Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 6
314 LESBOK morgunblaðsins hins spaka í Skálholti. Pjetur hafði það einkennilega viðurnefni, að hann var kallaður ríkismannafæla. Hann mun hafa búið í Öndverðarnesi í Grímsnesi. Um aðra, sem undir sam- þykktina skrifa, er fátt kunnugt og eins um það, hvar þeir hafi búið í sýslunni, og leiði jeg hjá mjer frek- ara umtal um það efni að þessu sinni. En allir hafa þessii menn skráð nöfn sin óafmáanlega á spjöld sögunnar og verðskulda bæði virðingu og þakk- læti hinnar íslensku þjóðar. V. Hver var svo árangurinn af Ás- h'ddarmýrarsamþykkt, og hvernig tókst hjeraðsbúum að framfylgja henni? Um það eru engar beinar htimildir fyrir hendi, en vafalaust má telja, að svo sterkur samtaka- andi sem lýsir sjer í samþykktinni hlýtur að hafa haft áhrif og þokað sýslubúum fastar saman um rjettindi þtirra og hagsmunamál. Þó að heim- ildir geti þess hvergj berum orðum, má eflaust hafa það fyrir satt, að Áshildarmýrarsamþykkt hefir haft bein. áhrif á atburð, sem gerðist í Áinessýslu sex árum síðar. Sá at- burður er dráp Ljenharðs fógeta að Hrauni í Ölfusi árið 1502. Ljenharð- ur var útlendur umboðsmaður hirð- st;:órans og gerðist brátt mjög illa þokkaður, enda hafði hann í frammi ójöfnuð og yfirgang við bændur. Hann settist á Arnarbæli í Ölfusi með ráni og „gerði margt stráklega“, eins og ein heimild kemst að orði. Um þær mundir hafði Torfi Jónsson hinn ríki í Klofa á Landi sýsluvöld báðum megin Þjórsár. Hataðist Ljenharður vi5 hann og hjet að drepa hann. Safn- aði Torfi þá liði og fór að Ljenharði, er hann var á gistingu á Hrauni 1 ÖJlusi, og tók hann af lífi. Þótti það hin mesta landhreinsun, og voru þeiœ Torfa og mönnum hans settar vægar skriftir fyrir það verk. Ekki fór betur fyrir öðrum fógeta, Diðrik frá Minden, árið 1539, er hann ko.m að Skálholti á leið sinni til að ræna k'austrin í Skaftafellssýslu, skap- raunaði þar Ögmundi biskupi, göml- um og blindum, og þóttist geta lagt undir sig allt ísland við sjöunda mann með mörgum öðrum háðung- arorðum. Ráðsmaðurinn í Skálholti, sjera Jón Hjeðinsson, safnaði þá liði um Grímsnes og Hreppa, fór að Dið- riki og drap hann og fjelaga hans. Jeg vil ekki segja, að áhrifa frá Ás- hildarmýrarsamþykkt gæti beinlínis í því verki, en hitt mun varla of- mælt, að andi samþykktarinnar sje þar til staðar, andi frelsis og sam- taka gegn órjetti og ofbeldi erlendra ljensmanna. í sjálfstæðisbaráttu íslendinga á 19 öld var Áshildarmýrarsamþykkt ásamt Árnesingaskrá merkilegt vopn í höndum vorum. Þessar samþykktir sýndu það og sönnuðu, að Gamli sátt- xnáli hafði ekki verið dautt pappírs- plagg, heldur lifandi þáttur í rjettar- vitúnd hvers Islendings. Mennirnir ftá ÁshUdarmýri eru rödd samtíðar sinnár, rödd allrar þjóðarinnar. Þeir eru fulltrúar frjálsborins og drengi- legs hugsunarháttar, sem hefir jafn- an verið einkunn og aðalsmerki góðra íslendinga. Og þeir gerðu meira en þá gat órað fyrir: Þeir brýndu vopnin í hendur óbornum niðjum sín- um, sem hófu baráttu fyrir sjálf- stæði landsins og leiddu hana til lykta með fullum sigri. VI. Vjer höfum látið reisa hjer varða úr steini „til minningar um Áshild- armýrarsamþykkt 1496 og þá Árnes- inga, er þar stóðu vöró um forn rjett- indi hjeraðs síns, lands og lýðs á ör- lagatxmum“, eins og letrað stendur á graníthellu þeirri hinni miklu, er gLeypt er í framhlið varðans. Það er muelt, að varði þessi sjáist af næstum þvi hverjum bæ a Skeiðum og þo eru; a£ nokkrum bæjum í fleiri sveit- um. En minningin er helguð hjerað- inu öllu. Varðinn er aðeins ofurlítill vottur virðingar og þakklætis núlif- andi kynslóðar til löngu horfinna for- feðra, sem drýgðu dáð og unnu hjer- aði sínu og landi gagn og sóma. Lát- um varða þennan minna oss á dæmi þeirra á þann hátt, sem skáldið kvað forðum: Víða eru vörður reistar á vegum sögu þessa lands, úr fornöldinni fljúga neistar framtaksins og hraustleikans. Rjett er vörður við að hressa, veginn svo að rati þjóð, og bindini í að binda þessa björtu neista úr fornri glóð. Vjer þekkjum öll, eldri sem yngri, hið mikils verða hlutverk, sem vörð- um var ætlað með vegum fram á Is:andi. Varði þessi er reistur í lík- ingu slíkrar vörðu. Eins og vörðurn- ar vísuðu ferðamanninum leið, þannig á varðinn að minna oss á átt og stefnu, hvenær sem þörf lands og þióðar heimtar krafta vora. Menn- irnir frá Áshildarmýri vissu, hvað þeir áttu að gera, þegar þröngt var kosti þeira og traðkað á fornum rjett- indum þjóðarinnar. Þeir vísa oss veg- inn enn í dag. ^W ^W ^W ^W ^W ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR (Magnússonar frá Bræðratungu og Þórdísar Jónsdóttur biskups Vigfússon- ar) var harðlynd og kjarkmikil, en þó ljettlynd og skemtin. Hún giftist aldrei, en var alla ævi vinnukona í Eystra- hrepp dg dó þar á sveit skömmu fyrir 1830 í hárri elli. Hún var snöggmælt í tali og hafði stuttar setningar. Þessi er ein saga hennar: „Einu sinni fór jeg í lokin út í Vog. Jeg var nótt í Nesi. í birtingu fór jeg að gá að hestunum. Þeir voru stroknir. Jeg fór að elta þá. Austur með sjónum sá jeg mann. Hann kom þar upp úr klettaskoru. „Hefirðu ekki sjeð hestana mína?“ sagði jeg. Hann ansaði ekki. Þá kom þar annar. Hann var höfuðlaus. Þetta voru bölvað- ir s>ódraugar. Jeg tók upp í mig. Þa hurfu þeir. Svo helt jeg lengra afram. Þa íaaa jeg hestaaa. (Brynj. Jóass.). •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.