Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 6
LESr.ÓK MORCl UNBTjAÐSTNS 302 hjarga sér og geta borgað fylgd- srmanninum kaupið. Nú átti hann ekki eftir nema Austurlandið. Til þess að komast þangað þurfti hann ríflegri styrk en áður. Með aðstoð Finns og Steenstrups voru honum veittir vorið 1842 500 dalir til þessarar íerðar og 150 dalir að auki til þess að jafna með hallann frá fyrraári. Þá léttir nú JY/nasi held- ur innanbrjósts, þegar hann fær þessa peninga. Hann skrifar Finni frá Kollabæ í Fljótshlíð í júlí 1842, þá kominn á austur- ieið: F.g trúi ég hafi ekki skrifað yður eitt orð siðan ég fékk að vita, að ég átti að ferðast í sumar. Peningarnir eru allir komnir, og ég var ekki seinn á mér að fara að búa mig til. Nú er ég hér á ferðinni með 9 hesta, 2 fylgdarmenn (duglega skólapilta) og allan útbúnað, sem ég hef bezt yit á, samt er mér spáð, að ég missi farangur minn eða jafnvel drepi ’sjálfan mig í austurvötnunum — ég dey þá i köllun minni, en það er verst um bækurnai, sem ég má ekki skilja við mig .... Sumarið er bless- að á allan hátt. Það er gleði í þessum orðum, enda fannst Jónasi ekki óvænlegt áhorfs í þann svipinn um fram- xíð sína, því að Finnur var þá nýbúinn að skrifa honum, að bók- menntafélagið hefði að tillögu sinni heitið honum 200 dala styrk til þess að koma til Hafnar næsta vetur og vinna að undirbúningi Islandslýsingarinnar. Hann lofaði því jafnframt að gera sitt ýtrasta til þess að útvega Jónasi meiri styrk. Um sama leyti skrifar Brynjólfur Pétursson honum, að komið hafi til tals að bæta við kennara í fjöllistum við lærða skólann í Reykjavík, og það mundi verða staða handa Jónasi, og „ég vildi heldur sjá þig á grænum kjól í efri bekk en á 1? svörtum fyrir altarinu”. En Jó'n- asi hafði lengi verið það hugleik- ið að verða kennari við skólann. Jónas þurfti þessarar glaðning- ar við. Hann var orðinn þung- lvndur og kvíðafullur um heilsu sína og framtíð. Hann yrkir þetta vor á sumardagsmorguninn fyrsta, rþtt áður en honum berast þessi gleðitíðindi: Vorblómin, sem þú vekur öll, vonfögur nú um dali og fjöll, og hafblá alda og himinskin hafa mig lengi átt að vin. leyfðu nú, drottinn, enn að una eitt sumar mér við náttúruna; kallirðu þá, ég glaður get gengið til þín hin dimmu fet. En austurförin tók upp á heils- una. Hann þoldi ekki volkið og íjaldlegurnar og alla þá óreglu, sem þess háttar langferðir hafa í för með sér. Hann lá lengi veik- ur austur á Fljótsdalshéraði um haustið, þegar ferðinni var að mestu lokið, og dvaldist síðan um tíma á Eskifirði, til þess að rétta við aftur. Hann hafði þá ferðazt um mestallt byggt ból á Islandi þessi 4 sumur, 1839—1842 (auk sumarsins 1837), og aflað sér meiri þekkingar á íslenskri nátt- úru og landsháttum en nokkur maður annar hafði á þeim tím- um. Þá orti hann og jafnframt ljölda góðra kvæða, þegar vel lá á .honum. Stjörnufræði Ursins þýddi hann líka á þeim árum og íékk 100 dali fyrir. Um haustið fór hann til Hafn- ar til þess að vinna að íslands- Týsingunni, og nú hafði hann í höndum og huga mörg gögn til þess að geta byrjað á þessu mikla verki, sem átti að verða. Jónas átti að rita eðlislýsinguna, en Jón Sigurðsson þjcðlýsing- una. En brátt sótti í sama horfið um fjárhaginn og afkomuna. Þeir 200 dalir á ári, sem bókmennta- félagið. veitti honum, hrukku vitanlega skammt til lífsviður- væris. Hann varð að veðsetja úrið sitt, kápuna sína og bækurn- ar, til þess að hafa ofan í sig. í febrúar 1843 skrifar hann Finni: Það er annars illt og ómaklegt, að ég skuli, eins og þér getið nærri, verða með öllu móti að forðast að koma til nokkurs manns — fyrir klæðleysi — þó mér standi hin beztu hús opin. Ekki var von, • að vel gengi verkið, þegar þessi eymd bættist ofan á heilsubrestinn. Og alltaf versnaði fjárhagurinn. „Hver peningurinn æpti til annars”, eins og Konráð kemst að orði. Snemma í júnímánuði skrifar Jónas Finni: Nú stendur ekki sem bezt á, ég er • krafinn um húsaleigu fyrir mánuð- inn, og þess utan á ég því miður ekk- ert að borða fyrir þessa dagana. Hvað mundi nú vera við það að gera? Ég hef nú raunar ráðizt á Rentu- kammerið, en meðan grasið er að gróa, deyr kýrin. Finnur sendir honum þá 15 dali írá bókmenntafélaginu, en stjórn arstyrkinn fékk hann engan, og nú var ekki annað fyrirsjáanlegt en að hann mundi deyja út af úr sulti og vesöld. Þá vildi honum það til lífs, að Steenstrup, vinur hans og sam- ferðamaður, sem þá var orðinn lektor í bænum Sorö á Sjálandi, bauð honum til sín, til þess m. a. að aðstoða sig við bók, sem Steenstrup var þá að semja um ferð sína hér. Þangað fór Jónas á miðju sumri 1843, og þar var hann upp undir ár. Þessi Sóreyjarvist verður Jón- asi nokkurs konar helfró. Hon- um líður þar betur en honum hafði gert lengi áður. Hann skrif- ar þaðan sjálfur: Mér líður á flestan hátt vel, guði sé lof; heilsan er sæmileg, og vinn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.