Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1945, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 217 Þar var jeg einti liáseti. Svo ]>að var ekki um annað að gera, en vaka allan tímann sem við vorum á leiðinni milli hafnanna. Þar voru nú ekki vökulögin: Það var púl fyr- ir fjóra. i Svo ætlaði jeg að ráða mig á enskan togara. Var á leiðinni niður að'höfninni í Hull til þess. Þá mætti jeg Jóhanni Thorarensen á miðri leið. Hann var skútuskipstjóri. — Ilann var þangað kominn til þess að sækja skútu. Hann vantaði mann til þess að sigla nteð sjer heim. Og þá fór það svo, að jeg fór heim með þonum. Hafði þá líka fengið brjef frá mömmu, og svoleiðis, og hún beðið mig að koma. En hefði jeg komist alla leið niður að höfninni þennan dag, þá hefði jeg'sennilega aldrei komið heim. Lent í siglingum alla ævina. Hver veit ? Þær eru svo skrítnar þessar tilviljanir. — Orðið togaraskipst jóri ? — Nei. Ekki held jeg það. Mjer þótti aldrei gamau að liska. En að sigla. 60 bátshafnir í Þorlakshofn. — Hvenær fórst þú fyrst til s.jós? — Jeg var þrjár vertíðir á Stokkseyri. -— Erfitt líí það, — Nei. Jeg.held nú ekki. Skemti- legt líf. Maður gat kannske tví- eða þríhlaðið sama daginn, þegar gott. var í sjóinn, þcgar maður þurfti ekki að komast nema r.jctt út fyrir brimgarðinn. En einu jsinni brimaði svo í logni, að m.jög fáir bátar komust í land. Og eins var á Eýrarbakka. —< Bátaflotinn varð að sigla til Þor- lákshafnar. Einir 60>bátar, að mig minnir. Allir urðu að fleygja öllum aflanum útbyrðis utan við lending- una þar. Ágætis afla. Þetta var fyrsti afladagur vertíðarinnar. Fisk- inn rak allan upp í fjöru. Jón gamli í Þorlákshöfn hirti svo alt saman af síhum 'reka. Hann f.jekk mjög mikið.af fiski. En hann fjekk ekki me'ira en hann átti skilið fyrir allt lýsið sem hann setti í sjóinn til þess að koma okkur öllum heilum í land. Jeg man eftir því, að einn a£ Stokkseyringum sást vera að reita saman handa sjer nokkra fiska af rekanum. Það mæltist illa fyrir. Okkur var ákaflega vel tekið í Þorlákshöfn. Við lágum þar í sjó- húsum og salthúsúm og átum hjá kunningjunum, þangað til við kom- umst heim aftur. Og gaman að því öllu. -—Ilvernig vissuð þið þegar lend- andi væri á Stokkseyri! — Gömlu sjómennirnir sáu það á sjólaginu. Til Reykjavikur. — Hvað varst þú gamall, þegar þú fyrst fórst til sjós? -— Jeg í'.jeri eina vertíð áður en jeg fermdist. Svo þurfti jeg að vera heima veturinn fyrir ferminguna. Svo var jeg á Stokkseyri tvær næstu vertíðir. Fór síðan hingað til Reykjavíkur og var á skútiun, ýmist sem háseti eða stýrimaður, éftir því hvernig á stóð. Einu sinnj kom Jón bróðir með þau gleðitíðindi, að honum fannst, að Geir Zoega byðist til þess að jkost-a migjá stýrimannaskólann. Jeg vildi ekkert með það hafa, eða vera nokkuð uppá annara hjálp kominn. Vorið 1896 fór .jeg á skútu. þess vegna fann .jeg aldrei neina jarðskjálfta. * — Bjuggu foreldrar þínir lengi í Sumarliðabæ 1 Þrjátíu og fimni ár, en þau voru hrakin af jörðinni um þetta leyti tneð rangindum og laga- leysi. Það væri saga útaf fyrir sig, að seg.ja þjer frá því. Þau fluttu hingað til Reykjavík- ur. Pabbi dó eftir 2 ár. Ilann þol-di ekki iðjuleysið. Beinlínis dó af því iield .jeg. Iðjuleysi getur drepið hvern meðal mann, sem vanur eV að láta hendur standa fram úr ernium. í Möðruvallaskóla. — Hvernig stóð á því, að þú lent- ir norður í Möð ruvallaskóla ? — Ætli.hún hafi ekki gripið mig, þessi menntaþrá alþýðunnar, setn talað er um. Það fór orð af þeim skóla. Jeg rjeri á Seyðisfirði urn sum- arið. Þar var leiðinlegt. R.jett áður en jeg fór þaðan lenti jeg í því mesta hvassviðri, sem jeg hefi fyr- irhitt á lífsleiðinni. Var að njöria niðui' báta, svo. þeir fyk.ju ekki. Vissi ekki fyrri til, en það ior að rigna niður hænsnum allt í kring- um ntig. Fiðurfje Seyðfirðinga hafði tekist;á loft. En því sló niður aftur. — Og síðan konist þú í duxsætið á Möðruvöllum, með alla ensku- kunnáttuna. — O.jæja. Jeg veit nú ekki, hve mikil hún hefir verið. En .jeg komst upp á það meðau .jeg var í sigling- um, að lesa cnskan „litteratúr" af allra lakasta tagi, setn voru leyni- lögreglusögur, er kostuðu penny stykkið. Ileld meira að ség.ja að jeg cigi nokkur excmplör af þeint 'enn. Góðir kcnnarar. NÚ FÓRUM við að tala um Möðruvallavistina, skólabræður Boga, kennara og heimilisfólk, og þá einkum minn elskulega kennara Ólaf Davíðsson. En Ólafur kendi við skólann síðara námsvetur Boga Ólafur taldi ekki kensluna vera sitt fag, segir Bogi. En fróður vat' hann og skemtilegur/ Og margt var þægt að læ.ra af honum, ef tnenn báru sig eftir því. Minnisstæðast er mjer látleysi hans. . Hann var sá ómontnasti maður, sem jeg hcfi fyrir hitt. Og hann sagði aldrei styggðaryrði við nokkurn 'mann,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.