Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Mánudagur 16. júni 1975 visasm: Ætliö þér að vera i bænum 17. júní? Guömundur Jónasson. sölumaöur: Ég geri ráð fyrir þvi. Maður hefur gert það i gegnum árin. Kristjana Guömundsdóttir, talsimakona: Já, aiveg örugglega Ég er ekki vön að fara neitt Ut úr bænum á þessum degi. inger Jörgensen, húsmóöir: Nei. Ég reyni alltaf að foröa mér út úr borginni þennan dag. Það hefur tekizt undanfarin ár. Kristján Sigurösson nemi: Já, ég hef hugsað mér það. Maður er vanur að kikja svona i miöbæinn og sjá hvað er að gerast. Siguröur Þorkeisson, verka- maður.Já, Ég hef yfirleitt rölt svona i bæinn og fylgzt með hátiðahöldunum. Guömundur Jónsson, verka- maður. Já, það er ómögulegt annaö en fara i bæinn og hlusta á það sem þar fer fram. Ræðurnar og skemmtiatriðin setja sinn svip á þetta. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Máttur smáauglýsinga Vísis: „Ég fékk ráðskonu í fangið á fyrsta degi" ,,Ég fékk ráðskonu i fangið á fyrsta degi”, sagði Guðmundur Magnússon, 74 ára gamall eigandi Slátur- félags Hafnarfjarðar, sem vildi gjarnan lýsa yfir ánægju sinni með smáauglýsingar Visis. „A föstudagskvöld setti ég inn auglýsingu, sem birtast átti á mánudeginum,” sagði Guö- mundur. „Svo var það stúlka, sem var aö koma að austan á mánu- daginn og vildi leita sér að vinnu ibænum.Húnhitti vinkonu sina, sem benti henni þá á þessa auglýsingu i Visi,” sagði Guðmundur. „Það skipti’ engum togum, hún hringdi og ég réð hana og ég fullvissa ykkur öll um það, að jafn góðri stúlku og henni hef ég ekki kynnzt, ef konan min er undanskilin,” sagði Guðmund- ur. nOHHKMMK mti i .13 g\ Ulí wm m DDffl Hringið í síma: 86611 kl. 15-16 Hin margumtalaða afkoma heimilanna yrði þá kannski eitt- „Væri ekkinær aö viö fengjum aökaupa ódýra kjötiö?” ÞÚ OG ÞÉR 7877—8083 skrifar: „Fyrr á timum var það svo, að BÖRN ÞÉRUÐU (jafnvel) foreldra sína. I þessu hefur vafalaust falizt þó ekki litil virð- ing fyrir þeim, sem eldri voru, en um uppruna þessa siös veit ég ekki. Sjálfsagt hefur þetta komið meö kirkjunnar mönnum til landsins, eins og ýmislegt „gott og illt”, „hollt og óhollt”. 1 hinni HELGU bók bibliunni (á ensku) eru ákaflega skýr mörk um það,hvern skuli ÞÚA. Maöur ÞÚAR „Drottin”, Drott- in vin sinn og FRELSARA, og segir „Hallowed be THYname” o.s.frv. (Aislenzku? Helgist þitt nafn o.s.frv.). Þess vegna er þaö, að maður er aldrei og verður aldrei DÚS, við enskumælandi mann, maður er aðeins DÚS við DROTTIN sinn og frelsara. A Norðurlöndum tiðkast það, aö maður drekki öðrum til og verði við hann DÚS, og er þá hinn sami kvaddur (á einhverju Noröurlandamálinu) Dú. Með þessu er oft miklum hindrunum rutt úr vegi i umgengni við menn, en ef vel er, þá býöur sá sem eldri er, hinum upp á þessi fríöindi. Af SVIUM léttir þungu fargi, þegar þeir hafa losað af sér þessa umgengisfjötra, og kalla þá hver annan BRODER. t siðustu heimsstyrjöld tóku Islendingar af alvöru að tala enskt mál, vegna afskipta við setuliö BRETA. Menn lærðu, ýmist góða ensku, eöa þvi miöur lika lélega, og þá var þaö, að Is- lendingar tóku upp á þvi að kveðja hvorir annan ÞÚ, sem þeir I einfeldni héldu, að væri þaö sama og YOU. En þetta er alger misskilningur. Við Islendingar eigum með okkur eitt hið elzta tungumál, sem er nú talað jörðinni. Tungu, sem er það litrik, að hún hefur ótæmandi möguleika upp á að bjóða að tjá sig. tslenzkan er „lifandi” mál, enda þótt hún sé ekki töluð af fleiri en rösklega 200 þúsund manns. Ég játa, að islenzkan á i vök að verjast, sér- staklega þegar á að snara þessu eöa hinu „tæknilegu” á Islenzkt mál. Vilja þá oft skapast „am- bögur”, sem tunga vor getur ekki samþykkt, þótt sumt sé þannig vaxið, að það aðlagast mjög vel málinu. Þvi liggur „ástkæra ylhýra málið” okkar undir skemmd- um, vegna áhrifa sérstaklega enskunnar, sem er og verður „alheimsmál”. A siðustu öld gætti mjög danskra áhrifahérá landi, og ýmislegt úr dönsku hefur seytlazt inn i málið vegna náinna tengsla við Dani. I blöðum og útvarpi má þvi miður oft sjá og heyra fráleita islenzku, svo undrun sætir, en það yrði of langt mál að skrifa um það nú, i þessum hugleiðing- um. Ég get þó ekki stillt mig um að taka eitt dæmi, sem sýnir þetta nokkuð vel. Það var verið að segja frá þvi, að svo og svo miklar birgðir væru til af „sementi” og „áburði” i verk- smiðjunum. Fregnin var þannig: „Það á eftir aö POKA (svo og svo mikið)!!! Þvi ekki að segja: Það er (að- eins) svo og svo mikið til I umbúöum (eöa aö nota sögnina aö sekkja). Mér varkennt anzirösklegáiog hnittið svar manns nokkurs,! sem vildi sýna litilsvirðingu sina á ákveðnu „yfirvaldi” og sagði: ÉG ÞÚA GUÐ OG GÓÐA MENN, EN ÞÉRA ANDSKOTANN ÖG YÐUR. Hvað finnst yöurum þetta svar lesandi góður.”? Hvers vegna ekki útsölu á nautakjöti Hvað getum við fengið i mat- inn, sem kostar 20-40 kr. kilóið? Ekki einu sinni kartöflur en þetta er verðið á nautakjötinu okkar erlendis. Útflutningsbæturnar, sem greiddar eru á nautakjötið okk- ar nema 60-80 milljónum króna. Mogginn hefur þessar upp- lýsingar beint eftir land- búnaðarráðuneytinu. Þessir peningar væru ágætis framlag upp I svo sem einn skuttogara. Að visu er verðið ekki hátt fyrir fiskinn okkar, en þó er það i kringum 60 kr. pundið eða 120 kr. kg. Vilja nú ekki ráðamenn okkar láta okkur heldur hafa nauta- kjöt i soðið og selja fiskinn úr landi. Það liggur nefnilega i augum uppi, að það kemur bet- ur út. Húsmóöir hringdi: „Ég get ekki orða bundizt vegna nautakjötsins okkar. Út- lendingar geta haft þaö sem hundafæöu á meðan viö borgum dýrum dómi fyrir það og köllum það lúxus að leggja okkur það til munns, fæðu, sem aðeins hæfir konungum. hvað skárri. við i útflutningsbætur á dilka- Vel á minnzt. Hvað greiöum kjötiö okkar? Kostar það kannske 10 kall kilóið fyrir út- lendinga?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.