Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 2
74 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fiskur fiuttur um borð í flutningaskútu í éinu útverinu. Svo aðdjúpt er viðast að skipin leggjast að klöppunum og eru gangborð lögð miili þeirra og klappanna. Eitt af flutningaskipum stjórnarinnar til viðgerðar á drátt- arbrautinni irHolsteinsborg. Takið eftir »íshúðinni«, og járn- unum á stefninu. laudi er ekki veitt anuað en þorskur, heilagfiski og lax. Eins og áður er sagt, er stór- lúðan soðin niður í Holsteins- borgar-verksmiðjunni, en ekki öll, því að rafabeltin eru tekin af heuni áður. Eru þau pækilsöltuð og send þannig til Danmerkur og reykt þar. Á sama hátt er farið með grálúðu, sem er miklu feit- ari en venjuleg lúða, að hún er öll sett í pækil og send til Dan- merkur til reykingar. Auk þeirra fisktegunda, sem taldar hafa verið, veiðist mikið af karfa og loðnu hjá Grænlandi. Loðnan kemur inn í firðina um hásumarið, veður þar uppi í óskilj anlegum mýgrút, lengst utan af fjörðum og inn í landsteina, á tímabilinu júní-júlí. Er svo ótrú- leg mergð af henni, að enginn ókunnugur getur gert sjer það í hugarlund. Og veiðin fer eftir því. Menn eru ekki að ómaka sig neitt, heldur ausa þeir loðnunni upp í f jöruborði með háfum.Er hún svo breidd á sjávarklappirnar til þurks, alveg eins og hey, og' látin liggja þar, þangað til hún er orðin hörð. Þá er henni safnað í poka og höfð til hundafóðurs eingöngu, því að unannamatur er hún ekki talin eftir að hún er þurkuð. Ný er hún borðuð dálítið bæði af Dönum og Skrælingjum og þykir góð. Til dæmis um það hver óhemju gengd er af loðnunni inn í fjörð- una, má g'eta þess að tveir menn voru inn í íjarðarbotni á franskri . doríu“. Er það all-stór bátur. Þeir bundu bátinn við klöpp, tóku lúfa sína og jósu þarna upp á hálfri klukkustund eins mikilli síld og báturjnn gat framast borið. Annar veiðiskapur. Selveiðar. Þegar fer að hausta cg ísinn kemur, er vjelbátunum lagt í vetrarlagi, en þá byrja Grænlendingar sela og fug'laveið- ar á húðkeipum sínum, því að þeir eru miklum mun hentari í ísnum heldur en vjelbátar. Selinn veiða Grænlendingar nú aðallega í nætur, eða skjóta hann. Gamla veiðiaðferðin með skutlun er lögð niður að mestu, nema ef vera skyldi nyrst í landinu. Talað hefir verið um, að selnum væri að fækka og veiðin að minka og staf- aði Grænlendingum hætta af því, þar sem selurinn væri þeirra aðal lífsbjörg. En þetta er ekki rjett að neinu leyti. Grænlendingar eiga nú ekki líkt því eins mikið komið undir selveiðunum eins og áður, þegar svo mátti að orði kveða að selurinn legði þeim til föt, fæði, skæði, hita, búsgögn, efni í báta og húðkeipa, veiðarfæri og' ótal margt annað. Nú er ald- arhátturinn breyttur í Grænlandi meðal Eskimóa og breytist ár frá ári svo, að selveiðarnar eru þeim ekki lengur sú lífsnauðsyn sem áður var. En hitt er rangt, að selveiði sje ekki nóg. Árið sem leið var þar miklu meira um sel, en um mörg undanfarin ár. Þegar Grænlendingar veiða sel þykjast þeir hafa vel gert er þeir hafa komið honum upp í flæðar- mál í heimavör. Þar á konan að taka við og gera að veiðinni. — Skinnin eru ýmist lögð inn í versl- unina, eða liöfð til skófatnaðar og klæða heima. Spikið er nær alt selt versluninni, en þó er enn nokkuð tekið til átu og lampa í heimahúsum. Megran, innýfli, haus og hreyfar er alt tekið til heimilis. Hákarlaveiðar. Á vorin, áður en heilagfiskisveiðarnar byrja, eru vjelbátar stjórnarinnar sendir á liákarlaveiðar. Er það með fram g'ert til þess að kenna Grænlend- ingum þann veiðiskap og opna augu þeirra fyrir því hvers virði hann sje. Og það er víst alveg ótrúlegt hvað veiða má af hákarli hjá Grænlandi, eða að minsta kosti á sumum stöðum þar. Veiðin er ekki stunduð með handvað, heldur eingöngu með lagvað og er beitt selspiki, því að það reyn- ist best. Annars eru þessar veiðar alveg í bernsku, því að það voru þeir Ágúst Ólafsson og Poul Mar- inus Hansen magister, hafrann- sóknamaður, sem hófu þessar veið- ar með nokkurri forsjá. Það var árið 1931. Má segja að þar sann- ist, að ýmsar framkvæmdir, sem miða atvinnuvegunum til bóta, eigi langt í land, sjerstakleg'a þegar þarf að ryðja nýjar brautir, og kveða niður tortryggni manna og vantrú. Það voru um þetta leyti 100 ár liðin frá því að Sig- urður Breiðfjörð fór vestur til Grænlands, í þeim erindum aðal- lega að kenna Grænlendingum há- karlaveiðar. Sú tilraun bar lítinn árangur. En nú, heilli öld síðar, vill svo merkilega til, að annar íslending-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.