Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 16
VISIR Þriöjudagur 22. apríl 1975. Lögbannið á sjónvarpsþátt um Sverrr Kristjánsson: Sakborningar sýknaðir í undirrétti — málið enn hjá hœstarétti Nú þegar lögbann hefur verið sett á lestur Indriða G. Þorsteins- sonar á sögunni Þjófur i Paradis, rifjast upp fyrir mönnum, að fyrir nokkrum árum var annað lög- bannsmál á döfinni gagnvart Rikisútvarpinu: Þegar dætur Árna Þórarinssonar fengu sett lögbann á sjónvarpsþátt um Sverri Kristjánsson, sagnfræð- ing. „Þann 22. febrúar 1974 felldi fógetaréttur Reykjavikur lög- bannið úr gildi, og sýknaði Rikis- útvarpið og Sverri Kristjánsson af öllum sakargiftum í þessu máli,” sagði Pétur Guðfinnsson, skrifstofustjóri Sjónvarpsins i viðtali við Visi. „Dætur Árna á- frýjuðu málinu, og samkvæmt upplýsingum hæstaréttarritara verður það flutt i hæstarétti ni- unda mai næstkomandi. Þá má liklega vænta þess, að dómur hæstaréttar falli i mai.” Það má þvi segja um dómsúr- skurði á íslandi, að seint koma sumir en koma þó. —SHH íslandsdeild Amnesty International: Berjast fyrir frelsun sovézks stœrðfrœðings Siðan islandsdeild Amnesty International var stofnuð fyrir nokkrum mánuðum hcfur hún liaft i miklu að snúast. Blökku- hjón i Suður-Afriku, sem fangels- uö höfðu verið án þess að ljóst væri, hvað þau höfðu brotið af sér, hafa nú verib látin laus, en islandsdeildin hafði einmitt tekið þátt i baráttunni fyrir þau. Nú fer deildin aftur af stað, og að þessu sinni beinist baráttan að þvi að leysa úr haldi sovézkan stærðfræðing, Leonid Plyusch. Alþjóðleg nefnd stærðfræðinga hefur i samvinnu viö Frakklands- deild Amnesty International á- kveðið að efna til alþjóðlegs Leonid-Plyusch-dags, og verður hann á morgun, siðasta vetrar- dag. Leonid Plyusch var fangelsað- ur i janúar 1972 ásamt mörgum öðrum félögum litillar, lýðræðis- legrar hreyfingar, er hafði vernd- un mannréttinda að baráttumáli. Hann er nú lokaður inni á geð- veikrahæli, þar sem geðheilir fangar eru þvingaðir til að deila klefa með geðveikum. óttazt er um heilsu Plyusch, meðal annars vegna falskra lyfjagjafa, auk þess sem hann er bæklaður, segir i tilkynningu Amnesty Internati- onal. I fyrramálið munu stærðfræð- ingar um allan heim senda skeyti til sovézkra ráðamanna með náð- unarbeiðni til handa Leonid Ply- usch og að hann fái að flytja úr landi með fjölskyldu sinni. Stærð- fræðingar við Háskóla íslands munu taka þátt i þessum skeyta- sendingum, að beiðni tslands- deildar Amnesty International. Þá hafa borizt fréttir um það, að sovézk yfirvöld hafi nú i hyggju að taka sovézka félaga Amnesty International fyrir og beita þá hörðu. Það hlýtur að leiöa til þess, að Amnesty-félagar um allan heim beiti sér enn frek- ar en áður að forsendulausum fangelsunum i Sovétrikjunum. —SHH Aftur „neikvœð" þróun— fólk sofnast á Reykjanes Aðrir landshlutar ná ekki landsmeðaltali í fólksfjölgun Fólkið streymir áfram til Suðvestur- lands. Sú jákvæða þró- un, sem átti sér stað i hittifyrra, að dómi fylgjenda jafnvægis i byggð landsins, hefur snúizt til hins verra. Reykjanesiö tók til sln obbann af fólksfjölguninni á siðasta ári, miðaö við manntal I desember siðastliðnum. Enginn landshluti utan Faxaflóasvæöisins náði meðaltali landsins I fólksfjölgun og jafnvel varö fólksfækkun i sumum þróttmiklum þéttbýlis- kjörnum og dreifbýli. Fólki fjölgaði um 1,25 prósent á landinu öllu á tlmabilinu frá 1. desember 1973 til 1. desember siöastliðins, það er að segja um 2673 manns. í Reykjaneskjör- dæmi fjölgaði fólki um 1675 eða 3,98 prósent. í Reykjavlk varð aukningin aðeins 0,39 prósent eöa 332 manns. 1 borginni byggjast enn ný hverfi,-en á móti kemur, að fólk vill hafa meira rúm, svo að fleiri og fleiri fermetra húsnæð- is þarf fyrir hvern mann. Upplýsingar þessar er aö hafa I greinargerö frá Fjórðungssam- bandi Norðlendinga, sem vitnar til þeirra I kröfum um, að betur verði búið að landshlutum utan Faxaflóasvæðisins, svo að aftur takist aö snúa vörn I sókn I jafm vægi I landsins byggð. 1 Noröur- landi varð fólksfjölgunin 1,13 prósent á timabilinu frá 1. des. 1973 til 1. des. 1974, samkvæmt þessum upplýsingum. Þetta er 0,12 prósent undir landsmeðal- talinu. 