Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1933, Blaðsíða 10
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 894 á suðuvjel undir beru lofti- Eftir að við höfðum matast í Skotum og drukkið kaffi, heldum við heim- leiðis hressir í anda og glaðir. —- Brúnn var nú kominn í besta skap og Vin fipaðist ekki hýrusporið þó stórgrýtt væri leiðin. Á heimleið- inni komum við að Stakkholtsgjá og riðum spölkorn austur eftir henni. Ekki get jeg sagt hve löng hún er, en hún mun vera 15—20 m- breið og hamraveggirnir til beggja hliða 100—150 m. háir. Skriðjökultangi gengur á einum stað fram á undirlendið. Á heim- leiðinni gengum við fjelagar upp á jökulinn og vestur yfir, en ólaf- ur Sveinsson fór með hestana vest- ur fyrir jökultaglið. Upp á jökul- inn er æði bratt en ekki ýkja hátt. Ber vaxa alveg upp að jökulrönd- inni og töfðu þau dálítið för okk- ar- Þó að sumir fjelaga minna hefðu yerið tregir í fyrstu til að ganga yfir jökulinn, þá lustu nú allir upp gleðiópi þegar upp var komið, og alla leið vestur yfir kváðu við upphrópanir: Nei, sjáið strákar! Nei, strákar! Og svo kom öll strákaþvagan til að skoða þessi undur, sem stundum var ekki ann- að en djúpur pollur, stundum sprunga, sem ekki sást til botns í, stundum lækur sem gróf sig niður í jökulinn og fell í fossum stall af stalli og ótal snígilgöngum svo langt niður, sem augað eygði, og ómurinn af vatnsniðnum dó út í fjarlægð niðri í undirdjúpi jökuls- ins. Sums staðar var jökullinn svo þjett sprunginn og missiginn, að jakarnir risu upp á rönd og leit það út eins og spilaborg. Þegar vestur yfir kom fundum við hest- ana bundna saman tvo og tvo, en Ólaf sáum við hvergi. Jeg tók þá upp skátaflautuna mína og bljes í hana nokkrum sinnum. Eftir stundarkom kom Ólafur í ljós uppi á háum jökulhrauk. Hafði hann þá verið að asfa sig á þv* að ganga á sokkunum uppi á jöklinum. Að vísu ekki viljandi, en fyrir sjerstakt óhapp. En ekki veit jeg til að þetta óhapp hefði aðrar afleiðingar, en hann vöknaði í annan fótinn. Þegar Ólafur var kominn til skila var sest á bak og ekki numið staðar fyr en skamt fyrir austan Stóru-Mörk. Þar er staður einn, sem mjög dregur að sjer, því þangað koma menn ár- lega í stórhópum víðsvegar að, til að skoða reynitrjeð í Nauthúsa- gili. Það er stærsta reynitrje á Islandi, að sögn Ragnars Ás- geirssonar — og hann veit hvað hann syngur fuglinn sá- Trjeð vex út úr klettasprungu í eystri gil- barminum og teygir önnur grein þess sig beint upp, en hin liggur lárjett yfir gilið og brúar það. Ganga má yfir gilið á henni og upp í topp á hinni greininni. Þegar jeg virti þetta risavaxna gullfagra reynitrje fyrir mjer, datt mjer í hug, að það væri eins og fingur diottins almáttugs teigði sig þarna iit úr berginu til að benda os.s á, að þannig brúaði hann hverja torfæru milli sín og vor mannanna, og leiddi oss yfir og upp til ljóss- ins sigurhæðar. / Nauthúsagili: Reynitrjeð fagra. — Maðurinn fremst á myndinni til vinstri situr á klettasyllu í sömu hæð og rætur reynisins eru. Af stærðar- hlutföllunum geta menn markað, hve stórt trjeð er. Stakkholtsgjá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.