Vísir - 02.06.1975, Síða 2

Vísir - 02.06.1975, Síða 2
2 Visir. Mánudagur 2. júni 1975 VÍSIBSm: Hvað viltu helzt veröa þegar þú ert orðinn stór? Anna Margrét Amadóttir, 10 ára. Mig langar mest til þess að vinna i sjoppu. Af hverju? Mig hefur bara alltaf langað til þess. Ég ætla að reyna að fá vinnu þar, þegar ég get. Ingigerður Bergsdóttir, 11 ára. Afgreiðslukona i sjoppu. Ekki bara til þess að fá nóg af sælgæti. Mig langar bara til þess. Halldóra Anna Gunnarsdóttir, 10 ára.Ætli ég vilji bara ekki helzt vinna I sjoppu, af þvi það er nóg af sælgæti þar. Ég veit samt ekki hvort ég geri það. Llklega vinn ég bara i búðinni hjá pabba, ég er að fara þangað núna. Kjartan Friöieifsson, 11 ára. Flugvélavirki, eða kannski flug- maður. Ég hef ofsalega gaman af flugvélum og fer oft út á flugvöll til þess aö horfa á þær. Pabbi vinnur þar lika. Amundi Ingi Amundason, 13 ára. Smiður. Bara af þvi að mér finnst gaman aö smiða. Hef ég smiðað mikið? Já, soldið, kistur og svoleiðis. Haukur Guömundsson, 10 ára Sjómaður.Pabbier sjómaður. Ég hef einu sinni farið á sjó og fannst það ægilega gaman. Ég held ég vildi helzt verða stýrimaður á fiskiskipi. „Það sem gert var I fyrra lánaðist nokkuð vel, þar sem fræiðkomst i mold, en þvf miður varð ekki nógu góður árangur, þar sem sáð var I vikurinn beint”, sagði Magnús Magnús- son bæjarstjóri I Vestmanna- eyjum, en nú er verið að sá á ný i Eyjum. Magnús sagði að þeir hefðu verið bjartsýnir vegna þess hversu vel sáningin i Hekluvik- urinn við Búrfell hefði gengið, en það kom i ljós að vikurinn i Eyjum heldur aðeins 20% raka á móti 80% i Hekluvikri þess vegna hefði gróðurinn greini- lega skrælnað. Reynt er að vinna á móti þessu með celloloselimi, sem lika hindrar fok. I fyrra voru aðallega notaðir hafrar og túnvingull nú mel- gresi og túnvingull, selloloselim og svo mikið af áburði. Magnús sagði að i ár væri Þeir eru að bera fyrsta fræið úr vélinni uppi á Heimakletti. mikið fyrr byrjað á sáningu en i fyrra, verst væri hversu miklir þurrkar hefðu verið viku eftir viku. Reynt væri að vökva með öllum tiltækum ráðum, þar sem til næðist. „Við vorum lika sér- lega óheppnir eins og aðrir landsmenn. Hér var farið að grænka I marz, en þá kom 9 gráðu frost og 11 vindstig.” Landgræðslan á vegum Við- lagasjóðs sér um sáninguna og notar m.a. flugvélar til þess. Bæjarsjóður sér einnig um sán- ingu og sáir m.a. i vestur-bæn- um og i Herjólfsdal. Þar sem ekki hefur alveg veriði hreinsað er mold dreift yfir, til þess að ná betri árangri. Verið er að hreinsa á heimakletti og I Hliðarbrekku. „Númer eitt til að stoppa vikurfokið er hreinsun annars vegar og uppgræðsla hins veg- ar,” sagði Magnús. — EVI. Lokaátakið við hreinsun I Heimakletti er nú hafið. Upp á klett verða strákarnir að labba tvisvar á dag. i: ■ ■ Séðyfir þaö svæði I Heimakletti, sem nú á að hreinsa. Innsiglingin og hraunið Ibaksýn. LESENDUR HAFA ORÐIÐ ÞAÐ VAR ÞETTA MEÐ KERFIÐ 7877-8083 skrifar: „Ég er þvi miður anzi hrædd- ur um að ég hætti mér út á mjög svo hálan is með þvi að fara að skrifa um KERFIÐ, þvi að það veit eiginlega enginn um, nema það að þetta KERFI er alls staðar farið að segja til sin i landinu okkar. KERFINU mætti líkja við ófreskju sem heimtar að verða „mötuð”, og alltaf heimtar hún meira og meira, og á endanum duga ekki ibúar landsins til þess að halda i henni lifinu. Það er nærri ókleift að losna út úr KERFINU. Það er verið að taka lögtök með ærnum kostnaði i upphæðum, sem hafa verið niðurfelldar, er sýnir að einn hlekkur KERFISINS er ekki tengdur öðrum. Hér er að- eins um einstakt dæmi að ræða. Vélvæðingin i öllu þessu rlkis- og bankakerfi okkar er orðin svo flókin, að villur sem slæðast inn i KERFIÐ tekur marga mánuði að fá leiðréttar, ef ekki ár. Maður nokkur átti að fá endurgreitt framlag til lifeyris- sjóðs. KERFIÐ gerði ekki ráð fyrir þvi að þetta væri greitt út, heldur varð þetta að biða þar til um næstu mánaðamót, að við- komandi fékk laun greidd. Þeir sem stjórna VÉLUNUM eru bara fólk sem getur orðið á I messunni, það sýnir bezt dæmið um manninn, sem fékk stimpluð á sig nokkur börn allt i einu. Það er skopazt að þessu, þvi þessi maður á alls engin börn. Sagan segir að það hafi tekið manninn tvö ár að losna við þessi blessuð börn. KERFIÐ gerir ekki ráð fyrir þvi að menn megi flytja úr landi, heldur ekki af heilsufars- ástæðum. íslendingar verða að lifa og deyja innan KERFISINS, innan vébanda hins islenzka trygginga-KERFIS og Reykvik- ingar innan Sjúkrasamlags þess. Um eignayfirfærslu er auðvitað ekki hægt að ræða. KERFIÐ blifur. Það er annars skritið til þess að vita, hve búið er að rugla þetta litla eitt sinn „huggulega” þjóðfélag okkar með alls kyns ónauðsynlegu dóti, og skrif- finnsku. Maður nokkur ætlaði að senda vini sínum nokkur kiló af fiski til New York. Þetta sagðist hann aldrei ætla að gera aftur. Skriffinnskan, sem meðal ann- ars fólst I alls konar leyfum i ráðuneyti, útflutningsskýrslum, tollskjölum og ýmsu öðru sem of langt yrði upp að telja, er allt að drepa. Fyrir nokkru sýndi sjónvarpið mynd af þessum skýrsluvélum okkar. Þetta er sko ekkert smáræði, og allt fullt af fólki þótt sagt sé að vélarnar séu til hagræðis, en fyrir hvern? Areiðanlega ekki fyrir hinn venjulega borgara, heldur eru þetta orðin nokkurs konar leik- föngsem ýmsum mönnum þyk- ir ákaflega gaman að spila á. Ég er hræddur um að geim- ferðastöðin i Huston I Texas megi fara að vara sig allt hvað liður. Mérdattþetta (svona) Ihug.” „NUMER EITT ER AÐ STOPPA VIKURFOKIÐ Þyrla Andra Heiðbergs er notuð við að flytja fræ og áburð upp á B B Ileimaklett, en þangað flutti ™ m hún þrjú og hálft tonn I 17 ferð- um. Siðan átti þyrlan að fiytja eitt tonn upp á Hánna og gras- flöt fyrir ofan Skiphella. Ljósm. G. Sigf. — segir Magnús Magnússon bœjarstjóri í Eyjum, en nú er verið að sú ú ný í vikurinn

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.