Vísir - 08.10.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 08.10.1974, Blaðsíða 16
VÍSIR ÞriOjudagur 8. októbcr 1974 „Frjáls menning": Yfit' 8 þúsund nöfn nú þegar Um 8 þúsund manns hafa skrifaö sig á lista félagsins Frjúlsrar menningar, aO sögn Birgis ViOars Halidórssonar. ,,Viö teljum þetta sönnun þess, aO viO sjónvarps- málunum þurfti aO hreyfa nokkuO rösklega,” sagöi hann. Þá kvaö Birgir fjárframlög hafa borizt og er þeim ætlaO aO standa straum af kostnaOi viO starfsemina. Margir hafa komiO frá vinnu- stööum til skrifstofunnar í Skip- holti 37 og tekiö þar lista, sem þeir hafa siOan komiO meö út- fyllta. Birgir benti á, aö aöeins 18 ára og eldri væri ætlaö aö skrifa undir listana. Perur fyrir skammdegið og til að hjólpa öðrum Lionsklúbbur Hafnarfjaröar veröur meö sfna árlegu perusölu i dag. Þá er alþjóölegur þjónustu- dagur Lionsmanna og verja félagarnir f Hafnarfiröi deginum til aö ganga i hús og bjóöa perur til sölu. AgóOinn rennur til góOgeröar- starfsemi, t.d. til St. Jóseps- spitala, Sólvangs og hjálpar- sveita. Nýlega gáfu klúbbarnir sky Idun á m sskólun u m þrem svonefndan lesrita, sem er tæki, sem hjálpa á krökkunum til aö læra stafina og raöa þeim saman i orö. —JB Dauðaslys d Dalvík 27 ára gamall sjómaöur lézt af völdum bilslyss á Dalvik aöfara- nótt laugardagsins. Maöurinn hét Þorleifur Arnason og var ókvæntur og barnlaus. Atvik voru þau, aö Þorleifur var aö koma heim til sfn um kl. 2.45 abfaranótt laugardagsins. Fékk hann far meö bil, sem ók honum eftir svonefndri Gunnars- braut, sem er nýleg gata og liggur i gegnum Dalvik sem framhald af þjóöveginum. Billinn sem Þorleifur var farþegi i stanzaöi viö hægri veg- arbrún og þurfti Þorleifur aö fara yfir götuna til aö komast heim til sin. Hann gekk austur yfir götuna og I sama mund bar aö bil, sem ók i suöur átt. Bilstjórinn mun ekki hafa séö til Þorleifs, enda gatan óupplýst. Þorleifur varö þvi fyrir bílnum, og lézt nær samstundis. Gatan er steinsteypt og var hún blaut er slysið varö. Ekki sáust nein hemlaför. Læknir kom þegar á staöinn og var Þorleifur fluttur á læknastofu á staönum. Hann var látinn er þangaö kom. —JB 865 þúsund króna bílferð — Leigubílstjórí í gœzlu vegna grunsamlegrar úvísunar Leigubílstjóri nokkur situr nú í gæzluvarðhaldi þar sem hann er grunaður um að hafa út- búið ávísun með heldur betur stórri upphæð. Máliðerallt mjög loðið/ en málavextir virðast þeir,að bílstjóri þessi hafi veríð pantaður í túr af vel efnuðum manni hér í borg. Hann sendi bílstjór- ann í verzlun fyrir sig til að kaupa meðul. Sá, sem sendi bilinn, hefur mikiö verzlað viö þá sömu bila- stöð og bllstjórinn ók fyrir og ætiö sýnt bilstjórunum nokkurt traust. Sem og oft áöur er taliö aö hann hafi undirritað og fyllt út ávisun fyrir farinu og vörunum, sem bilstjórinn átti aö kaupa, en þar sem hann hafi ekki vitaö hver upphæöin yröi hafi hann beðiö bilstjórann sjálfan að fylla út upphæö ávisunarinnar. Bilstjórinn er talinn hafa ritaö 865 þúsund krónur á ávisunina, eftir þvi sem bezt er vitað og var hnepptur i gæzluvarðhald skömmu siðar, þar sem ávisunin þótti grunsamleg. Hann situr enn I gæzluvaröhaldi og mun hafa haldiö fast viö þaö aö umgetinn viöskiptavinur hafi skuldað sér þessa upphæö. Rannsóknarlögreglan vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið i morgun, nema hvaö maöurinn væri enn I gæzlu.