Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 4
396 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Aö aldarhætti með eldingu vá, að óstjórn þrumufleyg glóandi brá. Og ramlega að orði við ribbalda kvað, og rangeygum dómara hitaði bað. En hræsni og skreytni og fjegimd fór af fundi snillings með rauöan bjór. Við hirting linaðist harðsvíri hver og horfði sneyptur í gaupnir sjer. ★ En skjálfraddaður að vísu varð sá væringi í Drottins Miklagarð, og bíður syndara blessað full; í bikarnum þeim er hið rauða gull. Og nærklæði iðrunar þvær hann þá, svo þau verða hvít — í líking við snjá. Hans nákvæmni allra best nýtur sín, er nærir öndu við, brauð og vín, er mildur, þegar hann brýtur brauð og bikarinn rjettir að syndara í nauð. í lindarvatn er honum Ijúft að ná og leiða það inní sauöarkrá, er öndin, sú kviknakta útlæg fer í undirdjúp myrkra, sem botnlaust er. En hjálmur og skjöldur þess hertoga var, sem háva og skrautlega merkistöng bar. Með krossi rauðum, — á kristinn dóm það kennimark bendir, Jórsali, Róm. Og örr var hann jafnt á eld og skin, á andblæ þíðan, sem lúður hvin. ★ / andliti biskupsins einurð sá, ei áhugi tendrar og göfug þrá. En hann kveikti í öndverðu himneskan eld. Og hún lætur verða að morgni kveld. Þau vængja í sameining vakinn hug og viðra þá hugmynd, sem kemst á flug. ★ Þegar gert hefir meistari glæpalýð skil, hann gengur frá botnlausum neðanmáls hyl, ef hirðinum góða til handa gekk og haglendi þiggur við Drottins stekk. ★ Sú líking um hirði og lörnb í kró að landi skilningar-tregðu dró. Hve daggir himneskar drjúpa á jörð, ef drýgir trúrækni þakkargjörð, og auð m ý k t velur sjer árnaðarmann, sem eilífðar vísindalögmál kann. Sú hjartans rödd laðar hugi til sín, að Herrans náðarsól ætíð skín. Svo mælti við landsfólkið Meistari Jón. Hans málsnilli kvað við um gervalt Frón. Sá Meistari boðaði máttuga trú. En — mosavaxið er Skálholt n ú . Guðmundur Friöjónsson. i i Skálholtsstaður á 18. öld. v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.