Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 311 urn skipan lögrjettunnar og haft þar.nig mikil áhrif á löggjafarvaldið. Loks komst framkvremdarvaldið, sem einstakir goðorðsmenn og höfðingjar höfðu áður haft, að fullu og öllu í hendur konungs. Með það vald fóru í umboði hans hirðstjórar og sýslu- menn eða valdsmenn, eins og þeir voru oft kallaðir. Þegar fram liðu stundir, varð þið æ algengara, að útlendir menn gegndu hirðstjóraem- bættinu, jafnframt því sem útlend- ingar sátu í biskupsembættunum bæði i Skálholti og á Hólum. Ýmsir af hirðstjórunum voru misindismenn, eigi síður en sumir biskuparnir, og misbeittu stöðu sinni fxæklega til að auðga sjálfa sig og sýndu landsmönn- um margvíslegan yfirgang. Eftir miðja 14. öld tók konungur upp það óheillaráð að selja landið á leigu, og keyrði þá um þverbak með alls konar álögur, þar eð markmið hirð- stjóranna var að hafa sem mestan hagnað af landinu. Má fara næri-i um það, hversu hagkvæm slík stjórn hef- ir verið íslendingum, þegar þar við bættist, að í hirðstjóraembættið völd- usc oft óhlutvandir fjárplógsmenn. í annálum er líka til þess tekið, hversu mjög landið hafi þá verið kúg- að af alls konar gjaldheimtum. Það er til marks um stjórnarfarið, að „ntargir af höfðingjum landsins fóru með ránum og manndrápum, flýðu svo utan á náðir konungs, er beim var eigi lengur vært á íslandi, og kemu síðan út aftur að vörmu spori xr.tð lögsögu eða sýslu yfir nokkr- um hluta lands eða jafnvel hirð- st;iórnarvöldum“ (Jón Aðils). Þetta er tímabil valdsmahna eins og Smiðs hitðstjóra Andrjessonar, sem alkunn- u. er, og Eiríks Guðmundssonar, sem fcr að saklausum manni, merkis- bónda í Borgaríirði, á jólanóttina og liet hálshöggva hann, en kom svo út með hirðstjórnarvöld yfir íslandi tveim arxim síðar. Slíkt rr.anr.tak var þa í Íalendingxiía, að þeir ljetu hvor- ugan þessara konunglegu embættis- manna þurfa að kemba hærurnar. Þe.gar hjer var komið, það er rúmri öld eftir að landsmenn gengu kon- ungi á hönd, virðist konungur og umboðsmenn hans hjer á landi al- gerlega vera búnir að gleyma Gamla sáttmála og þeím skyldum við Is- lendinga, sem hann lagði konungi á herðar. •i ■' ■ j s,‘, II. En íslendingar hafa aldiæi lært að g’eyma. „Gléymum ekki, munum heldur“, eru þeirra örlagaorð. Þeir höfðu tryggt sjer xjettindi með sátt- mála við konung. og þau rjettindi skyldu í heiðri höfð. Mitt í óstjórn þeiiri og agaleysi sem gekk yfir landið á síðara hluta 14. aldar, verða Árnesingar og aðrir landsmenn til þess að minna umboðsmenn konungs á forn rjettindi landsmanna og krefj- ast þess, að þau sjeu virt og haldin. A’’ þessu efni er gert skjal það í Skálholti hinn 20. júlí árið 1375, sem nefnist Arncsingaskrá, og er svo að orði kveðið, að þetta sje „samþykkt og samtal allra bestu manna og al- múga á íslandi“ Árnesingaskrá er saniþykkt til verndar almennum landsrjettindum. Er þar skírskotað til ákvæða Gamla sáttmála um, að íslenskir skuli vera lögmenn og sýslu- menn og engar utanstenlur vilji menn hafa um þau mál, sem ís- lenskir dómarar fái yfir tekið. Af- sagðar voni allar nýjar álögur, fram- ar en forn þegnskylda krefði, svo og þeir lögmenn, er eigi væru sam- þvkktir í lögrjettu að rjettu þing- taki, og ennfremur sá sýslumaður eða ljensmaður, sem sýslu leigir. Lcks skuldbinda menn sig til að styrkja hverir aðra til laga og rjett- ar, hver sem í hlut eigi. Sigi verður þess vart, að Árnes- ingaskrá hafi haít nein bein áhrif a stjornarfar landsins a nréstu arúm eða síðar. fin engu að síður er hún stcrmerk heimild um þann anda, sem ríkti með almúganum á íslandi. Hún er fyrsta varðan á vegi sjálfstæðis- baráttu íslensku þjóðarinnar. Hún sýnir, að þjóðin hafði engu glevmt af þeim rjettindum, er hún hugðist mundu tryggja sjer með Gamla sátt- mála fyrir rúmlega hundraði ára. III. Tíminn líður, og 15. öldin gengur í garð. Hún hófst með svartadauða og endaði með plágunni síðari, tveim- ur mannskæðustu drepsóttum, sem komið hafa yfir þetta land, svo að sögur greini. Ollu þessar drepsótt- ir, einkum þó hin fyrri, mikilli ringulreið á högum landsmanna og svo stórkostlegri misskiptingu auðs, að þess munu varla dæmi hjer á laridi fyrr eða síðar. Samtímis því gerðist svo róstusamt í landinu, að aldrei hefir verra orðið í því efni síöan á Sturlungaöld. Aðfarir að mönnum, ránskapur og vígaferli eru tiðir viðburðir. Landið er enn sem fyrr selt á leigu, hirðstjórar koma og fara, flestir útlendir, og hugsa um það framar öllu öðru að hafa lands- menn að fjeþúfu, fara meira að segja stundum sjálfir með rán og óspektir innanlands. Sýslumenn fara að dæmi yfirboðara sinna og fremja jafnvel rán og hervirki í sinni eigin sýslu. Valdsmenn og umboðsmenn þeirra ríða um sveitir með marga sveina og heimta allan fararbeina, mat og hey, af bændum. Alls konar álögur fara sívaxandi, og allt virðist stefna að fullkomnu agaleysi. Verslun lands manna er á hinni mestu ringuireið. Annað veifið berjast útlendingar um verslunina, ýmist sín á milli eða við landsmenn, en annað veiíið kemur engin sigling til landsins ár eftir ár. Kirkjuvaldið í höndum útlendra biskupa þrengir merra og meira að andlegu lífi þjóðarinnar, jafnframt því sem það seilist æ lengra og lengra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.