Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 19
Visir. Föstudagur 16. mal 1975. 19 ÚTVARP OG SJÓNVARP UM HELGINA „Liljur vallarins" í sjónvarpinu annað kvöld: Sidney Poitier — fyrsti blökkumaðurinn, sem varð kvikmyndastjarna í Hollywood Það var árið 1964, Söngva- myndin Tom Jones var óskars- verðlaunamynd ársins en bezti leikarinn var þó ekki valinn dr þeirri mynd, heldur Ur mynd- inni „Liljur vallarins.” Þetta var Ieikarinn Sidney Poitier, sem þarna hlaut sln fyrstu óskarsverðlaun. Næsta stórmynd Sidney Poitier kom fram 1966. Þetta var myndin „To Sirwith Love,” þar sem hann lék svartan kenn- ara,semaölokum kemur á friöi og spekt I bekk, þar sem hvitum villingum hefur veriö hrdgaö saman. Næsta stóra myndin þar á eft- ir varö Cskarsverölaunamynd. Þetta var „t hita nætur” meö Rod Steiger i hinu aöalhlutverk- inu. Rod Steiger sýndi áþreifan- lega sterkan leik I myndinni, enda hlaut hann óskarsverö- launin fyrir. Sidney hefur nú leikiö i yfir 30 kvikmyndum, en hann hóf feril sinn í kvikmynda- heiminum áriö 1950 með leik i myndinni „No Way Out.” Poitier fæddist 1 Miami á Flórida áriö 1927. Faðir hans var eigandi tómatræktunarbú- garös i Nassau á Bahamaeyj- um. Poitier gekk i skóla I Nassau en hélt aftur til fæðing- arborgar sinnar fimmtán ára aö aldri. Þar sem dvölin þar var honum erfið tók Jiann lest til New York þar sem hann fékk Ihlaupavinnu viö diskaþvott. Sautján ára laug hann til um aldur og skráði sig i bandariska landgönguherinn. Eftir tvö ár i hemum hætti hann og sneri sér aö ýmsum borgaralegum störf- um, svo sem vörzlu á bifreiða- stæöum, byggingarvinnu, vöru- bilaakstri og eyrarvinnu. Eftir þetta allt ákvaö hann að svara auglýsingu eftir leikara, sem American Negro Theatre i New York haföi sett i eitt blaö- anna. „Ég hélt að þetta væri auöveld leið til að vinna fyrir sér,” sagöi Sidney Poitier eitt sinn.Hannkomst þó fljótlega að raun um aö hann haföi rangt fyrir sér. Hann var látinn lesa upp smá- stykki til prufu og var strax hafnað vegna Vestur-Indiu framburöarins, sem var allt að þvi óskiljanlegur eyrum New York-búa. En þessi ágalli slökkti þó ekki löngunina I brjósti Poitier, heldur sann- færöist hann einungis um þær takmarkanir sinar sem hann yröi aö yfirvinna. „Mér uröu augljósir á augna- bliki allir minir vankantar sem efni I leikara,” segir Sidney Poitier. „Ég hét sjálfum mér þvl aö losa mig viö þennan framburö og sýna leikstjóran- um, aö ég gæti orðið leikari á stuttum tlma.” Sidney Poitier fór nú aö fága framburö sinn meö þvi aö hlusta á útvarp öllum mögulegum stundum og endurtaka aftur og aftur þaö sem þar var sagt. Arangurinn varð sá að hann var álitinn nægilega góöur fyrir American Negro Theatre.... sem dyravöröurog sviösmaöur. En hann vann sig fljótlega upp I þaö aö leika smárullur 1 verkum er verið var aö flytja og aö lokum aöalhlutverk. Siöan birtist hann á sjálfum Broad- way I uppfærslu á Lýsiströtu. Þetta var áriö 1948 og strax áriö 1950 var hann farinn aö æfa fyrir sitt fyrsta kvikmyndahlutverk, sem áður er getið. Sidney Poitier haföi þar meö skipað sér sess i bandarískri sögu sem fyrsti svertinginn, sem vann.sér sess i kvikmynd- unum sem kvikmyndastjarna, sem hafði fyrst og fremst upp á leikaöbjóða en ekki aðeins dans eöa söng. Svartir leikarar I bandariskum kvikmyndum höföu hingað til mest leikiö þjóna, bilstjóra og undirtyllur hvita mannsins I kvikmyndum. I „Liljur vallarins” (1964) leikur Sidney Poitier Homer Smith, ungan, léttlyndan og óbundinn þúsundþjalasmið. Hann samþykkir gegn vilja sin- um aö hjálpa fimm nunnum er flúiöhafa Austur-Þýzkaland aö byggja kapellu I miöri Arizona eyöimörkinni, en þar hafa þær ákveöið aö setjast aö. Fyrir aö túlka þá „góöu per- sónu”, sem einkennt hefur mik- iö af myndum hans, fékk Sidney Poitier aö þessu sinni Óskars- verölaunin. „Undanfari þessa augnabliks hefur verið langur og erfiöur”, sagði Poitier viö móttöku verölaunanna. Ekki er vitað hvort hann átti þá við þann tima sem liöiö haföi frá þvi hann kom fyrst til greina sem óskars- verölaunahafi fyrir myndina „The Defiant Ones” árið 1958 eöa fimmtlu ára baráttu blökkumanna i heild fyrir að fá sinn virta fulltrúa