Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Þriðjudagur 22. aprll 1975. 7 Mini-pils eru algjörlega horfin af sjónarsviðinu. Þessi sldd er algengust nú, og verður það I vetur eftir öllu að dæma. Túr- banar eru mjög vinsælir á þeim tlzkusýningum, sem hafa ný- lega verið I París. Rétt þegar við hér norður á hjara verald- ar erum farin að sjá glitta i sólina dag og dag, eru menn úti í hin- um stóra heimi farnir að hugsa fyrir næsta hausti og vetri, og það i virkilegri alvöru. Það eru að sjálfsögðu þeir sem hafa veg og vanda af öllum tjzkufatnaði sem framleiddur er. Sýningar eru nú haldnar hvað eftir ánnað á þeim fatnaði, sem hvert fyrirtæki fyrir sig boðar næsta haust og vetur, og hingað berast svo myndir af þessum fatnaði. Mest er að sjálfsögðu um að vera I Paris. Meðfylgjandi myndir eru einmitt þaðan og sýna það allra nýjasta, sem boðað er. Það er ekki annað hægt að segja en að tizkuhönnuðir séu nokkuð sammála i framleiðslu sinni. Siddin á kjólum og pils- um, kápum og slám er yfirleitt sú sama, og flestallar hug- myndir að fatnaðinum eru sótt- ar aftur i timann. Annars berast þær fregnir frá tizkuheiminum i Paris, að kin- Deanna Littell, amerlskur tlzkuhönnuöur sem starfar I París, sýnir hér fatnað sinn fyrir næsta haust og vetur. Lengst t.v. er chiffonkjóll, þá kemur brúnn ullar- og jerseykjóll meö þykku sjali. Rússneskur stlll er yfir klæönaöinum lengst t.h., sem er dökkgrænn. NÚ SÝNA ÞEIR HAUST- OG VETRARTÍZKUNA — rétt þegar sólin er að byrja að skína hjá okkur Hér sjáum viö snjóhvita dragt með löngum trefli og húfu frá fyrirtæki I París, sem heitir Ungaro. Það sýndi fyrir stuttu vetrartizku slna, og þessi fatnaður var einn af þeim, sem boðaður er þá. verskur fatnaður hafi ákaflega mikil áhrif á vetrartizkuna, og segja má, að kinversk alda gangi nú þar yfir i tizkuhúsun- um. Er svo að sjá sem flestir tizkuhönnuðirnir hafi orðið fyrir áhrifum þaðan. Ef mamma, eða kannski amma, hefur verið svo forsjál að geyma eitthvað af sinum fatnaði frá yngri árum, þá er ekki að efa, að hægt er að taka hann fram núna og nota hann. INN | SÍÐAIM I Umsjón: Edda Andrésdóttir EKKERT SIGRAR GALLABUXURNAR! — en skemmtistaðir vilja þœr helzt ekki Þeir .sem komizt hafa á lagiö meö aö ganga I gallabuxum segjast helzt ekki vilja I ööru vera. Þeim til mikillar ánægju getum viö upplýst þaö aö þeir geta lengi vel enn stormað um göturnar fullvissir um aö þeir eru klæddir samkvæmt nýjustu tizku. Gallabuxurnar komust I tizku og þær halda þar enn velli. Sniöiö á þeim hefur að sjálfsögðu breytzt með árunum. Eftir aö hafa veriö niðþröngar um öklana fóru þær vlkkandi, þar til skálmarnar voru næstum eins og pils, og þannig er sniöið á mörgum buxunum I dag. Gamla rokktizkan, sem sumir segja að sé að koma aftur af fullum krafti, krefst þess þó aö bux- urnar séu þröngar að neðan. Beztar þykja buxurnar snjáðar og upplitaðar, enda fást þær þannig i verzlunum. Þeir sem vilja þær þannig, þurfa þvi ekki lengur aö þvo þær aftur og aftur upp úr klór og alls kyns efnum til þess að fá þær þannig. A meðfylgjandi myndum sjáum við dæmi um allra nýjustu gallabuxnatizkuna. Og það eru ekki bara buxur, sem framleiddar eru úr þessu vinsæla efni, heldur einnig alls kyns jakkar, kápur og blúss- ur. Gallabuxur eru þvi miöur dýrar I verzlunum hér, þó það fari sjálfsagt eftir tegundum. En það gildir ekki aðeins um þær, heldur flestan annan klæðnað. Það er bara verst, að flestir skemmtistaöir I borginni kunna ekki að meta þennan ágæta klæðn- að. í gallabuxum fær maöur nefnilega helzt ekki inni á slikum stöðum...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.