Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSiNS 300 Suðurjíata um miðja 19. öld. Dillons-húsið lengst til hægri. Þar átti Jónas Hallgrímsson heima. ir samdi hauu og birti ritgerðir þær, er fyr getur, jafnframt því sem hann stundar nú náttúrufræði- nám af kappi og lýkur prói'i í steina- og jarðfræði um vorið 1838. Eigi getur þó hafa verið um nokkurt lokapróf að. ræða, en sennilega hef- ir hann tekið próf þetla, til þess. að eiga hægri aðstöðu um að sækja um styrki til rannsókna. Samdi hann um þessar mundir umsókn til rentukammersins um styrk til rann- sóknarferða á Islandi. Kveðst hann’ í brjefi því einkum ætla að rann- saka dýralíf landsins og jarðfræði, og einnig að kynna sjer fiskiveið- arnar, sem hann bendir rentu- kammerinu á að s.jeu annar aðal- atvinnuvegur landsins. Loks gerir hann ráð fyrir að flytja fyrirlestra um náttúrufræðileg efni fvrir al- menning. Umsókn þessi var aldrei send, sennilegawegna daufra munn- legra undirtekta. En ári síðar sótti hann með svipuðum forsendum, og var honum þá veittur ferðastvrkur, ’W— af skornum skamti að vísu. En þá voru einnig á prjónunum aðrar ráða gerðir um rannsókn landsins, sem nú skal frá skýrt. Svo hafði ráðist, að danska stjórnin sendi tvo menn til íslands til náttúrufræðirannsókna og áttu þeir einkum og kynna sjer brenni^teinsnámurnar og brenni- steinsvinnsluna. Til ferðarinnar voru ráðnir þeir Chr. Schjrthe og Japetus Steenstrup. Varð það að ráði, að Jónas skyldi aðstoða þái við rannsóknirnar, og honum veitt- ur styrkurinn með þeira formála. Ekki urðu þeir samferða til ís- lands. Danirnir fóru til Reykja- víkur, en Jónas til xVkureyrar. varð ekkert úr samstarfi þá um sumar- ið, en Jónas kannaði einn brenni- steinsnántana í Þingevjarsýslu og brennisteinsverkið á ITiisavík. En með þessu hófnst rannsóknarferðir hans á fslandi, og dvaldist hann þar síðan til haustsins 1842. Hjer er ekki rúm til að rekja ferðalög Jónasar ár frá ári, endai ' '' er víða frá þeim skýrt En í stuttú máli má segja, að hann ferðaðist| um mikinn hluta af, bygðum lands- ins, nema svæðið milli Húsavíkur nyrðra og Vopnafjarðar. Ségir hann, svo sjálfur í brjefi að ferðalokum, !| „að hann sje búinn að sjá alt land- ið nema eitthvað af Langanesssti ö.id um“. Vert er þó að geta þess, að / hann ferðaðist lítt um- óbygðir, nema alfaraleiðir milli Norðuv- og Suðurlands. Svo er og að sjá af dagbókum hans, að hann hafi ekki farið mikla króka út frá alfaraleið- um, og lílt mun hann hafa gengið á fjöll, enda var honum að sögn erfitt um fjallgöngur, og oll i ]»vL bæði heilsubrestur, og eins er hann, talinn hafa verið þungur á fæti. En alt um það höfðu engir náttúru- fræðingar verið jafnvíðförlir um landið og hann, neraa þeir Eeggert og Bjarni og Sveinn Pálsson. Sura- arið 1840 fe»'ðuðust þeir saman um Vesturland Jónas og Japetus Steen- strup. en annars var hann einn ú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.