inn I Holly- wood kvikmyndirnar. Þetta var I fyrsta sinn i langri sögu Óskarsverðlaunanna sem negri haföi veriö heiöraður á þennan hátt. — JB Sidney Poitier. Cr myndinni „To Sir with Love” frá árinu 1967. Sidney Poitier og Rod Steiger i Óskarsverðlaunamyndinni „1 hita nætur” frá árinu 1967. „Elsku pabbi" í sjón- varpinu annað kvöld: Tilboð eða bónorð Þaö er smávegis oröaleikur á feröinni I þættinum „Elsku pabbi” annaö kvöld. Máliö er nefnilega þannig vaxiö, aö pabbi vaknar timbr- aður eftir mikla veizlu og man litiö eftir atburöum kvöldsins áöur. Hann rámar þó eitthvaö I aö hafa rætt viö einkaritara umboösmanns sins og borið upp viö hana bónorö, sem heit- ir „proposition” á enskunni, en „proposition” getur einnig haft aörar merkingar, og um þetta snýst misskilningurinn hjá „Elsku pabba” sem hefst eftir fréttir I kvöld. —JB íþróttaþátturinn á laugardaginn: ÚRSLIT BIKAR- KEPPNINNAR ÓSTYTT Aöeins eitt efni veröur á dagskrá iþróttaþáttar sjón- varpsins á morgun. Þaö er úrsíitaleikurbrezku knatt- spyrnuliðanna Westham og Fuiham um enska bikarinn. Leikur þessi veröur sýndur óstyttur meö öllum tilheyr- andi serimónium og konung- legum verölaunaafhending- um. —JB ÚTVARP # LAUGARDAGUR 17. mai 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunlcikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbænin er svo kl. 7.55. Siöan Morgun- unstund barnanna kl. 8.45: Jóna Rúna Kvaran les „Disu ljósáfl” eftir Roth- man sögulok (6). Veöriö og viökl. 9.15 Borgþór H. Jóns- son veöurfræöingur talar. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 íþróttirUmsjón: Jón Ás- geirsson. 14.15 Aö hlusta á tóniist XXIX Atli Heimir Sveinsson flytur lokaþátt sinn. 15.00 Vikan framundan Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. tslenzkt málÁsgeir Bl. Magnússon cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.30 Sögulestur fyrir börn: „Urðarköttur” Grænlenzkt ævintýri I endursögn Alans Bouchers. Helgi Hálfdanar- son fslenzkaöi. Þorbjörn Sigurösson les. 18.00 Söngvar i iéttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 t mörg horn aö líta Árni Helgason stöövarstjóri talar viö Kristjönu Hannesdóttur I Stykkishólmi fyrrum skólastjóra á Staöarfelli. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregöur plötum á fóninn. 20.45 „Fyrirheitna landiö” Kristmann Guömundsson rithöfundur les upphafs- kafla „Dægranna blárra”, annars bindis ævisögu sinn- ar. 21.15 Frá norska útvarpinu Sinfóníuhljómsveit útvarps- ins leikur létta tónlist eftir norska höfunda, öivind Bergh stjórnar. 21.45 „Ættmold og ástjörö” Andrés Björnsson útvarps- stjóri les ljóö eftir Nordahl Grieg I þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Nauðungaruppboð annaö og síöasta á v/s Orion RE-44, þingl. eign Köfunar- stöövarinnar h.f., fer fram eftir kröfu Fiskveiöasjóös ís- lands o.fl. viö eöa á skipinu I Reykjavikurhöfn þriöjudag 20. mai 1975 ki. 16.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. SJÓNVARP • Laugardagur 17. maí 1975 16.30 íþróttir. Knattspyrnu- kennsla. 16.40 Enska knattspyrnan. Úrslitaleikur bikarkeppn- innar. 18.30 Ivar hlújárn. Bresk framhaldsmynd, byggö á sögu eftir Sir Walter Scott. 4. þáttur. Þýöandi Stefán Jökulsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Elsku pabbi. Breskur gamanmyndaflokkur. Kostaboö. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Ugia sat á kvisti. Get- raunaleikur með skemmti- atriöum. Lokaþáttur. Um- sjónarmaöur Jónas R. Jóns- son. 21.50 Á hlaupabrautinni. Stutt, tékknesk mynd um hesta og kappreiöar. 22.05 Liljur vallarins (Lilies of the Field). Bandarisk biómynd frá árinu 1963, byggö á sögu eftir William E. Barrett. Leikstjóri Ralph Nelson. Aðalhlutverk Sidney Poitier, Lilia Skala, og Stanley Adams. Þýöandi Jón O. Edwald. Myndin gerist I Bandarikj- unum. Ungur blökkumaöur hittir nokkrar þýskar nunn- ur, sem flúið hafa frá heimalandi sinu og sest aö I bandarlsku sveitahéraði. Nunnurnar eru sannfæröar um að pilturinn sé sendur af himnafööurnum, til þess að byggja þeim kirkju, en hann er tregur til aö trúa þeirra kenningu. 23.40 Dagskráriok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.