Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 18
402 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Merkileg læknisvitjan. Eftir Isobel W. Hutchison. ARGIR íslendingar eru gæddir skygnigáfu, um- gangast huldufólk og hafa sjeð „þau ljós sem aldrei voru til, hvorki á landi nje sjó“. Gísli Sturluson var einn af þessum mönnum. Hann var um mörg ár læknir í Skagafirði og átti heima skamt frá Víðimýri, í nágrenni við Hjeraðsvötnin, sem mörgum manni hafa orðið að bana. En dalurinn, sem Hjer- aðsvötnin renna eftir fram til sjávar, er einhver allra fegursti bletturinn á Norðurlandi á fögr- um sumardegi, þegar Hólmur- inn er allur í blóma og hey- skaparfólk er þar alls staðar að vinnu á milli lágra hóla þar sem huldufólkið býr og heyrist syngja fagurlega á Jónsmessu- nótt, ef menn leggja eyrun við grassvörðinn. En á vetuma og vorin, þegar vötnin eru ýmist hálflögð eða með jakaburði og norðan stórhríðar geisa, þá er dalurinn alt öðru vísi. Ef Loki, reiðhestur læknis- ins, hefði haft mál, mundi hann hafa getað sagt margar ægileg- ar sögur frá ferðum þeirra um hávetur, þegar þeir brutust á- fram til þess að líkna sjúkum og særðum. En þó er það efa- laust, enda þótt Loka hefði ver- ið gefin hin allra mesta mælska, að hann hefði ekki getað lýst einni ferð þeirra, sem farin var um jólin fyrir mörgum árum. Gísli læknir vildi sem fæst um hana tala, og var hann þó stór- greindur maður. Austan Hjeraðsvatna, sem nú eru brúuð, en voru þá ferjuð með dragferju, er prestsetrið Miklibær, sem nafnfrægt er orð- ið fyrir söguna um síra Odd Gíslason, sem hvarf þar hastar- lega á seytjándu öld Ef til vill hafa álfar heillað hann í hól, eins og þeir gerðu við Bonnie Kilmeny og Aberfoyle, höfund bókarinnar „The Mysterious Commonwealth of Elves, Fauns and Fairies". En Jakob litli Benediktsson í Miklabæ, hafði aldrei heyrt getið um Kilmeny nje Aberfoyle. Aftur á móti hafði móðir hans stundum sagt hon- um söguna af hvarfi síra Odds svo átakanlega, að honum hafði runnið kalt vatn milli skinns og hörunds. Jakob var ólíkur flestum öðr- um drengjum. Hann var einka- barn foreldra sinna, og voru þau bæði roskin. Frá móður sinni hafði hann erft ást á blómum, og hann hafði safnað rúmlega 200 blómum og j’.rtum og þurkað. Hann vakti eft- irtekt ferðamanna á eyri í ánni, sem var þakin eyrarrós þegar kom fram í ágúst, og hann vissi um ofurl'ítinn hellir uppi í fjallagili, þar sem fult vár af burkna. Þessa þekkingu hafa ekki allir Islendingar, allra síst börn, en vera má að Jakob hafi fengið þessa gáfu frá vini sín- um, Gísla Sturlusyni lækni, sem tók á móti honum þegar hann fæddist. Og það var í hríðar- byl á jólanótt. Nú vildi svo til þegar Jakob var nær sjö ára, að Gísli læknir varð að gera uppskurð á honum og taka úr honum kirtla. Þetta tókst vel, því að Gísli var snild- ar skurðlæknir. Hann gaf móð- ur drengsins nákvæmar upplýs- ingar um það hvemig hún ætti að hugsa um sárið og skifta um umbúðir, því að þá var síminn ekki kominn og ekki hægt að leita upplýsinga með því að hringja til læknisins. Gísli lagði svo á stað heimleiðis, og hann var ekkert hræddur um Jakob litla. Daginn eftir var hann sóttur vestur í Langadal til þess að hjálpa konu í barnsnauð. Kom hann ekki heim aftur fyr en seint um kvöldið. Var þá svart skammdegismyrkur og gekk að með norðan frosthríð. Ráðskona hans hafði þá mat tilbúinn handa honum, og þeg- ar hann hafði borðað, settist hann inn í skrifstofu sína, sem jafnframt var lækningastofa. Þar brann eldur í ofni, og var þar hlýtt og notalegt. Hann sett- ist í hægindastól fyrir framan ofninn, fór úr reiðstígvjelum sínum, sem voru rennblaut og setti þau nærri ofninum, svo að þau gæti þomað. Því næst tók hann uppáhalds kvæðabók sína og fór að lesa í henni, og ætlaði reglulega að njóta hvíldai’inn- ar eftir hið erfiða ferðalag. Vegna hlýjunnar í stofunni og þreytunnar fell mók á hann. En það var ekki nema andar- tak. Alt í einu var stofuhurðin opnuð og inn kom ráðskona hans. „Það er búið að leggja á Loka“, sagði hún. „Haraldur fór út í hesthús og sótti hann. Aumingja skepnan. Og það er hart að þið .skulið nú báðir þurfa að fara til Miklabæjar í þessu veðri. En þjer verðið að gista þar. Það væri ekkert vit í því að ætla sjer að fara tvisvar sinnum yfir Hjeraðsvötnin í öðru eins foraðsveðri og myrkri og nú er“. „Loki! Miklibær!“ endurtók læknirinn undrandi. „Hver hef- ir sagt Haraldi að leggja á Loka aftur? Hefir nokkur kom- ið hingað frá Miklabæ?“ „Nei, enginn hefir komið hingað“, svaraði ráðskonan, og var jafn undrandi og læknirinn sjálfur. „Haraldur sagði að þjer hefðuð komið út að hest- húsinu rjett áðan og kallað til sín, að hann skyldi undir eins leggja á Loka, því að þjer yrð- uð að fara til Miklabæjar". „Hvaða vitleysa! Strákinn hefir dreymt þetta“, sagði lækn irinn dálítið önugur. „Jeg hefi alls ekki sagt honum þetta. Sem betur fer á jeg ekkert erindi til Miklabæjar í kvöld. Það hefir einhver verið að leika á Har- ald. Segið þjer honum að fara undir eins með hestinn út í hús aftur“. „Æ, hvað mjer þykir vænt um þetta, læknir. Það er gott að þjer skuluð ekki þurfa að fara yíir vötnin í þessu veðri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.