Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 395 me hann fyrir leiðtoga sinn og konung, þá væri öðru vísi umhorfs í heiminum en nú er. Þá væri ekkert fátæktarböl eða ranglæti til. Þá þektust ekki blóðug stríð og vígbúnaður, sem nú er að sliga margar þjóðir. Þá lifðu menn saman í sátt og samlyndi og ynnu að því, að öllum gæti liðið vel og allir verið glaðir; menn bæru hver annars byrðar, og uppfyltu þannig lögmál Krists. Og þá ættu menn frið í sál, — frið við Guð, því að það væri heitasta áhuga- mál þeirra að þóknast honum og líf þeirra yrði fagurt og sælt. En það vantar svo mikið á að lífið sje orð- ið þannig. Það er ekki honum að kenna, held- ur okkur sjálfum. ESS vegna flytja jólin okkur þenna boð- skap: Látið sættast við Guð, sem minnir ykkur nú að nýju á föðurkærleika sinn. Þigg- ið gjafir hans, sem ykkur er öllum þörf á. Veitið viðtöku fyrirgefningu, friði og fögn- uði, sem ykkur stendur til boða. Fagnið kon- unginum, sem vitjar lýðs síns. Gjörið hjörtu ykkar að helgidómi Jesú Krists. Fyrir alt, sem að oss hann gaf óverðskulduðum kærleik af, honum sje þökk af hjarta skýrð. Honum sje eilíft íof og dýrð. Sje Drotni dýrð! Guð gefi öllum sem þessar línur lesa gleðileg jól. F r ið r ik Hallgrímsson. Meistari Jón Efiir Guðm. Friðjónsson Með sjónauka skoðaði sérhvern hug. í sókn og vörn komst hann jafnt á flug. Hann sýndi, hve þung eru syndagjöld, er sálirnar sliga ’ið hinsta kvöld. A meistara stól hefir mölur sest og mygla, er hyllir þann óboðna gest. Hve áleitnin vonda sér niðri nær, á nótt og degi, sem grasrót flær. Og þjóðskörungunum þokar um set og þeim býr í skugga hið lægsta flet. Um Gissur var forðum tíð glatt og bjart og göfgi ísleifs var búin í skart. Sú heilaga reiði var honum töm; in heita umvöndun mannvonsku gröm. ★ Þjer gistið, mælti hann, grályndan snák, nema Guð og Sonur hans bæti úr skák. Sá lærði Brynjólfur lifði þar og Ijóma frá skörung þeim víða bar. Hinn málsnjalli Jón var mestur þó; af meistaratungunni þruma fló. ★ Þeim skörung var lagið að skoða í brjóst á skammkeli, er aftur úr mannsóma dróst. Og horfst í augu við höggorminn gat, sem hrekkvís um Evu í lundinum sat. Ef gekk á hólm við ’inn glóðeyga þrjót, fór gunnreifur út á þau landa mót. Til hógværðar snerist ’ans háværa mál, ef horfði til viðreisnar gjaldþrota sál. Hann mat eftir verðleikum maurana þá, er mölur og ryðbruni vinna á. Og líkinga auðsöfnun Ijet honum vel. Það lófagull minnir á perlu í skel. Sá ármaður Guðs þekti innræti manns Og hafði þá aðdrætti handan um sæ og alla launkofa vitundar hans. á hinn bóginn jafnframt úr næsta bæ. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.