Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 16.06.1975, Blaðsíða 12
12 Vísir. Mánudagur 16. júni 1975 KR getur ekki skorað og er eitt á botninum Tapaði fyrir Fram 2:0 í gœrkvöldi og átti þó engu minna í leiknum — Fram komst þar með í efsta sœtið ásamt Val Framarar halda áfram aö hala inn stigin i 1. deildinni, og þeir tóku bæöi stigin I leiknum gegn KR i gærkvöldi. Meö þeim sigri skutust þeir upp I efsta sæti i deildinni — meö 6stig eins og Val- ur. Útlitiö er hins vegar dökkt hjá Kr-ingum. Þeir sitja einir á botni deildarinnar meö 2 stig og hafa enn ekki skoraö mark i mótinu. Vesturbæjarliöiö átti þó engu minna f leiknum i gærkvöldi. Þeir voru sterkari aöilinn á miðjunni lengst af, en þar fór leikurinn fram langtímum saman. En þeg- ar upp aö vitateig Framara kom, rann allt út I saiidinn, og Fram- vörnin átti ekki erfiöleikum með aö verjast. Fram fékk óskabyrjun i leikn- um. Hann hafði ekki staöið nema i tvær min., þegar Rúnar Gislason átti gullfallega sendingu inn i vftateig á Kristin Jörundsson, sem var þar aleinn, og hann skoraöi af öryggi framhjá Magnúsi Guðmundssyni. Næsta marktækifæri kom stuttu siöar, þegar Atli Héöinsson var einn i vitateig. Hann lyfti boltanum yfir Arna Stefánsson, sem kom út á móti — en boltinn fór yfir. Um miðjan hálfleikinn áttu Framarar tvö nokkuö góð mark- tækifæri, i fyrra skiptiö varöi Magnús naumlega skot Marteins og siöan átti Rúnar Gislason gott skothárfintframhjá. Slðan komu tvö tækifæri KR, geysifallegt langskot Stefáns Sigurðssonar, sem Arni varöi vel, og svo hirti hann boltann af tám Atla i mark- teignum stuttu siöar. Svo á markaminútunni frægu — 43. minútu — skoruöu Framarar aftur. Eggert Steingrimsson framkvæmdi aukaspyrnu mjög vel inn að marki KR, og þar „sofnaði” öll vörnin, á meðan Agúst Guömundsson kom boltan- um I mark. — Fyrsta markið hans siöan 1971!!. Um siöari hálfleikinn þarf ekki aö hafa langt mál, KR-ingarnir Eyjamenn lögðu íslandsmeistar- ana að velli... Sigruðu þá með 3 mörkum gegn 2 í fjörugum og skemmtilegum leik í Vestmannaeyjum t mjög skemmtilegum og fjör- lega leiknum leik sigruðu Vest- mannaeyingar islandsmeistar- ana frá Akranesi i Eyjum á laugardaginn meö þrem mörkum gegn tveimur. Þetta var fyrsti tapleikur Akurnesinga i deildinni i ár og jafnframt fyrsti sigur heimamanna I þessari jöfnu og spennandi keppni, sem allt útlit er fyrir aö ætli aö veröa i 1. dcild i sumar. Eyjaskeggjar fengu óskabyrj- un i báöum hálfleikjunum. Á fjóröu minútu fyrri hálfleiks skoraöi Orn óskarsson eftir góöa sendingu frá Sigurlási Þorleifs- syni meö miklu skoti, sem hafn- aöi i vinstra horninu. Fleiri uröu mörkin ekki I þeim Víðavangshlaup í Hafnarfirði Keppt veröur i viöavangshlaupi i Hafnarfiröi 17. júni. Keppninni veröur skipt i fjóra aldursflokka. 8 ára og yngri 9-11 ára 12-14 ára 15 ára og eldri. Verölaun hijóta fyrsti piltur og stúlka I hverjum fiokki. Jafn- framt veröur dregiö um ein þátt- tökuverölaun i hverjum flokki, þannig aö allir hafa möguleika til vinnings. Skráning fer fram i Verzlun Valdimars Long, Strandgötu, i dag. hálfleik, en á fyrstu minútu siðari hálfleiks léku þeir skemmtilega saman, örn og Sigurlás, og end- aöi samspil þeirra meö þvi, aö Sigurlás gaf á Tómas Pálsson, sem skoraöi meö viöstööulausu skoti — 2:0. Skagamenn réttu úr kútnum á 23. minútu, er Jón Alfreösson skoraöi eftir hornspyrnu — 2:1. Bjuggust þá allir viö, aö meiri kraftur færöist I meistarana, en svo varö ekki. Þaö voru heima- menn, sem heldur efldust viö þetta og 10 min. siðar skoraöi Sigurlás eftir aö hafa leikiö á varnarmenn Akraness og siöan á markvörðinn — 3-1. Rétt fyrir leikslok minnkaöi Matthias Hallgrimsson bilið i 3:2 eftir aukaspyrnu, og uröu þetta lokatölur þessa skemmtilega og fjöruga leiks. Bæöi liöin léku oft á tiöum góöa knattspyrnu og nóg var um mark- tækifæri á báöa