Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1932, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1932, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 191 horfin'u, segir hann, og búið hefir ekki gengið saraan. En uú er svo koraið, að það er einkis virði, neraa að eins það, sem fæst af því til heimilisins. f haust sem leið fekk jeg 200 krónur fyrir jafn- inargar kintlur og lögðu sig á ]100 krónur á stríðsárunum. U'll og gærur telur maður ekki lengur. Fyrir 10 pd. sauðargæru fekk jeg t. d. að eins kr. 1.50 í haust. — Eins og áður er sagt er gott sapðland í Krýsuvík og verður því að treysta mest á sauðfjár- rækt. Útbeit er ágæt. þótt engin sje fjörubeit, en fjeð þarf ná- kværarar liirðingar og verður mað- ur alt af að fylgja því á Vetrum. Er J>að nokkur furða þótt menn trjenist upp á því, þegar þeir sjá að til einkis er barist? Eina vonin ei að úr rætist um sölu sauðfjár- afurða, og þess má ekki lengi bíða, ef fjöldi sauðfjárbænda á ekki að hverfa frá búskapnum og jarðirnar að leggjast í eyði, í viðbót við þann eyðijarðafjölda sem fyrir er. Fj’rir mörgum árum starfræktu Englendingar brennisteinsnámur í Krýsuvíkurhjeraði. Bygðu þeir þar nokkur stór liús og sjer enn móta fyrir því hvar þau hafa staðið. En þetta fyrirtæki fór á höfuðið og hafði verið eytt til þess miljónum. Brennisteinninn gekk til þurðar þessi árin og mun nú erfitt að finna mikið af hreinum brenni- steini, þar sem námurnar voru. En leifar mannvirkjanna þar eru þög- ull vitnisburður um mishepnað er- lent fyrirtæki hjer á landi. Að niinstu leyti mun þó fje það, sem námafjelagið tapaði, hafa runnið í vasa íslendinga. Islenskir verka- menn fengu eina krónu á dag vor og- haust en hálfa aðra krónu um sláttinn, og hestleiga mun hafa verið 1—2 krónur á dag. (Brenni- steinninn var allur fluttur á hest- um til Hafnarfjarðar). Fi'rðamenn, sem fara til Krýsu- víkur, ætti að skoða Kleifarvatn, brennisteinsnámurnar og þó fyrst og fremst stóra leirhverinn, sem kom upp árið 1925. Hver sá er skamt fyrir ofan Nýjabæ, norðan í svokölluðum Tindhól, og eí skamt frá veginum. Þarna var áður dá- lítil velgja í jarðveginum, en eng- inn hver. Svo var það einn morgun að fólkið í Nýjabæ vaknaði við vond- an draum — svo snarpan jarð- skjálfta, að það kastaðist til í rúmunum, en brak og brestir voru I hverju bandi, eins og kofarnir jetiuðu niður að ríða. Jarðskjálfti þessi stafaði af því að hinn nýi liver braust út. Varð það með svo goisilegum krafti að stór spilda sprakk úr hæðinni og þeyttist lang ar leiðir, en sjóðandi leðja íir hvernum vall alla leið norður að Kleifarvatni og tólr alveg af læk. sem engjafólk var vant að sækja drykkjarvatn í. Gríðarstór steinn, sem var uppi í melnum, fleygðist langar leiðir í burtu og stendur nú nokkuð frá hvernum sem talandi tákn þessara hamfara náttúrunnar. Hver þessi mun tvímælalaust vera stærsti og lirikalegasti leir- hver í heimi. Englendingur nokk- ur, sem skoðað hafði brennisteins- hverina í Italíu og á Nýja Sjá- landi, yarð alveg höggdofa og mál- laus af undrun, er hann sá þennan hver. Enda mun flestum fara Hkt er þeir sjá liann, að þeir verða orð- lausir af undrun og hryllingi, því að hann er ægilegur, og krafturinn svo óskaplegur, að enginn getur gert sjer í hugarlund nema sá, er sjer hann. Hverinn mun líklega vera um 8—10 m. í þvermál og þarna þeytast óaflátanlega upp óial leðjustrókar, mannliæðar eða tveggja mannhæða háir. Leðjan byltist )>annig og gýs í æðisgengn- um hamförum, en gufumökkurinn er svo þjettur, að ekki sjer í sjálfan hverinn, nema vindur sje og gufuna leggi frá. Þegar logn er stígur gufumökkurinn svo hátt í loft upp, að hann sjest hjeðan frá Reykjavík yfir fjöllin. Uppi í melnum, ofan við sjálfan hverinn, eru gufuhverir nokkrir, og þeytist gufan þar út af svo miklum krafti að líkast er því þegar skip „blása af“ sem ákafast, og er hvinurinn svo mikill að vart má heyra manns ins mál. Er melurinn sundur soð- inn af gufunni og þessum óskap- Iega hita. Fyrir neðan hverinn eru þrír eða fjórir aðrir hverir. Sá næsti er stærstur, hringmyndaður og sljettur á yfirborði, nema hvað alt af kraumar í honum og með nokkuru millibili skvettist upp úr honum dálítið gos á einum stað, eins og hann sje að reka út úr sjer tunguna framan í áhorfanda. Einn af hverum þessum er ákaf- lega heitur og hvín látlaust í hon- um, en ekki er gott að komast að honum. Síðan þessi mikli liver myndað- ist ,liafa menn tekið eftir því, að hverirnir í fjöllúnum beggja vegna hafa kólnað að mun og sumir þeg- ar orönir kaldir. Það er engin leið að giska á hver ægikraftur leysist þarna úr læðingi og eyðist engum til gagns. Agisk- anir geta orðið fjarstæða á hvora sveifina sein er, en trúa myndi jeg, væri mjer sagt það, að kraftur þessi mundi nægja til þess að fram leiða nóg rafmagn handa Suður- landi, svo vítt, sein giskað er á að afl Sogsfossanna muni nægja. Yæri góður bílvegur til Krýsu- víkur, er enginn efi á því að út- lendir ferðamenn mundu streyma þangað liópum saman til þess að skoða hver þenna, enda mun varla U] p á meiri náttúruundur að bjóða hjer á landi. ------ Víkingaskipið norska, „Roald Amundsen" lagði á stað fyrir þremur árum í siglingu umhverfis hnöttinn. Það kemur bráðum heim úr þeirri för. Hjer á myndinni sjest stafn drekans og einn af skipverjum vera að hlaða seglum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.