Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1945, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 305 Frá Sorö: gæti ekki sýnt til hlítar, hvílíkur hann hafi verið í raun og veru. Jónas varð ekki almennt við- urkennt þjóðskáld fyrr en eftir dauðánn. Alþýða manna fór ekki að kynnast verkum hans að neinu ráði fvrr en nokkuð leið frá. En heldri mennirnir margir sneiddu heldur hjá honum. Þeim þótti illa sitja á Jóifasi, snauðum og próf- lausum, að standa uppi. í hárinu á þeim. En Jcnas lét ekki fátækt- ina kyrkja hugsjónir sínar. í einu af kvæðum sínum hefur hann ' skrifað upp nokkra danska máls- hætti og meðal annarra þennan: Den, der har lidet Sölv i sin Pung, maa have desto mere Silke paa Tungen, og fyrir aftan þennan málshátt skrifar hann: Svei. Fyrir mestu aðkasti varð þó Jónas vegna Fjölnis, sem kom óþægilega við kaun margra manna og Jónas var jafnan boð- inn og •búinn til að verja á ferð- um sínum heima. „Þeim væri nær, helvítunum arna, að taka próf”, sagði Þórður Sveinbjörnsson, háyfírdómari, þegar Fjölnir gerði gys að brúð- kaupskvæði, er hann hafði ort til Akadetníið“. manns, sem var að ganga í hjóna- band í annað sinn, og þetta stóð meðal annars í: Eklabands reyrast aflur snæri. Jafnvel frændi Jónasar, séra Einar Thorlacius í Saurbæ, sá, sem kenndi honum undir skc'la, annars talinn fræði- og skyn- semdarmaður, gat ekki þolað hreinskilni Jónasar og nýja- brumið í skoðunum hans og því ekki litið hann réttu auga. Hann skrifar Finni Magnússyni 1841: Jónas þessi er frændi minn, efni í skáld gott og í mörgu vel að sér, en ekki frí við grillur og þverlyndi. Fjölnir tók úr lýðhylli Jónasar framan af, og það því fremur sem hann setti ekki einu sinni nafnið sitt undir kvæði sín í Fjölni lengst af. Hann átti þó ýmsa vini heima, sem hefðu gef- ið kvæðunum meiri gaum en þeir gerðu, ef þeir hefðu vitað, að þau voru eftir hann. Þeir, sem þekktu Jónas og skildu hann, þótti vænt um hann. Ég þekki hjartað í þér og veit, hvaða tilfinningar þú átt innan í því, sagði vinur hans Gísli Thoraren- sen í bréfi til hans. En Jónas var öðrum skáldum fremur þannig gerður, að hann vildi láta kvæðin mæla með sér sjálf. Einn kunningi hans heima Óskar að sjá frá honum fleiri kvæði. Jónas svarar: Þú baðst um fleiri kvæði. Það sit- ur á ykkur, sem lastið allt, sem ég geri, þegar nafnið mitt stendur ekki undir því. Ég hef nú samt enn þetta árið gert það löndum mínum til létt- is og þóknunar og skilningsauka mál- anna að setja merki mitt undir þau kvæði, sem koma í Fjölni, þau eru hvorki mörg né merkileg. Þó að Jónasi finnist allt of lítið til um skáldskap sinn, eins og hann segir á síðustu árum æv- innar: Veit ég að stuttri stundarbið stefin mín aungvir finna, þá er honum þc1 sárt um þessi óskabörn sín. Honum rennur til rifja hluttekningarleysið. Ólukkinn skal yrkja lengur, enginn til þess finnur drengur og þó miklu minnur fljóð, segir hann um sama leyti, en yrkir samt áfram, þó að tíminn vilji ekki tengja sig við hann, eins og hann segir sjálfur. Hann lifir út af fyrir sig því lífi, sem hann telur líf: heldur vil ég kenna til og lifa, og þó að nokkurt andstreymi ég bíði, en liggja eins og leggur uppi í vörðu sem lestastrákar taka þar og skrifa og fylla, svo hann finnur ei, af níði. og fyrir það, að Jónas lifði þessu lífi, hélt þessari friðhelgi yfir hugsjónum sínum, þrátt fyrir and streymið, „himin sér og unir lágri jörðu”, varð hann annar eins af- reksmaður og raun varð á. Það verður, eins og sagt hefur verið, ekki séð, að Jónas hafi órað fyrir því, að hann yrði dýrling- ur þjóðar sinnar. Fyrir honum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.