-JB •m: J i í f > fai • • ** ‘Tfjd | / iMÆr ‘ ' lÉaHflÍÍ'L '-W- SAS FJÖLGAR ÍSLANDS- FERÐUM — meðan aðrir aðilar A meðan samdráttur er hjá is- lenzku flugfélögunum, stendur starfsemi flugfélagsins SAS I miklum blóma. Þeir hjá SAS hafa nú ráðgert að auka starfsemi sina I samráði viö Flugfélag ls- lands. Frá og með fyrsta april tekur SAS upp tvær nýjar ferðir I viku með DC-9 milli Kaupmanna- hafnar og Keflavlkur með viö- komu I Bergen. Visir leitaði sér upplýsinga hjá Birgi Þórhallssyni forstj. SAS I Rvlk og kvað hann SAS hafa leigt Boeing 727 þotu flugfélagsins til aö fljúga fyrir þá tvisvar i viku NÆSTA draga seglin saman milli Kaupmannahafnar og Keflavikur. Einnig heföi rikt samstarf milli flugfélaganna tveggja um rekstur fjögurra feröa vikulega til Nassarsuaq á Vestur-Grænlandi. Þessar fjórar feröir ásamt hinum tveim fyrr- nefndu hafa eingöngu miöast viö sumartimann. I gærmorgun kl. 8 kom fyrsta DC-10 vélin af fimm sem SAS hefur látið smiöa fyrir sig, til Kaupmannahafnar. Þessar vélar, sem smiðaðar eru hjá McDonnel Douglas verksmiöjunum, eru meö fullkomnustu vélum sinnar SUMAR tegundar og eru útbúnar nýjustu rafeindatækjum til lengri flug- feröa og þannig hreyflum, að þær geta flogiö I einum áfanga alla leiö frá Kaupmannahöfn til Los Angeles á vesturströnd Banda- rikjanna. Eru þetta nýjustu vélarnar i breiðþotufjölskyld- unni, sem smiöaöar hafa veriö. Hyggst SAS nota þær á flug- leiðunum milli heimsálfanna, þar á meðal til Austurlanda. Onnur vélin af þessari gerð kemur til heimahafnar SAS 4. næsta mánaðar og tvær fær félagiö til viöbótar á næsta ári. Seinasta vélin af þessari gerö verður af- greidd áriö 1976. —JH— Óvœnt i unglinga- landsliði! Hann komst óvænt i góðan félagsskap landsliðsmanna unglinga i knattspyrnu, eigandi Suzukimótorhjólsins i gærkvöldi. Honum Bjarnieifi ljósmyndara fannst það hinn ákjósanlegasti kjarni 1 mynd af unglingaliðinu, sem i kvöld er I eldlinunni i knattspyrnu. Strákarnir voru annars að fara i nudd hjá Edvald Hinrikssyni, Mikson, eins og flestir þekkja nuddarann góðkunna i Hátúninu. Við vonum bara allt það bezta til handa unglingunum I kvöld, þegar þeir eiga við Ira á kna ttspy rnu vellinum. Fœrri í Hdskólanum nú en í fyrra „Það eru um 2300 búnir að láta skrásetja sig i dag, en þegar mest var i fyrra voru 2396 nemendur i Háskól- anum,” sagði Stefán Sörensson háskóla- ritari i viðtali við Visi i morgun. Ekki kvaðst Stefán þó búast viö að háskólastúdentum væri að fækka, þótt ennþá væru færri skráöir en i fyrra og kennsla hafin i öllum deildum. ,,Ég á von á þvi, að tvö til þrjú hundruð eigi eftir að láta sjá sig. En það virðist lenzka aö mæta of seint, og okkur gengur erfið- lega að halda þeim frestum og timamörkum sem við setjum,” sagði Stefán. Skrifstofa Háskólans hefur enn ekki gengið frá upplýsingum um þaö, hvernig stúdentar skiptast niður i deildir og hverjar breytingar séu á fjölda I deildum. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.