Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 389 Jóns Sigurðssonar-herbergið í Alþingishúsinu. Þarna sjeSt m. a. rúm hans og náttborð. Til hægri handar er sporöskjulagaða borðið, sem var í skrifstofu hans, sem getið er um í greininni, og sjest ofurlítið á setbekkinn, sem stendur við vegginn. mennina. Hann var þátttakandi í samræðum, sívakandi og greip inn í, til þess að sveigja talið í þá átt sem honum best líkaði, og leiðbeindi skorinort og skýrt, þar sem honum þótti við þurfa. í húsbóndasæti við gestaborð var hann fyrst og fremst ,,kav- allér“. Hafði hann sem borð- dömu þá konu, sem virðulegust var, að dómi húsfreyju. Man jeg frú Lichtenberg í því sæti, og fleiri. — Húsfreyja rjeði mannaskipun við borðið. Oft man jeg, að undir borð- um var rætt um stjórnmál Dana og þá einkum um viðureign Hægri- og Vinstrimanna. Lagði Forseti stund á, að heina huga íslendinga til þess flokksins, er vinveittari var íslendingum. Ekki þótti mjer Forseti að öllu leyti „radikal“ á þeim ár- um. Hann var t. d. ekki með- mæltur kvenrjettindum. Jeg hafði lesið nýlega kvenrjett- indarit Stuart Mill, og var gagn tekinn af. Ræddi jeg eitt sinn um þau við hann. En hann vildi ekki heyra kvenrjettindi nefnd. Þá kom Ingibjörg húsfreyja til sögunnar. Hún var á minni skoðun, og djarfmælt. Þá sagði Forseti: „Nú hafið þjer fengið konuna mína með yður, og þá er ómögulegt að ,,diskutera“ við yður“. SPILAÐUR ,,GOÐI“. Eftir borðhaldið var farið í hornherbergið aftur. Þar var sest við sporöskuborðið og spil- aður ,Goði‘. Það þótti íslenskast spil í þá daga. I „Goða“ var notað kotruspil, teningur og töflur, en kotru- borðið notað til að kasta ten- ingnum á. Kotrutöflur eru 16 hvítar og 16 svartar, og fengu þátttakendur í upphafi 1 hvíta og 1 svarta töflu hver, svo lengi sem þær hrukku. Svört tafla gilti 2, en hvít tafla 1. Byrjaði leikurinn með því, að varpað var teningi um það hver ætti að vera goði. Var það gert með því, að kasta einum tening 6 sinnum í röð. Kæmi upp fjórir (í einhverju af 6 köstunum), var sá, sem kastaði, genginn úr leik, að verða goði, en kastaði hann 6 sinnum án þess að fá 4 upp, var hann goði. Þessi formáli var sagður áð- ur en maður kastaði tening, til þess að freista þess að verða goði: Heima ræð eg goða minn, bæði vel og lengi, súrt smjer og rengi, að þú sitjir hjá mjer lengi, í góðu gengi; og nú kasta jeg fyrir þig, og var hver hending sögð um leið og kastað var.- Sá, sem varð goði, heimtaði goðagjald, einn (þ.e. eina hvíta töflu) af öllum þáttakendum. Síðan kastaði hann teningi „upp á þann næsta“, þ. e. sessu naut sinn til hægri handar við sig. Ef hann fekk 6, var borg- unin 2, frá þeim, sem kastað var uppá, ef hann fekk einn upp, vann hinn einn, en annars ekk- ert. En þegar goði fekk 4 upp á teningnum, var hann oltinn úr goðatign, og varð þá að kasta um það að nýju, hver væri goði. Þegar að því kom, að ein- hver ekki gat greitt, það sem honum bar, þá fór hann á sveitina, hjá þeim sem hann átti að greiða. Þótti það miklu varða, hjá hverjum maður komst á sveitina. Einkum ljet húsfreyja sjer það miklu skifta, og gerði sjer mannamun í leikn- um. Þeir, sem á sveitinni voru, tóku jafnt þátt í teningskasti sem hinir. En þeir köstuðu ten- ingnum á ábyrgð sveitarhöfð- ingja síns, og gat að leik þeirra orðið bæði gróði og tap fyrir goða þeirra. En leikurinn helt áfram, uns einn v)ar orðinn goðinn og allir hinir á sveit- inni. • TODDÝ. Að enduðum goðaleik, var gestum borið toddý. Var það koniaks-toddý, blandað er inn kom, og veikt, svo enginn gat orðið ölvaður af. Voru nú teknar upp viðræð- ur að nýju, skrafað og skegg- rætt fram til miðnættis. — En lengur sátu gestir ekki á heim- ili Forseta í þá daga, húsráð- epdur það aldurhnigin, að eigi þótti rjett að valda þeim nætur- vökum. Aldrei sá jeg vín á Jóni Sig- urðssyni. En sú saga gekk í Höfn, að eitt sinn hefði það komið fyrir, að á honum hefði sjest vín, og þóttu þau tíðindi, að sagan geymdist í minni manna. Var það í veislu einni,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.