1 kjördæmum utan Reykjaness var aukningin hvarvetna undir landsmeöaltal- inu, og á Vestfjörðum varð fækkun um 0,52 prósent. Fólksfjölgunin varð 1,02% á Vesturlandi, 1,14% á Austur- landi og 0,37% á Suðurlandi. — HH Prentsmiðju- eigendur samþykkja Prentsmiðjueigendur sam- þykktu með öllum greiddum at- kvæðum samning þann, sem full- trúar þeirra höfðu gert við Hið Is- lenzka prentarafélag, bókbindara og grafiska sveinafélagið. Kauphækkun samkvæmt þess- um samningi er yfirleitt 8-9 af hundraði og mun meiri fyrir nema og aðstoðarfólk I prent- smiðjum. —HH Stúlka stökk út um glugga á logandi húsi Eldur kom upp I húsinu að Gránufélagsgötu 17 á Akur- eyri laust eftir miðnættið I nótt. Þetta er lltið járnvarið timburhús, kjallari.hæð og ris. Stúlka, sem stödd var i risinu, mun hafa stokkið út um glugga og hlotið einhver meiðsli, er hún kom niður á stétt eða i tröppur. Eldurinn kom upp I stofu I risinu, og brann risið töluvert. Mikið þurfti að rifa, þvi þetta hús er sem mörg önnur á þess- um slóðum einangrað með reiðingi. Hæðin og kjallarinn skemmdust af vatni og reyk. Fólkið, sem var I húsinu, var allt komið út, þegar slökkvi- liðið kom á staðinn, og þurfti liðið þó ekki að fara nema nokkur hundruð metra. Sex ibúar voru I húsinu og þrir gestir. Fljótt gekk að slökkva eld- inn, en vörður var á staðnum I alla nótt. Eldsupptök eru ó- kunn. —SHH 18 AF 22 TOGURUM HAFA STÖÐVAZT Togaraverkfallið magnast — en œ fleiri bátasjómanna samþykkja sinn samning Togaraverkfallið magnast. Atján af tuttugu og tveimur tog- urum munu nú bundnir við bryggju þess vegna, að þvl er Jón Sigurösson, forseti Sjó- mannasambandsins, taldi i morgun. Samningafundur i togaradeil- unni verður i dag. A meðan halda bátasjómenn áfram að samþykkja nýju bátakjara- samningana. Sjómannafélag Reykjavikur og sjómannadeild verkalýðsfélagsins i Keflavlk hafa bætzt við þau félög, sem sagt var frá i blaðinu I gær. Þá viröast sjómenn i Ólafsvik hafa hug á að endurskoða afstöðu sina, en þeir höfðu fellt samn- inginn með talsverðum meiri- hluta. „Þeir voru fljótir á sér,” sagði Jón Sigurðsson. Margir aðkomumenn greiddu atkvæði þar, sem ekki var lögmætt sam- félög kvæmt þvi fyrirkomulagi, sem var á atkvæðagreiðslunni að þessu sinni. Nú var kosið I hin- um einstöku félögum, en hefði verið kosið I einu lagi i Sjó- mannasambandinu, eins og áð- ur var gert, hefði verið i lagi, að aökomusjómenn greiddu at- kvæði. Atkvæði aðkomumanna hafa þó varla ráðið úrslitum I Ólafsvik, en engu að sfður mun þar verða kosið aftur um samn- ingana. —HH Einn af öðrum tinast stóru togararnir inn, VIsis Bjarnleifur). — og stöðvast. Hér er mynd úr ReykjavIkurhöfn.iLjósm. SST I Bauð hagstœð lán fyrirtœkis - | r jr f / f hei^n: | f || ^001^6^0^ fief „Það er rétt, að aðalforstjóri þessa brezka brúarsmiðafyrir- tækis kom hingað og bauð lán tii framkvæmda á góðum kjör- um”, sagöi Geir H. Zoega I við- tali við VIsi I morgun. Visir hafði spurnir af þvi, að brezkur framkvæmdamaöur hefði verið hér á ferð til að bjóöa fram fé til gerðar brúa yfir Borgarfjörö annars vegar en ölfurárósa hins vegar. „Þetta var aðalforstjóri brezka stórfyrirtækisins Cleve- land Bridge & Engineering Co, Mr. Dixon, sem kom til að kanna viðbrögöin hér”, sagði Geir. „Aöur haföi hann fengið heimild brezka útflutnings- bankans til að bjóða hér allt að 15 milljón sterlingspunda lán, en það jafngildir um 5,4 millj- öröum Islenzkra króna. Lánin áttu að vera affallalaus, á 7% vöxtum til allt að 15 ára. Þau verk, sem hann hafði I huga, voru brýrnar á Borgarfjörð og ölfusárósa, og jafnvel höfnin I Dyrhólaey, sem komið hefur til tals. Þessi lán eru að sjálfsögöu bundin þvi, að brezka fyrirtækið fái verkin. Cleveland Bridge & Engineering hefur gifurlega reynslu I gerð stórra brúa, er meöal annars nú að leggja brú yfir Humberfljót, og héöan fór Mr. Dixon til Danmerkur til að ganga frá samningum um gerö brúar yfir Vejlefjord”, sagði Geir H. Zoega. Mr. Dixon mun hafa rætt viö forráöamenn vegamála hér á landi og kynnt þeim erindi sitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.