Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 7
Visir. Mánudagur 16. júni 1975 cTVIenningarmál LISTIÐN Guðmundur Ingólfsson: „Asta dóttir min” MEIRI Listiðn heldur áfram merkri kynningu á verkum félagsmanna sinna i Norræna húsinu og nú sýna þar saman tveir ljósmyndarar, þeir Guðmundur Ingólfsson og Sigurgeir Sigurjónsson og einn teiknari, Guðjón Eggertsson. Allt eru þetta ungir menn og hafa lokið haldgóðu námi i greinum sinum heima og erlendis og er auðsætt að engir við- vaningar eru hér á ferð. eftir Aðalstein Ingólfsson Þeir Guðmundur og Sigurgeir sýna ljósmyndir þær, sem þeir gera utan vinnutima, en þeir reka ljósmyndastofuna ímynd, og Guðjón sýnir ólikar aðferðir við útlitshönnun bóka. Ljósmyndir þeirra Guðmund- ar og Sigurgeirs eru allar gerð- ar af mikilli kunnáttu og hug- kvæmni, og virðist Guðmundur þó hafa náð meira valdi yfir hin- um mörgu hliðum ljós- myndunarinnar, ef að marka er það úrval mynda, sem báðir sýna. í portrett myndum hans eins og t.d. af Ingólfi Guð- mundssyni fer saman frábær „fine grain” framköllun og eðli- leg uppstilling. Mynd hans af Astu dóttur sinni er sömuleiðis bæði tæknilega vel gerð, t.d. I hreinsun bakgrunnsins, og stór- skemmtileg. Guðmundur hefur einnig gott auga fyrir „drama” og „rltúali” þvi, sem I kringum hann er. Myndröð hans af hár- greiðslukeppni er hæðin á var- færnislegan hátt og jafnframt úthugsuð, — mynd hans af ljós- hærðri stúlku, sem situr stif, spennt og tekin I andliti, er ógleymanleg. „Drama” i landslagi tjáir Guðmundur sömuleiðis vel, einkanlega i Grænlandsmynd- um sinum, þar sem andstæðum er teflt saman á djarfan hátt. Sigurgeir heldur sig við eitt viðfangsefni, „Ferðamenn á Capri”. Myndir hans eru grárri I tónum en myndir Guðmundar og ákveðnari i skoðunum. Sem ljósmyndarierhann ekki aðeins að „kompónera” heldur einnig aö „kommentera”, þótt milli þessara tveggja hugtaka sé að vfsu ekki breitt bil. Minnir nær- mynd hans af miðaldra túrista- konum dálitið á myndir Diane Arbus I óvægi sinu og grátónum. Er augljóst, að islenskir ljós- myndarar eru nú frambærilegir hvar sem er og væri gaman að sjá yfirlitssýningu á stöðu ljós- myndarinnar hérlendis i dag. Guðjón Eggertsson teiknari er ábyrgur fyrir einna snyrti- legustu hönnun á islenskum fræðibókum, sem ég hef séð lengi og .er afar fróðlegt a8 skyggnast bak við tjöldin og skoða hvernig bækur hans fá út- lit sitt. Umsjón: Erna V. Ingólfsdóttir „Fatnaður, að mestu eöa að nokkru leyti gerður úr plasti, sem sendur hefur verið i efna- laugar hefur komið aigjörlega eyðilagður til baka og hafa allt of margir orðið fyrir dýrkeyptri reynslu af þessum sökum undanfarið. ákveðnum tegundum af hreinsi- vökva. Þessir miöar eiga aðeins við fóðurefnið. Rétt aðferð til að hreinsa fatnaö úr plasti eða skreyttum með plasti er þvi að þvo flikina eða nota svamp með vatni og þvottaefni og strjúka óhreinindi SUMAR LEGAR PEYSUR Þetta sagði Eirika Friðriks- dóttir I viðtali við VIsi, en hún hefur kennt námsefni, sem snertir fjármál heimilanna 1 Námsflokkum Reykjavikur og þá m.a. farið inn á hvernig meðferð teppa á að vera og hreinsun á fatnaði. Þær flikur, sem Eirika á aðal- lega við eru jakkar eða kápur, þar sem ytrabyrði er úr plasti. Getur verið um þrjár tegundir að ræða. Þær sem vilja tolla I tizkunni en vilja ekki hafa áhyggjur af hreinsun I efna- laugum ættu kannski að taka upp prjóna sina og prjóna sér þessar fallegu peysur hér á myndunum. Stutterma peysan er prjónuð úr hvitu garni Kant- urinn er dökkbiár. Innanundir- peysan er með nokkuð breiðum hlýrum en auðvitað má hafa þá mjóa og breyta litunum eftir smekk. Jakkinn á myndinni er kragalaus: Hann er hvitur og passar ekki slður við buxur en piis. Þessi jakki ætti ekki að vera siður fallegur prjónaður úr iopa, en á myndinni er hann sýndur úr ullargarni. -EVI- a) gervirúskinn, b) gervileð- ur, c) krymplakk (eins og það er oft kallað). Gervirúskinn verður hart eins og pappi og sllkur jakki getur staðið án aðstoðar, gervileður getur einnig orðið hart.Verst er þó krymplakkið. Hér er um að ræða tvö lög á plastefni — gervileður og næfurþunnt lag af plasti, sem er limt við gervileörið. Við hreinsun leysist limið upp og ytra lagið liggur laust yfir og rifnar oftast. Við athugun hefur komið I ljós að I nokkrum fllkum voru MISVÍSANDI MIÐAR, sem skýrðu frá að ráðlegt væri aö þurrhreinsa með öllum eða Þessi jakki stendur einn, svostffurer hann eftir hreinsun'og kápan er meira og minna rifinn. Ljósm. VIsis ó.T.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.