Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Blaðsíða 6
214 LESBÓK MOROUNBLABSINS AÐ BAKI VÍGLÍNUNNAR Eftir Charles Graves k Charles Graves, sem fyrir skömmu ferðaðist um Holland og Belgíu, lýsir hjer í stórum dráttum lífi óbreyttra borg- ara og hermanna að baki vígstöðvanna. ÁST-EÐAN til þess. að jeg lagði leið mína til meginlandsins sem ^tríðsfrjettaritari, var fyrst og fremst sú, að kynnast starfsemi breska flughersins og lífinu í fremstu víglínu í lieild. Þó komst jeg ekki hjá því að skrifa hjálmjer langar athugasemdir um samgöngu mál, ráðstafanir, sem gerðar eru til þess að varðveita líf og eignir borgaranna, framkomu hermanna, sem eru í sólarhringsleyfi, — og yfirleitt allt hið athafnasama líf að baki víglínunnar. Framkoma breskra hermanna til fyrirmyndar. EINN þeirra fyrstu, sem jeg átti tal við, var einn af yfirmönnum Bandamanna í Brussel. Kvað hann framkomu breskra hermanna til fyrirmyndar í flestu tilliti. Þess væru varla dæmi, að kvartanir bær- ust um ósæmilega framkomu þeirra og enda þótt talsverð brögð vsern að fjarveru hermanna í levfisleysi, væri slíkt þó svo sjaldgæft, að furðu sætti, með tilliti til þess hve mikill munur er á vosbúðinni og harðrjettinum á vígstöðvunum og hinu tiltölulega áhyggjulausa alls- nægtalífi á þeim stöðum, sem her- menn venja komur sínar á, þegar þeir eru í leyfi. Ekki kvað hann verða komist hjá því, að töluvert bæri á verslun á svörtum markaði, þar sem selt væri nautakjöt, súkku- laði og þ. u. L, til borgara, sem byðust til þess að greiða hátt verð fyrir slíka vöru. Ennfremur hefði lögreglan orðið að gera út rann- sóknarleiðangra á kaffihús og veit- ingastöðvar, þar sem whisky og gin var til sölu; því að það eitt, að slíkur munaður var á boðstólum benti til þess, að honum hefði verið stolið úr birgðarskemmum hersins. Ert eitt var það, sem hann skýrði mjer ekki frá, og það var fjöldii þeirra matreiðslumanna hersins, sem vikulega eru dregnir fyriri herrjett. vegna sölu þeirra á vistum til hol- lenskra og belgiskra borgara, en venjulegvir dómur fyrir slíkt brot er eins árs fangelsi. Ilermannakveðjurferu mjög í há- vegum hafðar bæði í Briissel og á vígstöðvunum. Enda þótt jeg væri stríðsfregnritari og ætti því ekki kröfu á því, að hermenn heilsuðu mjer að hermannasið, þá gerðu þeir það j)ó óspart. Smám saman vönd- ust óbreyttir hermenn á að not- færa sjer hina tiltölulega nýju reglugerð, sem leyfir'þeim að ganga með flegið brjóst, þannig að háls- lín þeirra sjáist, en slíkt gefur til kynna, að þeir sjeu foringjar í hernum •Jeg vil sjerstaklega geta þess, að meðan jeg dvaldist á megin- landinu, varð aldrei einn einasti drukkinn breskur hermaður á vegi mínum. Aginn er eips og best verð- ur á|kosið. Óbreyttir hermenn bera mikla virðingu fyrjr foringjum sín- um, þegar þíir hafa tekið þátt í bardögum með þeim. Herforingi einn í Hollandi sagði mjerj frá þvi, að miklu minna bæri á vinstri-sinnuðum hermönnum held ur en fyrir 11/2 ári síðan. Aðalá- hyggjuefni hans var það, að færri ungir menn með foringjahæfileika kæmu frá Bretlandi, miðað við það sem áður var Skemtistaðir Gyðinga eru vinsælir. SÁ SKEMTISTAÐUR í Brussel, sem vakti mesta athygli mína, var gestaklúbbur Gyðinga. Er hann til húsa þar sem áður var aðsetur sendisveitarinnar tvrknesku, en Þjóð verjar höfðu bygginguna til af- nota meðan þeir rjeðu ríkjum í Belgíu og notuðu hana sem menn- ingarmiðstöð sína. Reistu þeir fyr- irtaks kvikmyndahús þar á liak- lóðinni og notuðu það til að reka áróður sinn meðal Rexista (l)elg- iskra fasista). Fengu þeir þangað marga af frægustu listamönnum Þýskalartds til þess að sj(\ um inn- anhússskreytingu. Þegar Þjóðverj- ar urou að hverfa á brott frá Briiss el, skildu þeir eftir í kvikmynda- húsinu heilmikið bókasafn um menn ingu nasista, svo og öll húsgögn og annan útbúnað Það kann að virðast kaldhæðni örlaganna, en fáni Gyðinga blaktir nii yfir aðaldyrum kvikmyndahúss- ins, en þar komu jæir á fót fyrsta, klúbbi sínum á vesturvígstöðvun- um. Gyðingar hafa í hyggju aði reisa sams konar samkomustaði um 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.