Vísir - 02.06.1975, Page 20

Vísir - 02.06.1975, Page 20
VISIR Vísir. Mánudagur 2. júni 1975 Árás við Dómkirkjuna Háðizt var á niann, sem var á gangi við nómkirkjuna um klukkan hálf þrjú á laugardags- kvöldið. Arásarmaðurinn veitti fórnarlambinu það mikinn áverka, að flytja varð það á slysavarðstofuna til að gera að sárum þess. Árásarmaðurinn komst undan i bíl að því er talið er. Ekki var neinu rænt af þeim, er sleginn var niður. —JB ÖLVUÐ KONA EKUR NIÐUR GÖTUVITA Götuviti á gatnamótum Miklu- brautar og Háaleitisbrautar var ekinn niöur á laugardagskvöldiö. Atburðurinn átti sér stað um klukkau hálf ellel'u og var söku- dólgurinn kona, sem var ein á ferð i bil sfnum. Ilún var áberandi ölvuð. Konan missti stjórn á bfl sinum á gatnamótunum með þeim af- leiðingum, að hún lenti á einuin götuvitanna sem hreinlega kubb- aðist i sundur við átökin. Billinn skemmdist inikið, en konan hlaut lítil sem engin meiðsli. —JB Viðbrögð almennings við vœntanlegum verðhœkkunum: BIÐRAÐIR STRAX OG RÆTT ER UM HÆKKANIR Á KJÖTINU Gifurleg sala var hjá Afurðasölu Samhandsins fyrir helgina. Eink- um var dilkakjöt keypt, upplýsti starfsmaður Afurðasölunnar, en nóg kjöt er ennþá til I landinu. Kvað hann það vera orðna ófrá- víkjanlega reglu, að um leið og orðrómur færi af stað um land- búnaðarhækkanir, tækju aö myndast biðraðir hjá þeim. Viðskiptavinirnir væru ákveðn- ir i þvi, að birgja sig upp áður cn hækkanirnar skyllu á, hvort sem þær yröu mciri eða minni. Og ekki væri unnt að greina minni kaupgetu hjá almenningi, livaö scm öllu tali um versnandi lífs- kjör liði, sagði starfsmaöurinn að lokum. —BA— Góðar veiðihorfur: Fyrsti dagurinn í Norðurá var metdagur Tuttugu og sjö laxar veiddust i Norðurá i Borgarfirði fyrsta veiðidag sumarsins 1. júni. Samkvæmt upplýsingum Frið- riks Stefánssonar, framkvæmd'a- stjóra Stangaveiðifélags Reykja- vikur, var þetta metdagur i ánni. Laxarnir voru allir vænir, vógu 10-15 pund. Stærsta laxinn, 15 punda, veiddi Sverrir borsteins- son. En mesta aflaklóin dró 6 að landi og var það Magnús Ólafs- son, varaformaður Stangaveiði- félags Reykjavikur. bennan fengsæla dag var norö- angarri og áin vatnsmikil. Frem- ur kalt en bjart. Friðrik kvaðst bjartsýnn á veiði sumarsins. _bá Dularfullt neyðarkall a tqi ^ m • — Bótur, sem gleymdi unaan Rifsnesi sí,, isafjarðarradió heyrði dauft neyöarkall um klukkan 22.40 á laugardagskvöldið. Heyrðist, aö tilkynnt var um bát á reki með bilaða vél en ekki heyrðist kall- merki bátsins. Staðsetning var óljós, cn að þvi er starfsmönnum radiósins heyrðist helzt, var báturinn staddur undan Kifsnesi. Fáir bátar voru á þeim slóðum vegna sjómannadagsins, en þó náðist samband við þrjá togara, sem beðnir voru um að svipast um eftir bát með bilaða vél. Leiðindaveður og slydduél með 6 til 7 vindstigum var á þessum slóðum. Haft var samband við formann björgunarsveitar Slysavarna - félagsins á Skagaströnd, sem siðar hafði samband við bæi á Skaga. Hvorki á bæjum né á skip- um undan Skaga varð nokkurs vart. Einungis var vitað um tvo smærri báta á þessum slóðum og komu þeir báðir fram. A sunnudagsmorgun voru menn farnir að óttast, að bátur- inn, sem neyðarkallið sendi, kynni að vera staddur einhvers staðar annars staöar en við Rifs- nes. Loftskeytamaður á Siglufirði frétti þá af tilviljun um bát frá Kópavogi, sem haldið hafði þaðan á laugardag, áleiðis til Reykja- vikur. Báturinn, Kristófer KÓ-10, tiu tonna bátur með tveimur mönn- um, hafði ekki tilkynnt brottför- ina. Nú voru gerðar viðtækari ráöstafanir til leitar og