bóga. Nokkur harka var I leiknum, og voru tveir menn bókaöir — Jón Gunnlaugs- son 1A og Friöfinnur hjá IBV. Markverðir beggja liöa höföu nóg aö gera og stóöu sig báöir vel. Annars var Eyjaliöiö jafnara og skar enginn sig neitt sérlega úr — allir góöir. Hjá Skagamönnum var Jón Gunnlaugsson einna bezt- ur og Matthias Hallgrimsson var friskur. Annars er eigingirnin hjá framlinumönnum Skagamanna ljóður á ieik liösins, og gæti það gert enn betur, ef menn hugsuöu meira hver um annan, en ekki hver um aö vera kóngur I sinu riki... GS/—klp— voru öllu sterkari — án þess þó aö geta skapaö sér hættuleg tæki- færi. Eins og fyrri daginn var Mar- teinn Geirsson hinn sterki maður iFramliöinu, Arni Stefánsson var öruggur I markinu, þegar á hann reyndi. Og Eggert Steingrimsson átti góöa kafla. Sterkustu menn KR I leiknum voru Haukur Otte- sen og Halldór Björnsson. — Ungu ljónin úr Vesturbænum eru frisk og hafa allt til ’að bera til að geta náö þokkalegum árangri, en neistann vantar enn. Dómari var Ragnar Magnússon og geröi sinar vitleysur eins og leikmennirnir. STADAN 1. deild Staöan í l.deild eftir leikina um helgina: JBV—Akranes Vlkingur—Keflavik FH—Valur Fram—KR 3:2 1:0 0:3 2:0 Valur Fram Akranes ÍBV Vfkingur Keflavik FH KR 1 1 1 1 0 2 4:0 4:1 10:5 4:4 2:2 1:2 3:11 0:3 Markhæstu menn: Guömundur Þorbjörnss. Val 3 Matthias Hallgrimss. Akran. 3 örn Öskarsson, IBV 2 Guömundur Þorbjörnsson skoraöi öll þrjú mörk Vals I leiknum viö FH I 1. deild á laugardaginn. Hér er eitt þeirra I uppsiglingu og örvæntingin leynir sér ekki I svip FH-inganna, sem eru á hælum hans. Ljósm Bj.Bj. FH mátti þakka fyrir 3:0 tap Guðmundur Þorbjörnsson skoraði öll mörk Vals, en þau gátu eins orðið sex t annaö skiptiö á einni viku mátti hiö unga liö FH þola stórt tap. Fyrst fyrir Akranesi, uppi á Skaga 7:1 og fyrir Val 3:0 i Kapla- krika á laugardaginn. En úrslit þess leiks gátu allt eins veriö 7:1 eins og á Akranesi, slikir voru yfirburöir Valsliösins. Þaö var rétt I upphafi leiksins, sem FH-ingar stóöu eitthvaö aö ráöi i Valsmönnum, en þegar um þaö bil 25 minútur voru liönar af leiknum, tóku Valsmenn leikinn algjörlega I sinar hendur og eftir það var aðeins spurning hvenær og hve mörg mörk þeir myndu skora. Fyrsta markiö kom þegar um þaö bil 8 mlnútur voru til leikhlés, og var miðherjinn ungi hjá Val, Guðmundur Þorbjörnsson, þar aö verki, eftir aö Grimur Sæmunds- sen haföi skotiö góöu skoti aö marki FH., Ömar Karlsson I marki FH missti boltann frá sér og Guðmundur gat stýrt honum i netmöskvana. Annaö markiö skoraöi Guö- mundur lika, en hann geröi öll mörkin I leiknum. Þaö var aö mestu aö þakka Hermanni Gunm arssyni. Hann lék á tvo til þrjá varnarleikmenn FH og renndi knettinum svo fyrir fætur Guö- mundar, sem skoraöi meö góöu skoti af stuttu færi. Mark þetta kom rétt fyrir hálfleik. Hermann Gunnarsson sýndi I þessum leik marga gamla og góöa takta og er nú óöum aö ná þvi formi, sem menn vita aö hann getur, og er þaö gleðiefni. Þriöja markiö kom svo um miöjan siöari hálfleik, er Guö- mundur Þorbjarnarson fékk stungubolta inn fyrir vörn FH og renndi knettinum framhjá Ómari — I stöng og inn. Óþarft er að tiunda tækifæri Valsmanna hér, en þau voru mý- mörg og heföu menn ekkert veriö hissa þótt Guðmundur einn heföi skoraö 6 mörk, svo mörg tækifæri áttu þeir. FH-ingar voru aftur á móti lélegir og veröa aö taka sig mikið á, ef þeir ætla ekki aö veröa neöstir I deildinni. Þaö var varla, aö þeir fengju eitt einasta tæki- færi i leiknum fyrir utan eitt á lokaminútunum, er Siguröur Dagsson varöi vel skot af vlta- teig. Janus Guölaugsson var eini maöurinn I liöi þeirra, sem ekki spilaöi undir getu. Liö Vals- manna var aftur á móti mjög jafnt og skar sig enginn verulega úr. Dómari var Eysteinn Guð- mundsson og dæmdi vel. ey/—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.