. er stúlka með þessu nafni, 19 ára, sögð i kvennaskóla til húsa hjá Einari Zoéga, hótelhaldara (Vesturgötu) — i næsta húsi við Jón Borgfjörð. 1906 Margrét Björnsdóttir, (hætti f. áramót). 1883-84 Margrét Einarsdóttir, Reykjavik. Margrét Jónsdóttir Margrét Pálsdóttir. Ólína Bjarnadóttir Pálina Guðmundsdóttir Pálina Sigurðardóttir (aðeins i söng) Rannveig Jónsdóttir, Reykjavik. Sigriður Jónsdóttir (1. b.) Sigriður Jónsdóttir (4. b.) Sigriður Jónsdóttir. Sigriður Jónsdóttir, Reykjavik — umsækjandi Briet (c:Bjarnhéðinsd.). 1905-06 Sigriður Guðmundsdóttir Sigriður Guðmundsdóttir, Gullbringu- og Kjósars. Sigriður Guðmundsdóttir, ísafjarðars. Sigriöur Böðvarsdóttir. Steinunn Jónsdóttir. Valgerður Þorsteinsdóttir (hætti f. áramót) Vilborg Jónsdóttir (hætti f. áramót). Þorbjörg Jónsdóttir. Þórdis Jónsdóttir. Þórunn Arnadóttir, hjá Daniel fotograf Þuriður Sigurgeirsdóttir. 1894-95 1901-02 1920-21 1906- 08 1888-89 1914-15 1907- 08 1907-08 1897-98 1893-94 1898-90 1898- 99 1891-92 1891-92 1911 1874 1891-92 1891-92 1899- 00 1916-17 Kennarar, sem ekki eru vituð deili á: Kennsluár: Sigriður Jónsdóttir námsgrein: léreftasaumur, Sigrún Jónsdóttir Námsgrein: utanyfirfata- 1903-09 vefnaður 1902-21 saumur 1880-82 83-84 Valgerður Jónsdóttir námsgrein: leikfimi 1886-88 Valgerður Jónsdóttir námsgrein: léreftasaumur, hekl. Rýmingarsala - Rýmingarsala Rýmingarsala á kuldaúlpum. Barna og unglinga úlpur frá 1.000 kr. Fullorðins úlpurfrá 1.500 kr. Nylonúlpur 3.950 kr. - Skíðablússur 2.950 kr. - Vinnujakkar 2.950 kr. Vinnufatabúðin - Vinnufatabúðin - Vinnufatabúðin Laugavegi 76 Hverfisgötu 26 Hafnarstrœti 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.