Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 6
78 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bæ j arstaðaskógur. Eitt af hæstu trjánum. urhlíð dalsins. Spottakorn austur af skðginum eru berar skriður, en er innar dregur í dalinn er ný- græðingurinn að bvrja að festa rætur í grjóturðunum. Og er enn lengra kemur inn í dalinn verður birkigróðurinn þroskameiri og inyndar hann þar laglegt kjarr. Lað er eftirtektarvert. að hjer, sem alls staðar annars staðar, þar sem ekki er of mikill ágangur búfjár. er það björkin, sem fyrst klæðir landið á ný. Kemur hún langt á undan öllum öðrum gróðri og virðist það allskír vísbending náttúrunnar um það. hvernig heppilegast sje að græða upp landið. En nú er best að víkja málinu að skóginum. Að morgni þess 21. ágúst. fórum við ásamt Oddi bónda Magnússyni í Bæjarstaða- skóg. Þegar við nálguðumst skóg- inn sáum við að hann stendur á hárri jarðvegstorfu. Moldarrofin eru víðast meir en mannhæð og sums staðar eru þau 2—3 mann- hæðir. Er ekkert sem ver þau, svo úr þeim hlýtur að skafa hvenær sem vindur blæs. Enda sjást þess glög'g merki. Trjen á ystu hrún torfunnar standa sums staðar með mikinn hluta rótarinnar í lausu lofti, og alls staðar liggja dauðir og hálffúnir trjástofnar fyrir neð- an rofin. Það er með öllu óhugs- andi að náttúran sjálf geti hindr- að uppblásturinn. Rofin eru altof há til þess að það geti tekist. Þótt hin föllnu trje veiti gróðrarmo'.d- inni nokkurt skjól, meðan þau eru að fiina og dragi þannig nokk- uð úr hinni hörðu árás vindanna, þá er það ekki nema stundarfrið- ur, er þau veita. Það er engxim vafa undirorpið, að skógurinn á sjer eigi langa framtíð fyrir hönd- um. nema því að eins að honum sje rjett hjálparhönd. Trje þau, sem við sjáum yst á rofunum voru miklu stærri en venjulegt er að sjá í íslenskum skógum, svo að okkur var forvitni á að vita hvers við yrðum vísari er við skygndumst inn í skóginn. Stigum við af hestunum og geng- um inn í hann, og þar gaf á að líta. Þótt okkur hafi fundist skóg- nrinn heima við Skaftafell all- blómlegur, varð hann að engu í samanburði við þetta, sem við sáum þarna. Bæjarstaðaskógur ber af öðrum skóg'argróðri á landi hjer eins og gull af eiri. Það eru aðeins liinir þroskamestu lund- ir í Vagla- og Hallormsstaðaskóg- um, sem geta jafnast á við hann, og þó hafa báðir þessir skógar notið friðunar í rúman aldar- fjórðung. í Bæjarstaðaskógi eru trjen fal- lega beinvaxin og mjög jöfn að stæíð. Þar eru hvergi kræklóttir og skriðulir runnar eins og' alls staðar annars staðar í skógum okkar. Skógurinn hefir allan ann- an svip en við eigum að venjast á þessu landi. Nálægt miðbiki skógarins munu trjen vera hæst, og mældum við þar eitt hið álit- legasta. Reyndist það að vera 9,60 metra að hæð og 25 centimetra að þvermáli í 1,3 m. hæð frá jörðu. Viðarmagn slíks trjes mun vera nm fjórði hluti úr teningsmeter, og á okkar mælikvarða eru slík trje næsta væn. Ýms önnur trje, sem þarna stóðu í nánd, slöguðu hátt upp í þetta. Við reikuðum nú fram og aftur um skóginn, og var það óvenju greiðfært því að hvergi sást ung- viði, en það er ungviðið, sem tefur för manns í skógi. Er það tvent, sem heftir vöxt þess. Ann- arsvegar meinar hin þjetta gras- rót birkifræunum að festa rætur. og hinsvegar mun fjárbeit eiga þátt í því að viðarteinungar frá rótum gömlu trjánna ná eigi að vaxa upp. Því miður er skógurinn orðinn svo lítill að flatarmáli, eitthvað um 7—8 hektara, að það tekur ekki nema örstutta stund að skoða hann allan. En það var eftirtekt- arvert hve marg'ar reynihríslur stóðu á víð og dreif um skóginn. Bendir það ótvírætt í þá átt, að skógurinn hafi verið mun þjettari fyrir eigi allmörgum árum. Og kemur það vel heim við lýsingu Þorv. Thoroddsen á honum, en hann ferðaðist um skóginn fyrir aldamót. Nvi eru trjen í Bæjarstaðaskógi orðin það gömul að þau eiga ekki marga áratugi fyrir höndum, jafn vel þótt jarðfok yrði þeim eigi að fjörtjóni. Þyrfti því að fara að sjá fyrir uppvexti nýgtæðings, en það yrði mjög auðvelt verk ef skógurinn væri friðaður. Jeg býst ekki við að það geti orkað tvímælis að sjálfsagt sje að friða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.