Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 10
Vísir. Föstudagur 16. mai 1975. Tekin í gullnámum S-Afríku Hvað sýna bíóin um hvítasunnuna? Cr myndinni „Gumshoe” i Stjörnubiöi. Albert Finney er til hægri. námum og er það verk mjög skemmtilega af hendi leyst. Þegar baráttan við dauðann er sem tvisýnust i iðrum jarðar er hinn þekkti kvikmyndatöku- maður Ousama Rawi I essinu sinu. Gerð myndarinnar „Gull” var mjög umtöluð er hún fór fram i Suður-Afriku snemma á siðasta ári. Susannah York er langt frá þvi fylgjandi að- skilnaðarstefnu hvitra og svartra og kom framleiðendum myndarinnar i klandur með yfirlýsingum sinum. Arangur- inn af dvöl stóra kvikmynda- gerðarhópsins i Afriku bar þó ekki þann árangur, sem bjart sýnir menn höfðu vonazt eftir, en engu að siður gaf ferðin af sér hina ágætustu kvöld- 9kemmtun. Ariö er 1962, er myndin „American Graffity” gerist. Enginn var talinn til manna nema hann ætti hraðskreiðan bil. Myndin „Mahgum Force” býður upp á dágóöanskammtaf blóði og ofbeidi. Hér er Clint Eastwood að heilsa gömlum vini. TÓNABÍÓ -k-k Gull (Gold) Leikstjóri: Peter Hunt Aðalhlutverk: Roger Moore, Susannah York. Ferskleiki myndarinn- ar „Gull" felst í óvana- legu umhverfi hennar, gullnámum í Suður- Afríku. Það er ætíð gam- an að kynnast stöðum, sem hingað til hafa ekki. sézt á stóra tjaldinu og einmitt í þessu felst helzta gamanið við myndina „Gull". Að öðru leyti er myndin meðalmynd á allan hátt. Upp- skriftin er nýtizkuleg, fimmtán minútna kafli um fifldjarft flug, rúmar fimm minútur um Rolls- Royce, sem endilega þarf að eyðileggja, brytjað niður og hrært út i einar fimm sex kossa- og ástarsenur. Allt er þetta sið- an sett i feiti og steikt með all- góðum skammti af náttúruham- förum, sem eru einkennandi i kvikmyndum framleiddum árið 1974. Allt verður þetta eins gott og til var ætlazt. Roger Moore, nýjasti James Bondinn, kemur manni til að brosa af gömlum vana og Susannah York leikur ágætlega eins og jafn agaðri leikkonu sæmir. Með þessari Eitt og annað bitastætt rekur á fjörur kvik- myndaáhugamanna nú um hvítasunnuna. Þá munu kvikmyndahúsin flest taka nýjar myndir til sýninga og eru margar úr hópi þeirra, sem mest hefur verið beðið eftir. Nýja bíó mun hefja sýningar á listaverki Bunel „The Dicreet Charm of the Bourgeoisie” sem i islenzkri þýðingu hlýtur nafnið „Háttvisir broddborgarar”. Laugarásbió sýnir loks þá langþráðu mynd „American Graffity”sem alls staðar hefur hlotið mjög góða dóma sem sú mynd.sem hvað bezt hefur tek- izt að lýsa unglingum rokktim- ans. Myndin gerist öll á einum skólaslitadegi árið 1962 i Banda- rikjunum. Austurbæjarbió sýnir „Magnum Force” með Clint Eastwood i aðalhlutverki. M.ynd þessi er eins konar framhald af Dirty Harry og býður upp á mikið af blóði og ofbeldi. Stjörnubió hefur sýningar myndarinnar „Gumshoe” með Albert Finney (Murder on the Orient Express) i aðalhlutverki. Þetta er vönduð spæjaramynd i nokkurs konar Humphrey Bogart stll. Háskólabió mun sýna myndin „Brother Sun, Sister Moon” með Fransico Safarelli i aðal- hlutverki. „Gull” verður sýnd áfram i Tónabiói, Chaplin I Hafnarbiói og „Kelly’s Heroes” i Gamla biói. Rober Moore ásamt góðum spilafélaga sinum, Paddy Norvel. KVIKMYNDIR Umsjón: Jón Björgvinsson brjóta göng inn i gífurlega neðanjarðarvatnsæð undir þvi yfirskini, að hér sé um mikla gullæð að ræða. Þegar vatnið svo flýtur um öll göngin, munu að visu um þúsund verkamenn týna lifi sinu, en á móti kemur, að náman eyðileggst, gullið hækkar I verði og braskararnir hagnast. Þetta er söguþráður, sem beinist allur að einum hápunkti, þeim punkti er vatnið steypist inn i göngin og aðeins einn mað- ur Rod Slater (Roger Moore) hefur kunnáttu og djörfung til að stöðva flóðið og bjarga þar með þúsund mannslifum. A meðan nagar elskan hans (Su- sannah York) handarbökin uppi á yfirborði jarðar. Kvikmyndin var tekin i Suður- Afriku i raunverulegum gull- Slater (Roger Moore) og Big King (Simon Sabela) ’ halda ofan I námurnar til að hefta flóðið. mynd snýr hún sér aftur að kvikmyndaleik eftir nokkurt hlé, en fyrir hlé gerði hún það gott i kvikmyndum eins og „They Shoot Horses, Don’t They”, „The Killing of Sister George”, ,,7th Dawn” og „Images”, ef einhver kannast við þær. Roger Moore, sem enn fær að biða um stund eftir sinu bezta hlutverki, leikur hér verkstjór- ann Rod Slater, sem hefur yfir- umsjón með störfum i griðar- miklum gullnámum i Suður- Afriku. Hann er hækkaður i tign, til að forsvarsmenn nám- anna geti notað hann sem leik- sopp i að koma á fífldjarfri áætl- un, sem hafa á þær afleiðingar, að gullverð i heiminum rjúki upp úr öllu valdi. Þeir ætlaaðfá námuverkamennina tii að cTyienningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.