Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1948, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 313 um tíma í fyrrgreindri sýslu, Árnesi, og hjer fyrir lögðum vjer, greindir Á.vnesingar, almennilega samkomu á Árhildarmýri á Skeiðum eftir göml- um landsins vana, — því viljum vjer með engu móti þessar óvenjur lengur þoia. hafa njo undir ganga. Itom (þ. e. sömuleiðis) samtökum vjer að hafa engan ljensmann, utan ísktiskan yfir greindu takmarki, Ár- nesi, og ríða eigi fjölmennari en við fi.mmta mann, því viljum vjer gjarna styrkja hann með lög og rjett kon- ungdómsins vegna, þann sem það má með lögum hafa og landsins rjetti viil fylgja. En ef sýslumaður hefir greinda sýslu, Árnes, þá ríði ekki fjölmennari en við tíunda mann, sem bók vottar. Ttem, ef nokkur uppsteitur byrjast í vorri sveit, Árnesi, af utansveitar- mönnum með nokkurn órjett, hvort sem gjört er við ungum eður göml- um; ríkum eður fátækum, þá skulu aliir skyldir eftir að fara þeim, er vnnhlut gjörðu, og eigi fyrri við hann skiljast en sá hefir fulla sæmd, sem fyrir vanvirðingu varð. Kann svo til að bera, að hefndin verði mein í eftirförinni en tilverknaðurinn, þá skulu allir skattbændur jafnmiklu bítala. En þeir, sem minna eiga, gjaldi sem hreppstjórar gjöra ráð fyrir. ftem skulu tveir menn vera til kjörnir í hrepp hverjum að skoða og fyrir að sjá, að þessi vor skipan og samþykki sje haldin. Og ef til alþingis þarf að ríða sveitarinnar vegna, þá skal hver skattbóndi gjalda átta áln- ir í þingtoll, en þeir fjórar álnir, sem muina eiga, þeim kost skulu gjalda. Item viljum vjer eigi hjer hafa innan hjeraðs þann, er eigi fylgir vorum samtökum. Skulum vjer eiga samkomu vora á Áshildarmýri á Bartholomeusmessudag á haustið, en í annan tíma á vorið, þá mánuður er af sumri, og koma þar allir for- fallakust. En hver sem eitt af þess- utn samtökum rýfur og áður hefir undirgengið, sekur þrem mörkum, og taki innanhreppsmenn til jafnaðar. Og til sanninda og fullrar sam- þykktar hjer um setti Halldór Brynjólfsson, Páll Teitsson, Ólafur Þorbjarnarson, Pjetur Sveins- son, Gvendur Einarsson, Gísli Valda- son, Ari Narfason, iögrjettumenn; Jrn Árnason, Sigurður Egilsson, Einar Hallsson, Þorvarður Jónsson, Þórður Sighvatsson, bændur í Árnesi, sín innsigli með fyrrnefndra lögrjettu manna innsiglum fyrir þetta sam- þykktarbrjef með almúgans sam- þykki, leikra og lærðra, með jáyrði og handabandi“. Þannig hljóða hin frábærlega djörfu og einarðlegu orð lögrjettu- manna og bænda í Árnesþingi, sem stóðu að Áshildarmýrarsamþykkt. Þar finnst hvorki hik nje hálfvelgja, hvorki auðmýkt nje undirmennska. Þar eru menn, sem þekkja sinn rjett og eru reiðubúnir til að verja hann gegn hverjum, sem á hann leitar, þótt það kosti fje og fyrirhöfn — og jafnvel lífið. Hjer er ekki tími til að útskýra nánara einstök atriði samþykktar- innar, enda er hún svo ljóst og ótví- rætt orðuð, að þess gerist varla þörf. Þó get jeg ekki gengið þegjandi fram hjá tveim atriðum, sem ekki snerta þó beinlínis efni samþykktarinnar, en þau eru í fyrsta lagi staðurinn, þar sem hún fer fram, og í öðru lagi mennirnir, sem undir hana skrifa. Áshildarmýri er forn sögustaður. Hún er kennd við Áshildi, konu Ólafs tvennumbrúna, er nam Skeið öll og bjó á Ólafsvöllum. Eftir dauða Ólafs lagði Þorgrímur örrabeinn hug á Ás- hiidi, en Helgi, sonur hennar, vand- aðí um. „Hann sat fyrir Þorgrími við gntnamót fyrir neðan Áshildarmýri“, segir í Landnámabók. Þeir börðust þar, og fjell Þorgrímur. Nafnið Ás- hildarmýri er því í flokki elstu ör- nefna landsins. Það virðist ljóst af ummælum Áshildarmýrarsamþykkt- ar, að hjeraðsbúar hafi haldið sam- komur um hjeraðsmál á Áshildar- mýri, þar sem svo pr að orði komist, að þeir hafi haft , almennilega sam- komu á Áshildarmýri á Skeiðum eftir gömlum landsins vana“. í niðurlagi sarnþykktarinnar ákveða fundar- menn, að hjer skuli þeir halda sam- komu bæði haust og vor framvegis og koma þar allir forfallalaust. Það er því svo að sjá sem Áshildarmýri hafi verið aðalsamkomustaður eða þingstaður Árnesinga á miðöldum og leyst þannig af hólmi hinn forna þingstað í Árnesi. Hjer er því um merkan sögustað að ræða, sem verð- skuldar fyllstu athygli hjeraðsbúa. Undir Áshildarmýrarsamþykkt skiifa 12 menn fyrir hönd almúgans, 7 lögrjettumenn og 5 bændur. Um flesta þessa merku forsvarsmenn frelsis og fornra rjettinda er nú ekk- eit kunnugt nema nafnið, en ef litið er yfir nöfn þeirra, er sem menn sjái þar afkomendur hinna fornu Hcukdæla og Oddverja. Þar. er Einar, þar er Þorvaldur, þar er Jón, og þar er Páll, þar er Hallsson, og þar er Teitsson. Fyrstur skrifar undir sam- þykktina Halldór Brynjólfsson hinn ríki í Tungufelli. Hann erfði miklar eígnir eftir pláguna síðari og varð maður stórauðugur. Fjöldi núlifandi manna, Árnesinga og annarra, eiga ættir að rekja til hans. Þriðji mað- ur í röðinni, sem undir skrifar, er Óiafur lögrjettumaður Þorbjarnarson. Hann var faðir Einars prests í Görð- um á Álftanesi, föður Egils á Snorra- stöðum í Laugardal. föður Jóns prests og annálaritara í Hrepphólum. Jeg skal geta þess til gamans, að allir núverandi stjórnarmenn Árnesinga- fjelagsins í Reykjavík geta rakið ætt sína til Ólafs Þorbjarnarsonar og formaður fjelagsins í beinan karllegg. Fjórðj maðurirjn, sem skrifar undir samþykktina, er Pjetur lögrjettumað- ur Sveinsson, sonur Sveíns biskups

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.