Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 79 Bæjarstaðaskóg, en mjer þykir rjett að geta þess, vegna hvers jeg álít það sjálfsagðast. Bæjar- staðaskógur er sá einasti „frum- skógur“, sem enn er til á landi hjer. Allir þeir skógateigar, sem hafa líkst honum að gæðum, eða jafnvel verið stórvaxnari en hann, eru löng'u horfnir. Þeir hafa allir orðið að lúta í lægra haldi fyrir rányrkju mannanna. Hann er minnisvarði þeirra stóru skóga, er klæddu landið áður fyr. Ætti það að vera núverandi kynslóð næg hvöt til þess að sýna þessum leyfum tilhlýðilega ræktarsemi og forða þeim frá eyðileggingu. Það þykir frekar menningarvottur meðal annara þjóða að friða staði þá, sem hafa eitthvað til síns ágætis. Við höfum lengi vanrækt að hlynna að skógargróðri þessa lands og aldrei gert það öðruvísi en að skera aðhlynningtina við nögl. Jeg get því ekki sjeð að það sje nema sjálfsögð skylda þjóðfjelagsins að kosta einhverju til þess að friða skóginn. En verði það ekki gert á næstunni, verður það um seinan. Það gag'n, sem hlýst af friðun- slfógarins yrði kannske ekki mjög mikið. Skógurinn liggur of af- afskekt til þess að mikið verð- mæti fengist fyrir skógarhög'g. En eitthvað vrði það þó af hinum vænni trjám. Það er þó annað, sem mundi vega meira á metaskál- unum, og það væri fræsöfnun. í Bæjarstaðaskógi standa einhver fegurstu trje landsins, og væri ekki lítils virði að geta aflað sjer fræs af þeim og afkomendum þeirra er fram líða stundir. Það er ekki óhugsandi að ef við miss- um Bæ.jarstaðaskóg, þá missum við líka besta stofn íslenska birk- isins. Ef skógurinn yrði friðaður mættu Skaftafellsbændur til að synja sjer um afnot þau og hlunn- indi, sem skógurinn veitir þeim núna. En þau eru þeim dálítils virði, því að í stórviðrum rennur fje þeirra í hundraðatali í skóginn til að láta þar fyrirberast uns veðrinu slotar. í skóginum stendur fjeð eins og' í húsi og hrekst ekki. Við Oddur bóndi fórum nú að ráðgast um framtíð skógarins. — Vorum við sammála um það, að það væri bæði Skaftfellingum og þjóðinni til mestu vansæmdar ef skógurinn eyddist. Fanst okkur því rjettast að þessir aðilar mætf- ust á miðri leið, og varð það að samkomulagi að Skaftfellingar legðu fram skóginn til friðunar um ókominn tíma ef ríkissjóður vildi leggja til girðingu. Þegar við komum heim að Skaftafelli, bárum við þetta undir hina bændurna, og fellust þeir strax á þetta. Skrifuðu þeir Skóg- ræktarfjelagi íslands brjef, og fólu því að sækja um girðingu um skóginn fyrir þeirra hönd. — Hefir f jelagið komið slíkri umsókn til rjettra hlutaðeigenda. Skaftfellingar hafa brugðist vel og drengilega við í þessu máli, og þá ætti ekki að standa á forráða- mönnum skógræktarinnar. Ljósmerki f fyrir blinda. einkennilega vildi til hjer, að sumir settu sig upp á móti þessu og þótti sem blindir menn og lieyrnarlausir ætti nógu bágt þó ekki væri verið að vekja sjerstaka athygli almennings á böli þeirra. En sú meðaumkun er áreiðanlega af misskilningi sprottin og á það bendir þessi mynd. Hún er af Ijósmerki, sem blindum mönnuml er ætlað að hafa, þegar dimma tekur. Er það lítili rafmagns- lampi og á ljósg'lerinu þrír svartir deplar, sem gera ljósið auðkenni- legt í nokkurri fjarlægð. Sá, sem hefir fundið upp áhald þetta, er maður, sem misti sjónina í stríð- inu mikla og hefir verið blindur síðan. Mundi liann varla hafa fundið upp á þessu ef honum þætti óþarfi að biindir menn hefði einhver einkenni. Ber þetta vott um, að það eru einmitt blindu mennirnir sjálfirf sem best finna til þess að þeim er nauðsyn að hafa einkennismerki til þess að vekja eftirtekt annara á sjer á götum úti, bæði til þess að forð- ast umferðarslys og til þess að fá aðstoð sjáandi manna. Nýlega liefir komið fram tillaga um það í bæjarstjórn Reykjavík- ur að blindir menn og heyrnar- lausir skuli hafa einkenni þeg'ar þeir eru á götum úti. Þessi siður er talinn nauðsynlegur erlendis til þess að þessum mönnum sje síður hætt við umferðaslysum. En svo Úr dýraríkinu. Sannar sögur. Maður nokkur var einu sinni að sumarlagi einn á ferð yfir ör- æfin í Jötunheimi í Noregi. •— Heyrði hann þá alt í einu ein- kennilegt neyðaróp. Hann gokk á hljóðið og kom þar að sem stór elgur var og hafði fest annan framfótinn milli steina og gat ekki losað sig aftur. Maðurinn var á báðum áttum með hveð hann ætti að gera, því að það gat verið hættulegt að koma nærri elgnum. En maðurinn gat ekki fengið af sjer að skilja hann þarna eftir svona á sig kominn. Hann gekk því liægt nær. Elgurinn gerðist fyrst órólegur, en kyrðist þegar mað- urinn fór að tala við hann í vin- gjarnlegum róm. Og svo tókst manninum að velta þungum steini frá fæti elgsins, svo að hann losn- aði. En hvað átti hann svo að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.