TF-Gná, þyrla landhelgisgæzlunnar, meðal annars fengin til aðstoðar. byrlan fann svo bátinn klukkan rúmlega 2 á sunnudag i vari á Kálfshamarsvik og þegar maður var látinn siga niður i hann, kom i ljós, að vélin var úrbrædd og raf- magnið búið. Báturinn Hringur frá Skaga- strönd kom siðan á vettvang og dró bátinn til Skagastrandar. Ahöfnin var hin hressasta. —JB GUÐNÝ LARA með fullt fangið af verðlaunum. (Ljósm. Bj.Bj.) Fyrsti kvenvélstjórinn: KÖRLUNUM FINNST ÞETTA SKRÍTIÐ, - KONUM EKKI Likamlegir kraftar eru lík- lega það eina sem kemur til með að há fyrsta kvenvélstjóranum i vinnu sinni um borð I skipum. En það verður ekki til frambúð- ar. Vmis hjálpartæki eru komin á markað, sem gera vélstjóra- starfið næsta auðvelt viðgangs, — lika fyrir konur. Guðný Lára Pedersen, 18 ára Reykjavikurstúlka, varð fyrst til þess að ljúka vélstjóranámi. A laugardaginn afhenti skóla- stjóri Vélskóla tslands henni prófskirteini og viðurkenningu fyrir námsafrek i dönsku, is- lenzku, — og kannski merkilegt nokk, vélfræði! Og hvað er svo framundan? ,,bað virðast ekki nein vandræði með atvinnu handa mér i grein- inni, margir hafa boðið mér starf á bátum. Ef þeim er al- vara, sem ég vona, þá er ekki að vita nema ég taki einhverju til- boðanna siðar i sumar,” sagði Guðný Lára, þegar Visir hafði samband við hana i morgun. Konum hefur fundizt þetta framtak Guðnýjar Láru ágætt, en karlar hafa bruðizt öðruvisi viö, sagði hún. „beim hefur fundizt þetta hálf kjánalegt til- tæki.” —HE Þeir fyrstu úr Flensborg bá eru Hafnfirðingar loksins farnir að útskrifa sina eigin stúd- enta. beir fyrstu útskrifuðust i gær, þrjátíu talsins. Sjást þeir á myndinni hér að ofan með skóla- meistara sfnum, Kristjáni Bersa Ólafssyni, á tröppum Flensborg- arskóla. Er skólinn nú orðinn fjöl- brautaskóli. Auk stúdentanna stunduðu 550 nemendur nám við Flensborgar- skóla á siðasta vetri, þar af 130, sem voru að ljúka gagnfræöa- prófi. Tilefni þess, að skólaslit fóru fram á sunnudegi, er það, að I gær voru liðin 125 ár frá fæðingu Böðvars bórarinssonar. En hann lézt I9ára gamall og stofnuðu for- eldrar hans þá skólann til minn- ingar um hann, en foreldrar Böðvars voru þau bórarinn Böðvarsson prestur i Görðum og alþingismaður og maddama bór- unn Jónsdóttir. —bJM/Ljósm: Bj.Bj. betta eru fyrstu Hafnarfjaröarstúdentarnir, — þeir voru 30 talsins (Ljósmynd VIsis Bj.Bj.) NIÐURGREIÐSLUR AUKNAR - SUMAR BÚVÖRUR HÆKKA — megmhœkkuninm „frestað" með niðurgreiðslum Búvörur hækka, þó ekki i dag, en niðurareiðslur verða auknar til að halda hækkuninni í skefjum. Niðurgreiðslur verða auknar á þeim landbún- aðarvörum, sem nú eru greiddar niður. Hins veg- ar hækka þær búvörur í verði, sem ekki eru greiddar niður. Niður- greiðslur ná til kindakjöts og mjólkuraf urða, en nautakjöt mun hins vegar hækka í verði um rúm 13%, að því er talið var í Framleiðsluráði land- búnaðarins i morgun. Umbúðir um mjólk, fernur, munu hækka um tvær krónur, taldi Framleiðsluráð, og um eina krónu plastumbúðir. Niðurgreiðslurnar munu eiga að vera „til bráðabirgða”, að þvi er talið er, ef til vill til eins mánaðar, meðan séð verður, hvernig málin þróast i kjara- samningum og fleiru. Verð- hækkunin á öllum innlendum búvörum hefði átt að vera 13,24% vegna kostnaðarhækk- unar á búrekstri, taldi Einar Ólafsson, Framleiðsluráði, i morgun. Hann taldi, að þarna væri um að ræða aukningu á niðurgreiðslum frá rikisins hendi um nálægt 100 milljónum króna, eða eitthvað af þeirri stærðargráðu. —HII

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.