Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS :<10 ferðum sínum og rannsóknum. Eng- inn vafi er á því. að heilsubrestm* hefir mjög dregið úr ferðalögum •lóiiasar, og hefir hann sýnilega þol- ;ið illa volk það og vosbiið, sem. iylgdu ferðalögum í þá daga. Þá voru fararefni hans jafnan af skorn um skamti, og litbúnaður því lak- ari en ella mundi Þegar á alt þetta er litið, gegnir það furðu, hversu víða hann fór, og hve margt hann fjekk kannað. Að lokinni síðustu ferðinni, um Austurland 1R42, sigldi Jónas til Hafnar, og dvaldist hann í Danmörku þau ár, sem hann átti ólifað. íslands lýsingin. ÁRIÐ 1831 hafði Bjöm Gunn- laugsson byrjað landmælingar á ís^ landi með styrk frá Bókmentaf jelag inu. Sóttist það starf vonum betur, enda varð árangur þess hinn á- gætasti, sem kunnugt er. Jónasi mun hafa verið það fyllilega ljóst, a<' nauðsyn væri á því, að; . > uppdrætti Björns yrði sam- in o.g gefin út fullkomin lýsing J; ...... Bar hann fram tillögu þess efnis á Bókmentafjelags fundi 25. ágúst 1838. Skyldi kjósa nefnd^til að „safna öllum fáanlegum skýrsl- um, fornum og nýjum, er lýsi ís- landi eður einstökum hjeröðum þess, og undirbúa til prentunar nýja og nákvæma lýsingu á Islandi, er síðan verði prentuð útaf fyrir sig á fjelagsins kostnað“. Tillaga þessi í.jekk góðan byr og var hún sam- þykt og Jónas valinn ásamt fjórum mönnum öðrum í nefndina, og jafn- framt var honum á hendur falið að rita landslýsinguna, en Jón Sigurðs- son skyldi semja þjóðarlýsinguna. Hjer var mikið í ráðist, því að sú mun hafa verið ætlun Jónasar þeg- ar í stað, að lýsing þessi yrði í alla staði vönduð og fullkomin. Lætur hann hennar getið í umsóknarbrjefi sínu til rentukammersins, er hann sótti um ferðastyrkina, og er auð- sætt, að liann hefir miðað ferðir sínar mjög við það starf, nð hann gæti skapað s.jer hoildarsýn yfir landið alt, og fylt upp í eyður þær, sem verða kynnu í skýrslur þœr, er söfnuðust. Og vitanlega þurfti að semja jarðfræðilýsingu landsins frá rótum, og það/mun hann hafa talið höfuðviðfangsefni sitt. Til þess að fá sein fylstar og nákvæmastar skýrslur um landið var horfið að ]iví ráði að leita til allra presta og sýslumanna. og fá þá til að sernja sókna- og sýslulýsingar. Voru þeim sendar spurningar í því skyni. —• Vafalaust hefir Jónas átt mestan þáttinn í sl>urningum þessum, og sýna þær ljóslega hversu glögga yf- irsýn hann hefir þá þegnr haft um alt verkið. Er þar engu slept, sem máli skiftir, enda urðu margar sókn arlýsingarnar ágætar ritgei-ðir. og hafa þær margan og merkan fróð- leik að geyma. Eftir að Jónas hafði lokið ferð- um á íslandi var Islandslýsingin ,meginviðfangsefni hans. Var hann þó skamt kominn á leiðis, er hann ;dó, og ekki er nnnað til af þessu riti en nokkur brot. Hefir hann sýnilega byrjað á ýmsum köfluni, Jíkt og til að þreifa fyrir sjer, en en’gan þeirra samið til fulls. Lengsta brotið er um vatnsföll í Múlasýslum. Það er harla nákvæmt. og iná segja, að hver spræna sje þar talin, og gegnir furðu, hve læsilegt það er, jafn mikil upptalning nafna og er í því. Afi broti þessu má gera sjer nokkra hugmynd um, hvernig Jó- nas hefir hugsað sjer Islands lýsing- una, og hver orðið hefði frágangur þennar og stærð. Kafli þessi er 31 blaðsíða í Ritum Jónasar og eru þar taldar um 320 ár, en í íslands lýsingu Þorvalds Thoroddsens eru taldar um 60 ár á sama svæði, og ver hann til þéirra 4 blaðsíðum. Má af þessu marka hversu miklu stærri lýsing Jónasar hefði orðið. Sama má segja um annað brot lýs- ingarinnar, sem eru eyjar og sker í Múlaþingi. Er þar taliði hvert sker og hver hólmi, sem hann hefir feng- ið sagnir af. Lýsing Vestmannaeyja er einnig furðu nákvám. Það þart' ekki að skoða þessi brot lengi, til ]>ess að sjá hvílíkt tjón það var, að Jónasi skyldi ekki endast ald- ur til að ljúka við fslands lýsing- ,una, eða að minnsta kosti einhvern hluta hennar. Þekking hans á land- inu, vandvirkni og snild í meðferð máls og frásagnar liefðu hlotið að gern lýsinguna sígilt rit r íslensk- um bókmentum. llefði það cigi ver- ið minst um vert fyrir þá, er síðar rita um ]>að efni, að hafa fengið Jónas að læriföður um ineðferð máls og skilgrciningar hugtaka. Ritgerðir, dagbækur og náttúruskoöun. ÉF VJER ætlum að skapa oss heildarmynd af náttúrufræðingnuni Jónasi Hallgrímssyni er það furðu erfitt viðfangsefni. Rit þau, er hann hefir eftir sig látið eru lítil að vöxtum og fæst fullgerð. Megin þeirra eru dagbækur, skrifaðar á ferðalögum. Það er annars einkenni- legt. að á ölluni íerðum sínum skrifar hann nákvæmar dagbækur fyrstu daga íerðarinnar og lýsir þá mörgu, er fyrir augun ber, en1 síð- an dettur botninn úr dagbókarskriít unum, og enga þeirra hefir haim haldið til en<ja, nema síðasta ferða- sumarið um Austurland. En þess cr að gæta, að þar ferðaðist hann um iandshluta, sem minnst yar kanu aður, og má vera að það hafi hald- ið honum við efnið. að hann ljet ekki undan þeirri tilhneigingu ‘aðJ hætta skriftunum, þótt þreyttur væri og veikur af vosi og erfiði. Áður en dagbókanna verður getið nánar, skal getið iítilsháttar alþýð- iegra ritgerða, er birtust í Fjölrii- t boðsbrjefi Fjölnis segja þeir fje- iagar, að „auðskilin og skemtileg brot og ágrip ýmislegra vísinda fengju líklega góðar viðtökur lands-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.