Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 16.05.1975, Blaðsíða 17
Vísir. Föstudagur 16. maí 1975. 17 Leikgrind eða ekki. Sjálfsagt eru skiptar i SÍÐAN J Umsjón: Edda Andrésdóttir Börnum er hœttara í umferðinni vegna þess... — að umhverfi það, sem barnið lifir f, er skipulagt með þarfir og getu fullorðinna i huga. — að til þess aö geta bjargað sér á eigin spýtur I umferðinni þarf einstaklingurinn á öllum sfnum skilningarvitum að halda, en börn hafa ekki þroskað hæfileik- ann til að nota sin skilningarvit fyrr en 10-12 ára gömul. — að börn eru sjálfhverf, mynda sér sinar eigin skoðanir og hegðunarform og eiga mjög erfitt með að setja sig f spor annarra. — að lltil börn taka flesta hluti mjög bókstaflega og eru ekki fær um að skilja að atburöir geti breytzt. Gleymid okkur einu sinni - og þiÖ gleymib því alarei i Leikgrind eða ekki? skoðanir um það hvort koma á barninu fyrir i grind eða ekki. Margir segja sem svo, að ef barnið er sett i slika nokkra tima á dag gef- ist timi til þess að gera ýmislegt á heimilinu sem annars væri ekki hægt. Aðrir hugsa hins vegar sem svo að grindin sé barninu eins og fangelsi. Sumir halda meira að segja að barnið verði sérlega „handótt” eins og sagt er, loks þegar það i sleppur úr grindinni. Hægt er að fá ýmsar gerðir af þessum svokölluðu grindum: Gömlu ' trégrindurnar eða þá nýrri gerð úr plasti með nælon- neti. Þar verður að gæta þess að netiö sé hvorki of þétt eða gisið. Ef það er of þétt eyðileggur það útsýni barnsins og gerir grind- ina likasta búri. Oft eru gólfin á plastgrindun- um skreytt með litrikum mynd- um. Það gerir barninu erfitt að skera úr um hvað er leikfang og hvað er mynd. En hvað sem um grindumar er sagt, er sænski bamasálfræðingurinn Kerstin Sjöblom þeirrar skoðunar að heppilegra sé að fá sér bama- píu. ,,Ég hef alltaf verið mjög mikið á móti grindunum og aldrei skiiið hvar og hvernig á að nota þær,” segir hún. ,,En þegar ég eignaðist mitt þriðja bam og hin tvö voru á þeim aldri að þau hjóluðu I. gegnum allt húsið á þrihjólum og öll gdlf voru þakin leikföng- um þeirra, fengum við okkur leikgrind handa yngstu stúik- unni, svo hún gæti hvílt sig og verið I friði. En grindina notuðum við mjög stuttan tima á daginn i þrjár til fjórar vikur. Um leið og hún byrjaði að skriða og hreyfa sig varð grindin of þröng. Ég á bágt með að imynda mér að bam sem byrjað er að ganga gæti verið I grind.” Fyrir barni, sem er að byrja aö skriða og reisa sig upp, opn- ast nýir og spennandi heimar. Það er skemmtilegt og lær- dómsrikt að kynnast hlutum, lyfta, henda fram fyrir sig, bragða á hlutum og þreifa á þeim. Að byrja að átta sig á hlutum og finna samhengið með ólikum herbergjum, að skriða yfir þröskuldi og finna uppá- haldsstaðinn sinn á mjúkri mottu eða undir borði. Aö sjá umhverfið frá ýmsum hliðum og umfram allt að fá at- hygli þeirra fullorðnu með þvi að skríða á eftir þeim og risa upp á móti þeim. Barn þarf á allri þessari reynslu að halda og það er hætta á að löngun þess til að uppgötva eitthvað nýtt dofni smám sam- an ef það er sett i þrönga grind, þar sem það sér umheiminn að einsá milli grinda eða í gegnum net og hefur aðeins nokkur út- valin leikföng hjá sér. I dag eru til ýmsir hlutir sem gera það auðveldara að leyfa baminu að vera frjálst. Ef stigi er I húsinu eru til grindur sem setja má fyrir stigann. Við- kvæma hluti má einfaldlega setja til hliðar svo barnið geti verið frjálst. Áður en maður fær sér grind ætti maður að spyrja sjálfan sig að þvi til hvers ætti að nota hana. Sem barnapössun eða sem ágæta hjálp örstuttan tima I senn? I BREIÐHOLTI nýtt útibú að Völvufelli 21. íbúar í Breiðholti III þurfa því ekki lengur að sækja bankaviðskipti sín í bæinn. Þeir geta sparað sér tíma og fyrirhöfn með því að beina viðskiptum sínum til okkar. Opiö 9.30-12,13-16 og 17-18.30. LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT. Iðnaóarbankínn Völvufelli 21 Breiðholti III Sími 74633.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.